.....?

Tuesday, November 23, 2004

Jáh ég hefði betur látið góðmennskuna víkja og hjólað yfir hann....

Jæja þar sem ég hef aðeins eytt 4 tímum í tölvuveri skólans í dag að læra á þrælsniðugt forrit(frekar árangurslaust reyndar) en þá ákvað ég þjálfa tölvukunnáttu mína enn fremur og útbúa blogg fyrir ykkur sem heima sitjið á klakanum. En þar sem þið hafið líklega ekki haft undan að lesa "öll" mailin frá mér þessa önnina (ætli ég geti ekki talið þau á fingrum hvorugrar handar...) en þá ætlaði ég bara að gera ykkur auveldara fyrir og þið getið tékkað á mér bara eins og ykkur hentar og þið kærið ykkur um;)
Svo ég byrji nú á afreki dagsins í dag.. þá komst ég að því að það er alls ekki ráðlagt að hjóla á svelli! Það sem heldur mér við þá skoðun er blár og marinn hægri fótleggur.. alveg upp að læri. Ég var að hjóla í skólann í morgun.. bara í frekar góðum gír eftir hafragrautinn.. kominn alveg í 3ja gír (af 3) á full fart.. þegar ég kem að vesælum hjólreiðamanni sem steinlá og lá því miður á miðjum hjólastígnum. Nú þrufti ég að hugsa hratt eftir að ég leit niður á malbikið sem glansaði af hálku:"annað hvort hjóla ég yfir manninn..gæti verið vont... eða ég fórna mér sjálfri og bremsa" Bremsan varð fyrir valinu vegna einskærrar góðmennsku minnar sem kostaði það að ég lá kylliflöt ásamt fjórum næstu sem voru á eftir mér! (þeir þurftu mjög líklega að fara í gegnum sömu snöggu hugarflækju og ég.. "láta vaða í hana eða fórna mer sjálfum")
Ég verð nú samt að viðurkenna að þetta var svo ómótstæðilega fynndið að þetta var næstum því þess virði.. en það fyrsta sem mér datt í hug var hvað það væri nú gaman að standa þarna dágóða stund með videóvél og filma nokkur kodak-moment.. en svo var það næsta sem mér datt í hug hvað þetta var nú ógeðslega vont! Svo hér eftir verða naglarnir settir undir já eða það verður bara gengið í svona ófærð ;)
Annars þá er komið að því að læra hérna megin, en svona fyrir ykkur sem hafið ekki séð lífsmark frá því í Ágúst, þá er allt í sómanum hér þrátt fyrir erfiði dagsins í dag...

1 Comments:

  • At 4:13 PM, Blogger S. said…

    Blogg bjargar heiminum, jah eða allaveganna lötu fólki sem nennir ekki að skrifa e-mail eins og mér. Nauðsyn að hittast við tækifæri heima í landinu kalda.

     

Post a Comment

<< Home