.....?

Tuesday, March 01, 2005

Tíminn líður alveg á hraðspól...

Aww það er komin Mars.. sem þýðir það að ég er byrjuð í prófum, en það er samt eins og önnin hafi bara byrjað í gær! En ef ég hugsa fram í tímann á sama hraða og ég get hugsað afur í tímann þá verð ég 21 árs bráðum.. sem mér finnst alveg ómögulegt! Það er svei mér þá eins og ósk hafi verið að hnýta flugur í gær, við verið í 10. bekkjarferðalagi í Köben í fyrradag og staðið fyrir utan áramótaball í Bifröst jólin þar á undan og að Ósk og Andri hafi kærustupar á hólum í Hjaltadal bara í fyrra hahaha;) En ég gæti hreinlega rifnað úr hlátri þegar ég rifja upp gamlar minnigar frá því maður var lítill. Við maggi beekkjarbróðir vorum að tala um það um daginn að það væri nu kominn tími á Bekkjarmót í sumar.. rifjuðum upp nokkrar gamlar góðar perlur sem væri hægt að taka saman í góðan pistil! (sem gæti jafnvel fengið titilinn Hey Jó/Jón!) En við vorum smmála um það að það verður einhver að taka að sér að verða formaður bekkjarmóts og redda þessu... humm ég hugsaði Sigríði orkubolta myndi nu ekkert muna um að taka það að sér en nei.. haldiði að hun ætli ekki bara að stinga af sem aupair til Ítalíu! Sem mér fannst alveg gullin hugmynd þangað til ég laggði saman 2 og 2 og fékk út að við eigum ekki eftir að hittast í heilt ár! Metið okkar í að hittast ekki áður voru 9 mánuðir, en samt með viku hittingi á skíðum í Noregi og klukkutíma hittingi nánast á keflavíkurflugvelli við skiptin Kanarí- Ísland, Ísland- Noregur. En þetta blessast nú vonandi;) En eins og ég minntis á síðast þá var mesta massa-partý nokkurn tíma hérna á ganginum um síðustu helgi.. 72 ára afmæli með festival þema. Sólstólar á ganginum, allir með útihátíðar föt á sér og allir fengu festival armband, hægt að fara í "skíðakennslu" í einu herberginu, syngja kariokie í örðu.. og ég vissi ekki að það væri hægt að koma svona mörgu fólki fyrir á einum gangi! En frá svefnleysi helgarinnar yfir í prófin, ætli ég hafi ekki fallið í mínu fyrsta prófi nokkurn tíma í gær. En fyrirlesarinn kom til mín í prófinu og spurði akkuru ég væri með svona margar bækur á borðinu.. fattaði svo að þetta væru orðabækur (sænsk-ensk, ensk-sænsk, ísl-ensk, ensk-ísl þar sem það finnst engin almenninleg ísl sænk orðabók!) og spurði ahh svo þú ert íslensk? Og setti upp þvílíkan vorkunnar svip og spurði hvernig ég hefði getað lesið fyrir prófið.. þar sem þetta var 600 bls bók bara um Byggingarefni og byggingarfræði. Ég held semsagt í vonina að hann setji sama aumkunnarverða svipinn upp þegar hann réttir prófið mitt;) En Bandy liðið okkar er alveg að gera sig.. við töpupðum bara 7-5 á sunnudaginn, svo þetta er allt í áttina. En það eru heimsóknir í vændum.. það er kraftur í ömmu gömlu, hún ætlar að skella sér til mín yfir langa helgi í lok Apríl og Ella systir pabba kemur með;) Svo hele-familjen búin að panta sér ferð til mín í byrjun sumarsins áður en ég kem heim, svo er ég að vona að ósk eigi leið hjá í Maí, og ekki má gleyma henni Elvu sem er rétt ókomin.. fan hvað það verður gaman! Í viðbót við það ætlar Fredrik að kíkja við eftir þrjár vikur og Hildur kemur vonandi að kveðja í vikunni þar sem hún er að flytja aftur heim frá Köben. Svo mér á síður en svo eftir að leiðast;) En það er eins gott að klúðra ekki einu prófi til.. og fara að læra í stærðfræði sem er eftir viku...awww..

4 Comments:

  • At 8:25 AM, Anonymous Anonymous said…

    Líst vel á bekkjarmót...það er kominn tími á hitting, fólk bara farið að eiga börn hægri vinstri.
    Kv.Margrét

     
  • At 11:33 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já það er rétt.. er ekki hægt að setja einhverjar af þessum heimavinnandi húsmæðrum í verkið? Allavega ef þið ætlið að bíða eftir að eg verði heimavinnandi mamma og taki verkið að mér, þá verður ekkert bekkjarmót fyr en eftir 15 ár;)

     
  • At 12:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já margrét mín það hefðu nú ekki munað því fyrir mig að skipuleggja eitt stykki bekkjarmót skal ég segja þér:) En þetta er nú all svakalegt að við séum ekki að fara að hittast í HEILT ÁR. En þetta hlýtur nú að reddast þetta þýðir bara eitt að það verður all svakalegt spassakast sem við tökum um næstu jól og tjúttið vá ekki tala um það:) Gangi þér nú vel í prófunum elskan mín. Kiss kiss og knús siv.

     
  • At 3:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    jebb tad slaer svolitid a tregan Ad vita ad min bidur svaka djamm i svithjod en ekki bara námsbaekur vinna og kuldi svona sma adlogun ad norreaenum lifnadarhattum verdur naudsynleg
    KV ELVA

     

Post a Comment

<< Home