.....?

Monday, May 19, 2008

Sumarfrííííí

Ummm sumar sumar sumar frííí:)

Við erum komin heim í frí:) jámm fríið felur í sér að koma heim að vinna. ... EN enginn skóli, engin verkefni, ekkert stress... maður veit hreinlega ekkert hvað maður á við tímann að gera:)

Ekki nóg með það en þá var ég áð klára síðustu kúrsana mína í verkfræðinni (humm humm jámm þarf bara smá sjálfsaga í að rumpa af einu meistaraverkefni eða svo;) og raggi var að klára BSið í viðskiptafræði.... mjööög ljúft:)

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu vikum:

Valborgar frukost hjá Karin og Mattiasi, 28 manns og allir komu með eitthvað handa öllum, ekkert skipulag en heppnaðist mjög vel:) Ég og Raggi vöknuðum kl 7:30 og bökuðum súkkulaði möffins og gerðum ávaxtasallat...

Svo komu mamma og pabbi í heimsókn yfir Hvítasunnuna. Fengum BONGO blíðu og æðislega helgi! Hér eru þau skötuhjúin við skipaskurðinn í Åhus


Hér erum við mætt í fjallgöngu að listaverkinu Nimis:) (já ok skánska fjallgöngu, en þetta er samt fjall!!)

Litlu hafmeyjurnar að hvíla sig fyrir upp-gönguna (já þetta er nefninlega svona fjallganga þar sem maður byrjar uppi, labbar niður og aftur upp)

Við kíktum svo á Rakeli frænku í Köben, hér er Raggi að máta Margréti Maríu en eins og þið sjáið þá kann hann alveg handtökin (engin skelfingarsvipur á honum eða hvað haha:)

Annars þá komst ég að því í dag að mín yrði ekki sárt saknað af "kerfinu" ef ég félli skyndilega frá. Morguninn byrjaði á því að ég hringdi á heilsugæslu og ætlaði að koma mér einhvern staðar í áframhaldandi mæðraskoðun. Þegar ég þuldi kennitöluna mína upp þá tjáði konan mér það bara að það væri enginn til með þessa kennitölu. Ekki skánaði það þegar ég kom í vinnuna og ég átti að nota gamla starfsmanna númerið mitt og login nafn á tölvuna. Stimpilklukkan þekkti engan með þetta starfsmannanúmer og tölvan þekkti engan með notendanafnið mitt. Ég trúði skrifstofufélögum mínum alveg til þess að hafa unnið hörðum höndum að þessu til þess að gera mér grikk en það að þurrka mig útúr þjóðskránni útilokaði það kannski hehe:)
Jæja ætla að setja tærnar uppí loft og glápa á einhverjar seríur á netinu:)



Monday, April 28, 2008

að hjóla með 20 kíló í yfirvikt???

Morguninn í morgun hófst með einfaldri stærðfræði. Ég reif mig fram úr, í sturtu og pakkaði í töskuna mína. Skóladagurinn var þess eðlis að ég þurfti á bókum úr 2 fögum að halda, hádegismat, auk fartölvunnar. Ég get ekki neitað því að taskan tók í og ég kveið mikið fyrir 3 km hjólreiðatúrnum UPP löngu brekkuna. Í staðinn fyrir að safna kjarki í komandi hjólreiðar þá ákvað ég að vikta töskuna sem vó heil 8 kíló. Auk þess steig ég sjálf á viktina og lagði þau 12 kíló sem ég hef safnað síðusta 7 og hálfan mánuðinn saman við 8 kílóa töskuna. Smá hugarreikningur og út fékkst 20 kílóa burður!!! Ég spurði Ragga hvort honum myndi nokkurn tíma detta í hug að hjóla með 20 kílóa farm ALLA leið uppí skóla? (svona já og nei spurning í þannig tón að nei var eiginlega eini kosturinn) Svo var ég ekki lengi að réttlæta það fyrir mér að fara á bílnum í skólann!

Í Lundi er brot á slíku normi samviskubitsvaldur. Hér er maður LATUR ef maður hjólar ekki, en heima er maður ÓTRÚLEGA duglegur ef maður hjólar!! Ég bætti fyrir samviskubitið með því að ræða við mögulegan leiðbeinanda fyrir meistaraverkefni næsta haust en planið er einmitt að taka þar fyrir mjög slæm áhrif einkabílsins:)

To Do listinn minn er lengri en nokkru sinni fyrr, 19 dagar í heimkomu, Valborg framundan, og Raggi minnti mig á það um daignn að skiptináminu mínu lauk fyrir tæplega ári síðan svo titillinn Skiptineminn er kannski orðinn dálítið þreyttur.. einhverjar hugmyndir?

