Budapest- Stockholm -Örebro
Jæja.. komin tími á að updata síðustu 3 vikur. Ég kom heim í gær og verð að viðurkenna að það var nú notalegt að koma til baka í litlu honuna. En vikurnar 3 voru hreint æði! Byrjuðum í Budapest í 3 daga.. reunion fílingur að hitta Lillu aftur. En hún guidaði okkur um bæði sögulega staði, kastala og byggingar og síðast en ekki síst shopping mollin í Budapest;) Budapest var rosalega falleg og við vorum mjög heppin med veður. En þvílikar götur.. manni varð bara illt í rassbeinunum (það litla sem ennþá stendur út úr) á því að bara að sitja í bíl niður í bæ. Malbikið var eins og götóttur ostur svo ég veit hvert ég á að fara ef ég verð atvinnulaus útskrifaður vega og vatna verkfræðingur;) En það var geggjað skrítið að þó að miðbær Budapestar væri mjög fallegur og snyrtilegur þá var eins og að koma í algert slum að koma í úthverfin og útá land, ljótur feitur varðhundur og girðing í kringum hvert einasta hús, niðurfallsleiðslur ofanjarðar og allt var svo grátt. Svo var mjög fínt og snyrtilegt svo fljótt sem maður kom í túristabæji, synd en svona er það. Frá Budapest lá leiðin í algert dekur og páska kræsingar heima hjá Lillu, svo í stuttu máli þá sváfum við að meðaltali 10 tíma á dag, átum geggjaðan kúlu-ís á hverjum degi, héldum heilasellunum við með yatzy og þess á milli skoðuðum fallega staði. En eftir eina og hálfa viku í Ungverjalandi var stefnan sett á Stockholm. Við vorum á fótum eldsprækar kl 3:15 og komnar á flugvöllinn kl hálf 6 og áttum flug kl hálf 7.. en nei á töflunni góðu stóð 00:30! Við vonuðumst til að þetta væri apríl gabb, en nei flugvélin var biluð og þeir biðu eftir varahlutum og aðeins 16 tíma seinkun! Það var vél á leið til Malmö eftir 5 mín en við áttum miða til Stockholms. Þegar þeir voru nýbúinir að fylla vélina til Malmö ætluðum við að checka okkur in til Stockholm og byrja að bíða þá kölluðu þeir að það væru örfá sæti laus til Malmö.. við á sprettinum útí vél, ég hef ekki verið svona stressuð á flugvelli síðan ég missti næstum af vélinni í Oslo fyrir nokkrum árum, húff!. En þetta allt saman þýddi 5 tíma lestarferð til Stockholms en blessaðist allt á endanum, ég rétt náði í rassgatið á Isabellu áður en hún stakk af til Noregs um kvöldið, frábært að hitta hana. Hún var nýkomin heim frá Perú, er búin að vera þar síðan í Sept, svo ég fékk svona mjúkar-perú-heimabuxur.. alger draumur! Svo hitti ég Fredrik líka þegar hann kom heim frá Sviss.. geggjað að hitta þau öll! Eins og venjulega þá var mikil ásókn í Ísl. Sírius súkkulaðið, en þar sem aðeins einn pakki var með í för hafði Isabell vinninginn, Freriki ekki til mikillar ánægju. En algert flash back að hitta Lillu og þau svo nú langar mig bara að fara í heimsókn til Flekke!
En við fórum líklegast á djammið eins og mesta sveitafólk í Stórborginni Stockhólmi sem heppnðist nú ekki verr en það að við komumst inná VIP lista bara með brosinu einu, haha það kom svo í ljós að þetta var svona privat fest fyrir eitthvað fatamerki.. svo það voru allir eins inni á staðnum.. jah nema við! Mér hefur sjaldan liðið eins öðruvísi en akkurat þarna haha;)
Sami hringurinn var gerður í Stockholmi.. allar helstu túrista stöðvarnar ásamt göngugötunum að sjálfsögðu. Ekkert smá fallegt borg, og við fengum alveg glansandi veður.
