Sólbaðsveður
Þvílík blíða! Ég er búin að vera í sólbaði úti á svölum alla helgina og orðin þvílíkt sólbrennd og sæt.. samt meira sólbrennd en sæt, en þetta verður nú brúnt fyrir rest;) Vorið er allavega komið sem er allveg á við gott sumar heima við, og pils- og hlýrabola hæft í skjóli!
Við fórum út á Föstudaginn, vorum 8 sem fórum saman út að borða, svo bættist gangurinn hennar Hönnu við í millipartýinu, var mjög skemmtilegt. Svo voru það bara sólgleraugun og bókin það sem eftir var af helginni. Sofnaði kl 9 á laugardagskvöldið (það hefur ekki gerst frá því ég var í 2 bekk held ég, en ég var alveg búinn, skreið nú reyndar framúr við 11 og ætlaði að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna á netinu, en það virkaði ekki svo ég laggðist glöð uppí rúm aftur og svaf til næsta morguns, já nema það stutta símtal sem ég átti við Sigríði um 3 leitið þar sem hún var alveg eldspræk í höfuðborginni og ég giska helst á að Nina hafi verið á fóninum:)
Við unnum okkar annan bandí-leik í gær, hitt liðið mætti ekki, svo þetta var sjálfkrafa sigur 5-0.. en sigur er ávallt sigur!
Kvöldinu var slúttað með video, horfðum á Hide and Seek, þvílíkt ógeðsleg! Ég fékk meira að segja martröð í nótt (sem hefur líklega heldur ekki gerst frá því í 2. bekk) en ég þorði varla að sofna aftur, og leit á klukkuna skíthrædd og vonaði að hun væri ekki 02:06 (þeir sem hafa horft á myndina ná því) en haha mér leið eins og versta barni!
En næstu helgi erum við búin að skrá okkur til keppni í "teknologatorni" sem eru eins konar asnaleikar. Ég, Hanna, Stefan og Erik vinur hans og Kalli nágranni Hönnu erum saman í liði. Liðið mun bera nafnið "Korparna flyger" eða "Hrafnarnir fljúga" sem þykir voða sniðugt hér í landi þar sem hver einasti Svíi er tilneyddur til að horfa á þessa mynd í gagnfræðaskóla, og að sjálfsögðu taka þeir það fyrir víst að svona lifi íslendingar enn þann dag í dag!
Meðal greina eru sápudúkaboðhlaup, þar sem plastdúkur er þakinn með sápuvatni sem vill svo til að er mjög sleipt og markmiðið er að komast sem hraðast yfir dúkinn og til baka á meðan maður dripplar fótbolta og næsti maður tekur síðan við. Svo verður kassabílakappakstur í innkaupakerrum, bæði niður og upp brekkuna (pant ekki sitja í á niðurleiðinni!), hindrunarhlaup á "jätte-skíðum", skíðum sem allt liðið er á í einu og eigum að komast í gegnum allar hindranirnar og mín uppáhaldsgrein; kökuátskeppni.. sem gengur út á það að éta eins mikið af kökum áður en "pack-man" nær að klukka þig haha, svo er fullt af svipuðum vitleysiskeppnum og kvöldinu verður slúttað á kvöldmat og samfestingadjammi. Verður mjög skemmtileg helgi, og verður markmiðið vitanlega sett á verðlaunapall haha;)
En sólin og bækurnar bíða mín á svölunum.. er búin að setja á mig sólavörn eins og mamma sagði! Ciao
Við fórum út á Föstudaginn, vorum 8 sem fórum saman út að borða, svo bættist gangurinn hennar Hönnu við í millipartýinu, var mjög skemmtilegt. Svo voru það bara sólgleraugun og bókin það sem eftir var af helginni. Sofnaði kl 9 á laugardagskvöldið (það hefur ekki gerst frá því ég var í 2 bekk held ég, en ég var alveg búinn, skreið nú reyndar framúr við 11 og ætlaði að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna á netinu, en það virkaði ekki svo ég laggðist glöð uppí rúm aftur og svaf til næsta morguns, já nema það stutta símtal sem ég átti við Sigríði um 3 leitið þar sem hún var alveg eldspræk í höfuðborginni og ég giska helst á að Nina hafi verið á fóninum:)
Við unnum okkar annan bandí-leik í gær, hitt liðið mætti ekki, svo þetta var sjálfkrafa sigur 5-0.. en sigur er ávallt sigur!
Kvöldinu var slúttað með video, horfðum á Hide and Seek, þvílíkt ógeðsleg! Ég fékk meira að segja martröð í nótt (sem hefur líklega heldur ekki gerst frá því í 2. bekk) en ég þorði varla að sofna aftur, og leit á klukkuna skíthrædd og vonaði að hun væri ekki 02:06 (þeir sem hafa horft á myndina ná því) en haha mér leið eins og versta barni!
En næstu helgi erum við búin að skrá okkur til keppni í "teknologatorni" sem eru eins konar asnaleikar. Ég, Hanna, Stefan og Erik vinur hans og Kalli nágranni Hönnu erum saman í liði. Liðið mun bera nafnið "Korparna flyger" eða "Hrafnarnir fljúga" sem þykir voða sniðugt hér í landi þar sem hver einasti Svíi er tilneyddur til að horfa á þessa mynd í gagnfræðaskóla, og að sjálfsögðu taka þeir það fyrir víst að svona lifi íslendingar enn þann dag í dag!
Meðal greina eru sápudúkaboðhlaup, þar sem plastdúkur er þakinn með sápuvatni sem vill svo til að er mjög sleipt og markmiðið er að komast sem hraðast yfir dúkinn og til baka á meðan maður dripplar fótbolta og næsti maður tekur síðan við. Svo verður kassabílakappakstur í innkaupakerrum, bæði niður og upp brekkuna (pant ekki sitja í á niðurleiðinni!), hindrunarhlaup á "jätte-skíðum", skíðum sem allt liðið er á í einu og eigum að komast í gegnum allar hindranirnar og mín uppáhaldsgrein; kökuátskeppni.. sem gengur út á það að éta eins mikið af kökum áður en "pack-man" nær að klukka þig haha, svo er fullt af svipuðum vitleysiskeppnum og kvöldinu verður slúttað á kvöldmat og samfestingadjammi. Verður mjög skemmtileg helgi, og verður markmiðið vitanlega sett á verðlaunapall haha;)
En sólin og bækurnar bíða mín á svölunum.. er búin að setja á mig sólavörn eins og mamma sagði! Ciao
5 Comments:
At 6:23 AM, Anonymous said…
Hef eitt að segja við þig nafna...njóttu veðurblíðunnar því þú veist aldrei hvort hún verður horfin á morgun...er í fýlu við veðurguðina hér í Belgíu. Svo virðist sem góða veðrið sem var hérna hafi horfið norður á bóginn, ég vil fá það aftur takk! Kveðja Margrét
At 7:20 AM, Margret Silja said…
Sorry margret min.. það er komið til að vera;) vona bara að það haldi áfram norður á bóginn þegar við förum til Íslands!
At 6:54 AM, Anonymous said…
skulle bara se om det går o skriva en kommentar / hanna
At 7:19 AM, Anonymous said…
Så klart det går Hannus, men ta det på islänska nästa gång.. det fåt bli Nina i värsta fall;)
At 9:52 AM, Anonymous said…
MS það er eins gott að þú sért hætt við að hætta að borða kökur:) En 2 bekkur hefur verið agalegur fyrir þig greyið mitt:)
kv. SIV
Post a Comment
<< Home