Keikó kveður... andlegur undirbúningur fyrir hjólreiðar morgundagsins í gangi!

Monday, April 21, 2008

heppni engillinn og heimsóknir

Ég ætla að byrja á sögunni af englinum...


Amma hans Ragga var svo sæt í sér að hún gaf okkur lítinn engil sem átti að vera verndarengillinn okkar í langa langa road-trippinu okkar í haust. Hann stóð sig vel á ferðalaginu sjálfu en það fór svolítið illa fyrir honum þegar raggi ætlaði að bjóða hann velkomin hingað inn í fyrsta sinn því hann lenti beint í gólfinu og hálsbrotnaði:/ Jæja ég þorði nú ekki öðru en að tjasla hausnum á engilsgreyið aftur. Hann hefur staðið sig með prýði á eldhússkenknum síðan. Þangað til á Laugardaginn þegar við sátum inní stofu og heyrum að það brotnar eitthvað í eldhúsinu. Ég tölti inn til þess að tékka á aðstæðum og þar blasti enginn annar en engillinn við mér í þremur hlutum á gólfinu:

Aumingja engillinn, ég veit ekki hvort þetta eru sjálfsmorðshugleiðingar hjá honum eða hvort hann er bara svona aktívur í að taka við hrakföllum í okkar stað. Nú leita ég sveitt af englalíminu sem ég fjárfesti í fyrr í haust.. svo viðgerð stendur enn yfir:)


Annars þá var hún Margrét í heimsókn hérna um helgina


Við fengum Bongó blíðu, versluðum skó, drukkum daquiry í sólinni, borðuðum Sushi og Margrét rústaði okkur í póker (af tómri byrjendaheppni að sjálfsögðu ;))

Margrét á 1-2 verðlaun skilið fyrir að vera duglegur heimsækjandi, hún og Guðmundur deila sæti og hafa komið 2 sinnum með einungis 18 vikna millibili!! Mamma og pabbi eru reyndar að fara að taka þau í ra****ið bráðlega því hún mamma er búin að kaupa sér útskriftarferð og þau ætla að koma í heimsókn um hvítasunnuna aðeins 6 vikum eftir síðustu heimsókn:) Þetta er góður árángur hjá gestunum og erum við strax farin að taka við bókunum fyrir næsta haust!!


Að lokum þá setti hann Raggi þetta met um daginn..


Já úldnari mann hef ég ekki hitt:)

Wednesday, April 09, 2008

Líkamsrækt fyrir landsbyggðina!

Jææææjjja.... já er ekki best að kenna bara týndu lykilorði um þetta bloggleysi, annars er ég nú vön að leysa slík vandamál því eftir bara 1 bjór þá stend ég í þeirri trú að ÖLL lykilorð séu ERASMUS haha, önnur og gömul saga það:)

Ég hef enga afsökun, en vona svo innilega að þetta hræðilega sjúkdómavideó hans Hemma hafi verið jafn langlíft fyrir ykkur eins og það var fyrir mig haha.

En þetta er helst frá sl mánuði...

# Ég var ein heima viku af páskafríinu afkastaði að horfa á rúmlega 25 þætti af hinum ýmsu seríum... BARA til þess að effektivisera prjónið mitt..líður frekar illa ef ég geri bara eitt í einu!


# Ég fór í sykurþolspróf í gær og fékk þessar líka fínu niðurstöður sem þýðir að ég má halda áfram að gúffa í mig íslenska namminu sem mamma og pabbi komu með. Páskaeggin okkar enduðu reyndar í smá sólbaði en þau voru ekkert verri á bragðið þrátt fyrir smá útlitsgalla:)
# Guðmundur kom til okkar um páskana. Við skruppum á leirdúfuskotsvæði hérna í næsta bæ sem endaði mér því að ein leirdúfan af næstu skotbraut villtist smá og skildi eftir sig þennan fína skurð í andlitinu á mér


# Henrieke herbergisfélagi minn kom í heimsókn vikuna eftir páska.. við sungum “you ought to know” með Alanis að gömlum roomie-vana og fórum svo á djammið:)

