.....?

Monday, January 17, 2005

Komin til baka heim/út

Jæja ég hafði það loksins heim í Lund eftir strembið ferðalag! Það varð rise and shine kl 4 að morgni eftir strembna djammhelgi með sænsku gestunum, beint í rútu á völlinn með mín ca 45 kg! Ég virðist aldrei ætla að læra að pakka þrátt fyrir að ég geri þetta minnst 4 sinnum á ári. En þetta varð til þess að ég þurfti að borga yfirvikt í fyrsta sinn (en aldeilis ekki að væri með of þungar töskur í fyrsta sinn) en það gekk ekkert að kreista fram minnsta flirt-bros til að sleppa í þetta sinn vegna þungans, enda enginn von.. þetta var kona á fimmtugsaldri allt annað en glaðleg! Ekki nóg með það að hun hafi rukkað mig morðfjár fyrir farangurinn þá tókst henni að klúðra einhverju með kvittunina svo ég var í mínum mestu makindum á röltinu úti vél þegar ég er kölluð upp í hátalarakerfinu og beðin um að koma uppí þjónustuver. Ég hugsaði eins og versti krimmi hvort ég ætti að láta mig hverfa eða gefa mig fram, svo var þetta alveg alsaklaust þurfti bara að skipta um miða við hana.
Það var ljúft að sjá það að herbergið mitt var alveg á sama stað og ég skildi við það þrátt fyrir storminn stóra sem reið yfir í jólafríinu (skildi nebbla eftir opinn gluggann).
Ég rak augun í þessa (já eða allir svíarnir bentu mér á) þessa fínu grein í Aftonbladet: http://www.aftonbladet.se/vss/nyheter/story/0,2789,589611,00.html hun fjallar semsagt hversu framarlega Íslendingar, og jafnframt aftarlega Svíarnir standa í kynlífinu, jah þrátt fyrir að Svíar hafi okkur í handbolta og fótbolta þá virðumst við nú eiga vinninginn í bólförum;)
Annars þá skellti ég mér til Köben um helgina, mini-skólamót með Ninu og Hildi (frá skólanum í Noregi) var mjög skemmtilegur hittingur. Komst að því að þetta er ótrúlega lítill heimur þar sem ég stóð í Strætóskýli kl 5 að morgni og Hlynur kunningi að heiman kemur allt í einu röltandi, svo daginn eftir ætluðum ég og Maggi bekkjarbróðir að mæla okkur mót þá var hann akkurat staddur í partýi einni blokk frá því þar sem ég var í partýi. Ekki nóg með það heldur rákumst við á bekkjarsystur okkar frá Noregi í röð á einn skemmtistaðinn og svo bjargaðist kvöldið þegar við gengum niður Strikið kl 5 aðfaranótt sunnudags og hittum á hóp Íslendinga sem voru að raula/garga lagið um hana Ninu;) (var semsagt árshátíð hjá starfsmönnum Lækjarbrekku..mjög hresst fólk)

Jæja, ef ég ætla ekki að sofa á fyrirlestrunum á morgun þá er betra að fara að leggjast með bók í hönd (voða gott að sofna yfir þeim;)



0 Comments:

Post a Comment

<< Home