.....?

Monday, December 13, 2004

Þjáist af alvarlegum einbeitingarskorti..

Ah hvað ég er fegin að netið er komið til baka, það er búið að vera niðri frá þvi á föstudagsmorgun... svo nú er alveg frábær afsökun fyrir þvi að vera ekki að læra! Ég er búin að eiga ofsalega bágt um helgina að finna einhverja góða ástæðu til að slíta mér frá bókunum en það var nú gengið frekar langt þegar ég var farin að hugleiða að fara í sund tvisvar sama daginn og senda sama fólkinu jólakort aftur bara til að þurfa ekki að reikna! En mér var borgið í gærkvöldi, það var "Friends-marathon" í sjónvarpinu.. 10 bestu þættirnir, hugsa að ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið!
En annars þá er fyrsta prófið á morgun.. er ekki ennþá orðin stressuð.. ekki gott merki.. er komin hálfa leið í jólafrí í huganum!
Annars þökk sé sænskum hefðum þá var ég vakin hvorki meira né minna en 6 í morgun og drifin fram í eldhús til að horfa á "lucia" athöfnina í sjónvarpinu (e-r "saint" sem þeir fagna hérna) en það var allt saman þess virði þar sem boðið var uppá heitt kakó, nýbakaðar piparkökur og luci-kattar með því (.."with it".. for you Magnus in case you have got so far this time;) )
Fynndið hérna, þá er eins og annað hvort vaxi fólk aldrei uppúr því að horfa á sjónvarpsdagatalið, eða þá að fólk vex "niðrí það" aftur (ef svo er þá er ég mest hissa á því að pabbi fylgist ekki með því heima). Það er svoleiðis að 2 elstu krakkarnir á ganginum mínum missa sko ekki af einum þætti, þrátt fyrir sýningartímann 07.15 á morgnanna og við erum að tala um 25 ára gamalt fólk. En það er nottla ekkert slæmt við það að vera ungur í anda, ég ætti kannski a taka þetta upp í ferlinum mínum í að forðast það að verða fullorðin!
En frá því síðast þá hefur nú ekki mikið gerst nema það að það er búið að gera við pípulagnirnar mínar og mér hefur tekist að rusla allt til aftur þrátt fyrir stórhreingerningarnar (greinilega langt síðan ég skrifaði síðast) ;)
En eins og sandra hafði kommentað áður að ég hefði betur látið það vera að þykjast ætla að laga eitthvað.. ég lærði þá lexíu á fyrsta mánuðinum mínum hérna þegar ég og einn strákur á ganginum tókum okkur til og ætluðum sko að gera við lampana í eldhúsviftunum. Sú saga endaði nú svo að þegar ég stakk fingrunum beint í einhverjar leiðslur og fékk þetta netta rafstuð og skiptinemi sem sat í sófanum varð alveg stjarfur og vissi ekki hvert ég ætlaði í hristingnum. Þetta var nú soldið fynndið eftirá, en alls ekki á meðan á því stóð. Svo er ég nú búin að læra svo mikið í háskólaeðlisfræðinni minni að þetta var víst stórhættulegt;) Svo í morgun þegar ristavélin okkar (árgerð 1950) fór að urga í og hætti að rista, þá tók ég hana bara varlega úr sambandi og lét rafmagnsverkfræði nemann vita af vandamálinu. Þetta er nú aldeilis þroska merki þykir mér;)
Annars þá er víst komin tími til að átta sig á þvi að það er próf kl 8 í fyrra máli.. og fyrir ykkur sem eruð að klára prófin ykkar til lukku með það en ég hef engan áhuga á þvi að heyra frá ykkur fyr en á föstudagskvöld! urrrr (nei nei endilega hringiði í mig af djamminu.. einu bann-næturnar verða í nótt og aðfaranótt föstudags)
Svona að lokum þá vildi ég bara fá að heyra frá ykkur hvort Jóli hafi verið að bregðast ykkur líka.. ég hef ekkert fengið í skóinn! En ég tel mér trú um það ennþá að það sé því ég búi á 3 hæð..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home