.....?

Tuesday, February 08, 2005

Bolludagur & Baunir

Þrátt fyrir að vera fjarri góðu gamni, þá missti ég sko ekki af bolludeginum og baunasúpunni í dag! Það voru sko bakaðar 3 uppkriftir af bollum í gær og étið vel;) Svo var ég í skólanum frá 8-5 dag, alger killer.. sá baunirnar alveg í hyllingum.. en nú er mín orðin mett og mjög sátt við lífið!
Annars þá er ég á leið til Ungverjalands um páskana, geggjað spennt. Ætla að heimsækja Lillu, vinkonu úr skólanum í Noregi. Maður á orðið vini út um allann heim svo einhverstaðar verður maður að byrja.
Annars þá fór ég í snilldar partý um helgina, mað Kariokie og öllum græjum. Hef líklega sjaldan heyrt jafn falskan söng, en það var líklega verra fyrir þá sem voru að reyna að sofa í herbergjunum í kring;) En afrek helgarinnar var það að mér tókst að kenna Hönnu lagið um hana Nínu, svo nú geta Ósk og Sigríður farið að búast við símtal um hverja helgi þar sem við munum taka lagið!
En tími til að fara að læra... Margrét, saddari en aldrei fyr!

2 Comments:

  • At 2:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já MS ég bíð sko spennt eftir því að heyra frá ykkur stöllum þenja raddböndin og heyra afraksturinn:):)
    kv.SIV

     
  • At 4:55 AM, Anonymous Anonymous said…

    gaman að heyra að þú skulir hafa það gott!! Ekki fékk ég saltkjöt og því tilheyrandi og samt er ég bara í rvk!!!... fattaði það klukkan hálf 7 að maður þarf víst að sjóða það í rúma 2 tíma svo ég sleppti því bara! en hafðu það rosalega gott og eins gott að við hittumst í sumar!!!
    Þín ODDNÝ!

     

Post a Comment

<< Home