Oj það var ógeðslegt þegar við komum þá ætluðum við að byrja á smá bæjarrölti og allt í einu röltum við ínní hóp af löggum, blaðamönnum og ljósmyndurum undir einni brúnni og sáum svo í dagblaðiunu daginn eftir að þeir voru að hýfa upp plastpoka með niðurbrytjuðu líki! Þessi göngustígur vakti ekki mikla lukku á leiðinni heim úr bío þeger við horfðum á The Saw sem er líklega ógeðslegasta mynd sem ég hef séð!
Eftir 3 daga í Stockholmi fórum við heim til Hönnu í Örebro, í áframhaldandi afslöppun, en við byrjuðum nú á smá stafagöngu á morgnanna til að hrista af okkur köku og ísspik ferðarinnar. Alger snilld að systir hennar hafði tekið þátt í að setja upp Litlu Hryllingsbúðina svo þau áttu það á videó, svo ég fór í gegnum enn eitt flash backið síðan í 10. bekk haha, en eg verð nú að viðurkenna að þeirra var nú aðeins meira professional.
En nú er ljúfa lífið á enda.. og skólinn byrjaður. Annars þá er bara allt frábært að frétta, er komin með vinnu á verkfræðistofu heima á krók í sumar, vorið og góða veðrið er að gæjast fram hérna, ég tek fram stuttbuxurnar og sandalana bráðum;)
Bið að heilsa í bili... neyðist til að fara að versla.. ískápurinn er tómur og skeinisbréfið búið.. krísa!
*Kossar og knús til stóru systir.. til hamingju með 22ja ára afmælið;)
En við fórum líklegast á djammið eins og mesta sveitafólk í Stórborginni Stockhólmi sem heppnðist nú ekki verr en það að við komumst inná VIP lista bara með brosinu einu, haha það kom svo í ljós að þetta var svona privat fest fyrir eitthvað fatamerki.. svo það voru allir eins inni á staðnum.. jah nema við! Mér hefur sjaldan liðið eins öðruvísi en akkurat þarna haha;)
Sami hringurinn var gerður í Stockholmi.. allar helstu túrista stöðvarnar ásamt göngugötunum að sjálfsögðu. Ekkert smá fallegt borg, og við fengum alveg glansandi veður.
Oj það var ógeðslegt þegar við komum þá ætluðum við að byrja á smá bæjarrölti og allt í einu röltum við ínní hóp af löggum, blaðamönnum og ljósmyndurum undir einni brúnni og sáum svo í dagblaðiunu daginn eftir að þeir voru að hýfa upp plastpoka með niðurbrytjuðu líki! Þessi göngustígur vakti ekki mikla lukku á leiðinni heim úr bío þeger við horfðum á The Saw sem er líklega ógeðslegasta mynd sem ég hef séð!
Eftir 3 daga í Stockholmi fórum við heim til Hönnu í Örebro, í áframhaldandi afslöppun, en við byrjuðum nú á smá stafagöngu á morgnanna til að hrista af okkur köku og ísspik ferðarinnar. Alger snilld að systir hennar hafði tekið þátt í að setja upp Litlu Hryllingsbúðina svo þau áttu það á videó, svo ég fór í gegnum enn eitt flash backið síðan í 10. bekk haha, en eg verð nú að viðurkenna að þeirra var nú aðeins meira professional.
En nú er ljúfa lífið á enda.. og skólinn byrjaður. Annars þá er bara allt frábært að frétta, er komin með vinnu á verkfræðistofu heima á krók í sumar, vorið og góða veðrið er að gæjast fram hérna, ég tek fram stuttbuxurnar og sandalana bráðum;)
Bið að heilsa í bili... neyðist til að fara að versla.. ískápurinn er tómur og skeinisbréfið búið.. krísa!
*Kossar og knús til stóru systir.. til hamingju með 22ja ára afmælið;)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home