.....?

Sunday, January 30, 2005

Gangpartý

Það er búið að vera eftirpartý á flatsænginni minni í allan dag, helmingurinn af ganginum lá hérna eins og skötur í náttfötum á dýnulöggðu gólfinu og spiluðum manna tróðum í okkur nýbakaðri súkkulaði köku og afgangana af kjúklingasalatinu frá gærkvöldinu. En það var korridorsfest hér í gærkvöldi, Magnus (úr skólanum í Noregi) kom í heimsókn, mjög gaman. Við funndum uppá skemmtilegum leik (að okkur fannst allavega;) sem gekk útá það að safna öllum hurðum á ganginum inná mitt herbergi.. það er að segja að rífa þær allar af lömunum og bera þær inn til mín. Fyrir rest þá voru aðeins 10 hurðir inni hjá mér .. en þetta varð til þess að enginn gat verið antisocial og allir voru með;) Það besta var samt að fólk þurfti virkilega að finna rétta hurð þar sem væntanlega aðeins einn lykill gekk að hverri hurð. En það voru nú bara 3 efitr þegar ég vaknaði í morgun, svo flestir virðast hafa fundið sitt. Annas þá rifjuðum við upp æskuleiki svo sem Flöskustút og Sannleikann og Kontor. Við höfðum verið að hlægja að því fyrr um daginn hvað það heyrist mikið á milli herbergja hérna svo ég fékk það verkefni að banka hjá herberginu á hæðinni fyrir ofan mig mjög alvarleg á svipinn og biðja hann um að hafa lægra þegar hann stundar heimaleikfimi... Ég slapp fyrir horn þar sem hann var ekki heima;)

Annars þá tók ég miklum framförum í tölvukunnáttu minni í dag.. ég lærði að setja inn myndir á bloggið mitt, svo nú fer ég að verða dugleg að updata bæði í máli og mynd!

Dags að leggja sig

1 Comments:

  • At 3:01 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ hæ elskan!!! Takk fyrir Nínu söngin þú stendur þig vel að kenna þessum útlendingum þjóðsöng okkar:):)
    Djöfull eru þið klikkuð að taka allar hurðirnar af:) En það er gott að heyra að þú sért ekki eina manneskjan sem ert snar geðveik þarna:):) DJÓK. En það er nú eitthvað lítið í f´rettum hérna er eða á allavegana að vera í ensku hjá Birni M. en "er að gera verkefni á bókasafninu" :) alltaf gott að vera þar að gera ekki rassgat:). En bæ í bili elskan mín. Ástar og saknaðar kveðja SIV.

     

Post a Comment

<< Home