.....?

Saturday, January 22, 2005

Það var geggjað veður í dag.. smá snjóþekja á jörðinni og skjannasól! Svo ég gat nottla ekki setið heima og lært (eins og helgin átti að vera) heldur tók ég smá bæjarrölt og svei mér þá ef ég er ekki farinn að bera þess merki að ég sé að verða gömul því ég fór sko ekki á útsölur að kaupa mér föt, heldur keypti ég mér glös! Annars þá er ég ekki enn farinn að læra þar sem ég fann uppá því að baka þegar ég kom heim og þar eftir breyta í herberginu mínu. Það er svosem ekki miklu hægt að breyta en mér tókst þó að víxla sjónvarpinu og sófaborðinu, jah og færa "far"tölvuna yfir á annað borð. Ætli morgundagurinn fari svo ekki í að pústla saman ca. 300 mydnum inní albúm og byrji svo að læra eftir kvöldmat.. þetta er alltaf eins hvað sem ég er ákveðin í því að drífa þetta af!

Nágranninn minn kom heim úr skíðaferðalagi í Frakklandi í kvöld.. hvorki meira né minna en með þríbrotinn hrygg!!! En sem betur fer fór þetta betur en á horfðist, hann getur labbað og allt svoleiðis með hjálp overdoze af verkjalyfjum. Ég er semsagt alveg hætt að væla hvað mér er illt í bakinu. Það var einn bjartur punktur við þetta allt saman, hann fékk að koma heim með leigubíl og flugi í stað 24 tíma rútuferðar.

Ég vaknaði geggjað rugluð í nótt, það var svoleiðis að ég stóð í miðju herberginu og var að tala í símann. Og ég er nú búinn að komast að því að þetta voru þær stöllur Ósk og Sigríður á línunni, en ég man bara að ég vaknaði þegar ég var kominn í símann og spurði hvort ég hefði hringt! Fynndið, en ég vona bara að ég hafi ekki sagt mikið áður en ég rankaði við mér, en það verður semsagt verkefni morgundagsins að komast að. En það er semsagt ekkert óalgengt að fá update af djamminu heima svona um 3 leitið þegar þær taka sig til hehe :o) En ég vona að þið hafið skemmt ykkur vel stelpur!

Góða nótt..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home