.....?

Sunday, February 20, 2005

Ég og boltaíþróttir eigum einnþá ekki saman...

Jæja.. lang síðan síðast, en ég lifi!
Skemmtilegustu fréttirnar eru þær að hún Elva er búin að bóka miða og alles og mun lenda hér daginn eftir síðasta prófið mitt með nýbakaða súkkulaðibrúnku eftir 3 mán í Suður Ameríku;) (passar flott þar sem ég er orðin sjálflýsandi í snjónum í Skåne)

Annars þá spilaði ég minn fyrsta bandý leik í dag með liðinu okkar "Samfarahnakki" sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að við töpupum 19-8.. sem minnir mig þónokkuð á handboltaleikinn sem ég spilaði á Landsmótinu í sumar sem fór 28-2 (svo svei mér þá þetta er þá bæting) En við viljum meina að við þurftum bara aðeins að slípa liðið til.. erum viss um sigur næsta sunnudag;) já eða kannski sunnudaginn eftir þar sem það er Risa-gangpartý næsta Laugardag! En það er engin hætta, ég verð hress þar sem ég er svo heppin að ég er að fara í lokapróf á Mánudagsmorgun þá kem ég til með að læsa mig inní herbergi um miðnætti (það er að segja ef ég verð með hurð) en ég lofa engu um ástandið á restinni af liðinu!

En annars þá er ég mjög stolt yfir frammistöðu minni í bandýinu þar sem ég ber merki þess að hafa varið þónokkur mörk .. við erum að tala um að ég get lesið hvaða tegund af bolta við spiluðum með á fleiri en einum stað á löppunum á mér!
En ég er semsagt öll lurkulaminn í dag, að hluta til eftir stærsta snjóboltastríð sem ég hef lent í á Föstudaginn og eftir bandýboltahríð í kvöld!

En nú er ég orðin virkilega stressuð yfir öllu sem ég á eftir að lesa fyrir morgundaginn svo nú slútta ég...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home