.....?

Thursday, January 20, 2005

Hvort er betra box eða yoga?

Arrrrg.. var búin að skrifa þetta ekkert stutta blog þegar tölvan mín (ég gæti nú hafa átt einhvern þátt í því) ákvað að láta það hverfa!

Annars þá vildi ég sagt hafa að ég skellti mér í box-tíma í fyrradag og fann svo sannarlega fyrir því í bæði örmum og fótleggjum daginn eftir svo ég ákvað að slappa af í Yoga tíma í dag. Þegar mér var búið að takast að standa á honum einari, með stuðning af aðeins einni tá og eftir það komin með tærnar ofaní gólf fyrir ofan hausinn og hnéin fyrir utan eyrun þá áttaði ég mig á því að ég átti ekkert eftir að standa upp þann daginn! Ég hélt ég myndi fara að grenja mér var svo illt í bakinu! En það hefur örugglega bara verið andadrættinum að kenna, kennarinn talaði allavega ekki um annað en hvað hann væri mikilvægur. Svo ég hugsa að ég taki pásu frá þessum rólegu æfingum í bili og bíti bara á jaxlinn og lifi með strengjunum frá hinum tímunum.
Annars þá er skólinn kominn á fullt, endalausar bækur að lesa og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég verð orðinn expert í rakavandamálum eftir veturinn þar sem mér sýnist orðið "fukt" standa utan á hverri einustu bók (hljómar mjög spennandi ekki satt?) En ég fékk nú miklu skemmtilegri bók í afmælisgjöf frá Önnu og Elvu, hún heitir "Súperflirt" svo ætli ég sofni ekki bara yfir henni í kvöld svo mamma þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég pipri að eilífu:)

En eitt enn, er ég að skrifa fyrir engan? Það lítur út fyrir að hinir útlensku vinir mínir séu mun duglegri við að lesa þar sem mynstrið er svona: ísl. blogg -0 comments, enskt blogg -4 comments, ísl.blogg -0 comments... jah eða þið eruð bara svona ofsalega fámál og það gerist ekkert hjá ykkur (en ykkur sem ég þekki best þá á þetta engan veginn við!)

Og spurning dagsins (fólk var soldið ósammála í skólanum í dag) en er blóðflokkurinn O, bókstafurinn O eða talan núll á íslensku?

Jæja nú er ég búin að taka Ctrl C af öllu svo ég ætla að þora að ýta á "publish"...

Adjö for now, vonast til að heyra frá ykkur

2 Comments:

  • At 7:46 AM, Blogger Elva B said…

    ja eg skal lofa ad skoda bloggid titt meira. Vona ad bokin geri eitthvad gagn :) eg var ad skoda flug fra stansted til malmo tad kostar nakvaemlega ekki neitt tannig aetli eg komi ekki bara tann 9 . :) annars er bara allt fint af okkur af fretta erum i peru nuna i 3400 m haed tu matt svo allveg kommenta hja mer ef tu ert med tetta vael.

     
  • At 9:35 AM, Blogger Margret Silja said…

    jamm elskan min, hljómar vel með þann 9. Verð í e-m tímum en engin próf og að sjálfsögðu verður helgin frí, svo þið bara mætið á staðinn, hlakkar til! Með bloggið þitt þá er ég búin að leita mikið að þvi, tölvan var formöttuð svo allt hvarf.. en málinu hefur verið reddað þökk sé söndru, mun fylgjast með þér hér eftir:) Skemmtið ykkur vel, fariði varlega lömbin min!

     

Post a Comment

<< Home