Það er sko ekkert eins manns verk að fá skilríki í Svíþjóð...
Ég fór í bankann um daginn til þess að fá debetkort og aðgang að heimabanka (svo ég þurfi nú örugglega að hreyfa mig sem minnst), sem er nu ekki frásögu færandi nema það að til þess þurfti ég sænska kennitölu. Ég hjólaði á skattstofuna, sem er hinum megin i bænum og getiði hvað... ég fann hana 1 mínútu eftir lokun, svo margrét mátti bíta í sitt súra epli og hjóla aftur heim. Vikuna eftir var tilraun númer 2 gerð.. og gekk alveg eftir áætlun. Ca. 3 vikum seinna fékk ég nýju kennitöluna í pósti, en ekki nóg með það heldur höfðu þeir flutt lögheimilið mitt í leiðinni.
Nú var ferðinni heitið í bankann aftur.. ég með nýju kennitöluna í 'einari' og brosið í 'hinni'... en NEI.. nú þurfti ég sænsk skilríki! Til þess að fá þau þurfti ég að fara á 3ja staðinn. Á leiðinni kom ég við í passamynda-automati, en till þess þurfti ég 4x100 kr, en margrét átti bara 5000. Ég tók upp brosið úr 'hinni' og lagði leið mína inná lestarstöð til að biðja um skiptimynt. Nei, það var alveg ómögulegt. Þaðan lá leiðin yfir í '7-11', og viti menn.. nei það var ekki hægt. Þá var mér nóg boðið og ég sagði afgreiðslustúlkinni að ég ætlaði að kaupa hjá henni 1 muffins (sem kostaði heilar 100 kr.. sem þýddi það að ég myndi líklega fá 4900 til baka;) hún bjóst nú ekki við þvi að geta gefið mér til baka (ýkt fúl að ég skildi hafa verið svona klók hehe) en ég taldi henni nú trú um það að hún gæti ekki neitað að selja mér muffins, svo ég fékk mínu framgengt að lokum, og þar með 4x 100 kr.
Eftir að ég var búin að fá passamyndirnar fór ég loksins á skrifstofuna til að sækja um skilríkin. Þar byrjaði afgreiðslukonan (líklega sú fýldasta þann daginn) á þvi að kíkja á myndirnar og sagði strax að þær væru ekki nógu skýrar því það allra mikilvægasta væri ekki nógu sjáanlegt á myndinni. Ótrúlegt en satt, þá var það eyrað sem var mitt mikilvægasta persónueinkenni (ég efast um að ég myndi sjálf þekkja mín eigin eyru á mynd!) Samt sem áður ákvað hún að spyrja hvort ég væri með skilríki með mér. Ég sagðist nú halda það og sýndi henni vegabréfið mitt... en NEI.. það gilti ekki sem skilríki döööö! (hvað get ég þá notað?) Svo þegar hún sá það að ég var útlendingur sá ég að það hlakkaði í henni þar sem hún sá fram á að hún gæti gert mér þetta enn erfiðara fyrir og sagði "svo þú ert ekki sænskur ríkisborgari? Jah þá verður þú að hafa með þér vitni sem er sænskur ríkisborgari sem getur staðfest að þú sért þú" Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég gafst upp þann daginn! (reyndar eftir að ég hugsaði um að múta einum rónanum fyrir utan "Muffin fyirir persónustaðfestingu" en nei, það hefði kannski virkað með bjór)
En jæja eftir helgina þegar ég var aðeins búin að róa mig þá gerði ég mér ferð niður í bæ með öll möguleg skilríki ásamt Hönnu (sem er Sænskur ríkisborgari með meiru og treysti sér til að staðfesta að ég væri ég), tók nýjar nærmyndir af eyrunum á mér og heimsótti vinkonu mína glöðu á skifstofunni. En nei það dugði ekki til, nú vildi hún að ég sýndi fram á persónuskilríki frá sænsku sýsluskrifstofunni (sem ég hélt reyndar að væri það sem ég var að sækja um en..) og vitanlega gat hún ekki bara látið þær upplýsingar fylgja með fyrir helgina! Annars þá voru þeir pappírar svo mikilvgir að ég gat meira að segja fengið þá i gegnum síma!