# Mamma og pabbi komu í heimsókn helgina eftir páska. Mamma gerði sér lítið fyrir og kom með risa múlinexvélina mína út.. mmmm sem þýðir Strawberry diaquary (virgin reyndar, en jarðaber og sykur þurfa jú ekki romm til þess að vera góð:)
# Helga og Bjarni komu svo í heimsókn um síðustu helgi, við reyndum að lokka þau til Lundar á mettíma, sjáum hvort við verðum orðin grannar næsta haust:)

Svo er ekki langt í næstu heimsókn því hún Margrét G ætlar að koma við þann 17 apríl þegar hún fer í vinnuferðina sína til Brussel:)



Yfir í allt annað. Sumt fólk er bara óheppnara en annað og hún Sigrún A. Árnadóttir er einstaklega orð-Ó-heppin að mínu mati. Þessi frétt var birt á Vísi.is í síðustu viku:

Orkuveita Reykjarvíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldann allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyrirtækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun. Tilvalið fyrir fólk á landsbyggðinni segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá orkuveitunni.

,,Þegar við fluttum yfir í núverandi húsnæði var gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og voru keypt notuð tæki. Sían var gerður þjónustusamningur við World Class sem sá um aðstöðuna. Fyrir nokkru ákvað World Class síðan að þessi tækin væru ekki boðleg fyir sína kúnna þannig að þeir tóku þetta yfir í heild sinni og fylltu stöðina af sínum tækjum,” segir Sigrún en í kjölfarið var gömlu tækjunum hent út.

Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsrækarstðvum í Reykjarvík. ,,Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sínum viðskiptavinum, við gerum nefninlega minni kröfur úti á landi,” segir Sgirún en öll tækin verða seld í einu lagi.....

Alveg yndislega heppilega til orða tekið hjá henni haha! Heldur konugreyið virkilega að landsbyggðin sé svo hátækniþróuð að vera komin með líkamsræktarstöðvar?? eins og það sé ekki nóg fyrir okkur landsbyggðarpakk að hlaupa á eftir rollum upp um fjöll og firnindi og þvo þvottinn okkar á þvottabretti útí læk :)



Saturday, March 01, 2008

..svo hræðilega ógeðslega veiki... hún var bara með svo mikinn sjúkdóm..

Hún Anna Ragna sendi mér þennan link og ég verð bara að segja að þetta...
http://www.youtube.com/watch?v=jO4_HnFwVi8
er með því fynndnara sem ég hef séð lengi!!!

Sunday, February 24, 2008

Allir dagar eru hamingjudagar!

Við Ragnar erum nú ekki þekkt fyrir að rómantíkin sé neitt að kæfa okkur -höfum aldrei haldið uppá sambandsafmæli, bóndadagurinn var eins og hver annar föstudagur nema jú við fórum út að borða því við vorum of löt til að elda (reyndar af ragga frumkvæði og ég hafði ekki hugmynd um daginn), Valentínusardagurinn.. hef ekki heyrt á hann minnst! og loks konudagurinn í dag þar sem raggi tönglaðist á því að ég ætti nú að dedúa við hann í dag, elda fyrir hann kræsingar og með því, þangað til ég leiðrétti hann að það væri reyndar konudagur þá minntist hann ekki á kræsingarnar meir (Jamm hann var ekki að grínast... hann hélt að það væri annar í bóndadegi eða eitthvað)
En jæja þrátt fyrir þennan skort á rómantík á heimilinu þá lifum við bara prýðislífi og bara þónokkuð um hamingju á heimilinu:) ... ég held að þetta sé lykillinn....

.. en varið ykkur stelpur þó þeir séu á hnjánum með kreditkortið þá skulið þið ekki gera þau mistök að taka þá með að versla.. það getur algerlega eyðilagt þessa verslunarstemmningu!! t.d. þegar maður er að kaupa skó og heyrir "áttu ekki svona 3 alveg eins pör" ???

Thursday, February 21, 2008

FRIÐRIK HRINGDU HEIM!!!!

Þvílík samvinna hjá íslenskum gamanþáttarstjórnendum, borgarpólitíkusum og fjölmiðlum!!! Borgarstjórnin leikur efnið í sinn hluta spaugstofunnar sjálf og fjölmiðlarnir taka virkan þátt í að skemmta landanum með því að beita skopskyni sínu í grafalvarlegum fréttum af týndu fólki. Fréttartitillinn "Friðrik Hringdu heim!!!" sé ég ekki fyrir mér birtast nokkurn staðar annars staðar í heiminum en á litla vinalega klakanum:)