Svei mér þá mér leið eins og ég væri komin til Noregs aftur þar sem þjónusta virtist oftast snúast um að vera sem óliðlegastur! Annars er þetta nú alveg skiljanlegt.. Svíþjóð er að drukkna í innflytjendum og afhverju ættu þeir að vilja einn í viðbót? Annars þá voru það nú þeir sjálfir sem voru svo ólmir í að flytja lögheimi mitt;)
En hún Margrét er semsagt enn að berjast fyrir skilríkunum... sem er sko ekkert eins manns verk!
Nú var ferðinni heitið í bankann aftur.. ég með nýju kennitöluna í 'einari' og brosið í 'hinni'... en NEI.. nú þurfti ég sænsk skilríki! Til þess að fá þau þurfti ég að fara á 3ja staðinn. Á leiðinni kom ég við í passamynda-automati, en till þess þurfti ég 4x100 kr, en margrét átti bara 5000. Ég tók upp brosið úr 'hinni' og lagði leið mína inná lestarstöð til að biðja um skiptimynt. Nei, það var alveg ómögulegt. Þaðan lá leiðin yfir í '7-11', og viti menn.. nei það var ekki hægt. Þá var mér nóg boðið og ég sagði afgreiðslustúlkinni að ég ætlaði að kaupa hjá henni 1 muffins (sem kostaði heilar 100 kr.. sem þýddi það að ég myndi líklega fá 4900 til baka;) hún bjóst nú ekki við þvi að geta gefið mér til baka (ýkt fúl að ég skildi hafa verið svona klók hehe) en ég taldi henni nú trú um það að hún gæti ekki neitað að selja mér muffins, svo ég fékk mínu framgengt að lokum, og þar með 4x 100 kr.
Eftir að ég var búin að fá passamyndirnar fór ég loksins á skrifstofuna til að sækja um skilríkin. Þar byrjaði afgreiðslukonan (líklega sú fýldasta þann daginn) á þvi að kíkja á myndirnar og sagði strax að þær væru ekki nógu skýrar því það allra mikilvægasta væri ekki nógu sjáanlegt á myndinni. Ótrúlegt en satt, þá var það eyrað sem var mitt mikilvægasta persónueinkenni (ég efast um að ég myndi sjálf þekkja mín eigin eyru á mynd!) Samt sem áður ákvað hún að spyrja hvort ég væri með skilríki með mér. Ég sagðist nú halda það og sýndi henni vegabréfið mitt... en NEI.. það gilti ekki sem skilríki döööö! (hvað get ég þá notað?) Svo þegar hún sá það að ég var útlendingur sá ég að það hlakkaði í henni þar sem hún sá fram á að hún gæti gert mér þetta enn erfiðara fyrir og sagði "svo þú ert ekki sænskur ríkisborgari? Jah þá verður þú að hafa með þér vitni sem er sænskur ríkisborgari sem getur staðfest að þú sért þú" Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég gafst upp þann daginn! (reyndar eftir að ég hugsaði um að múta einum rónanum fyrir utan "Muffin fyirir persónustaðfestingu" en nei, það hefði kannski virkað með bjór)
En jæja eftir helgina þegar ég var aðeins búin að róa mig þá gerði ég mér ferð niður í bæ með öll möguleg skilríki ásamt Hönnu (sem er Sænskur ríkisborgari með meiru og treysti sér til að staðfesta að ég væri ég), tók nýjar nærmyndir af eyrunum á mér og heimsótti vinkonu mína glöðu á skifstofunni. En nei það dugði ekki til, nú vildi hún að ég sýndi fram á persónuskilríki frá sænsku sýsluskrifstofunni (sem ég hélt reyndar að væri það sem ég var að sækja um en..) og vitanlega gat hún ekki bara látið þær upplýsingar fylgja með fyrir helgina! Annars þá voru þeir pappírar svo mikilvgir að ég gat meira að segja fengið þá i gegnum síma!
Svei mér þá mér leið eins og ég væri komin til Noregs aftur þar sem þjónusta virtist oftast snúast um að vera sem óliðlegastur! Annars er þetta nú alveg skiljanlegt.. Svíþjóð er að drukkna í innflytjendum og afhverju ættu þeir að vilja einn í viðbót? Annars þá voru það nú þeir sjálfir sem voru svo ólmir í að flytja lögheimi mitt;)
En hún Margrét er semsagt enn að berjast fyrir skilríkunum... sem er sko ekkert eins manns verk!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home