.....?

Saturday, September 17, 2005

Pensilín og gratis pillur !

Umm sit og hef kósý kvöld með sjálfri mér með kertaljós að glápa á Imbann, nýbúin að taka til, skúraði allt og bónaði -það var sko kominn tími til. Sat og föndraði í allan dag.. læri á morgun.. eða held áfram að dútla mér og fer að sauma mér e-ð flott.
Annars þá gæti heilsan alveg verið betri.. eyddi morðfjár í lyf í gær, hef ekki tekið lyf í háa herrans tíð. En ég þurfti pensilín við hálsinum og notaði tækifærið og lét lækninn skrifa uppá nýtt asmatæki þar sem mitt var útrunnið árið 2003 og pilluna þar sem fjölnota reseftið heima var líka útrunnið. Þökk sé hversu ung ég er að ég fékk pilluna frítt haha, afgreiðslukonan spurði mig hvort ég vildi ekki bara fá allan árs-skammtinn núna þar sem pillan er frí hérna á Skáni þangað til maður verður 21 árs. Jæja svo það er í boði Svíaríkis að margret verður ekki ólétt næsta árið! Ég vildi að það sama hefði gilt um pensilínið og ventolínið.. en nei ég fékk sko að greiða 7 þús krónur fyrir það!

Þrátt fyrir heilsuleysið þá mætti ég á lokahófið í gær og fékk líklega besta mat sem ég hef fengið lengi! Reyktur lax með sætsósu og ristuðu brauði í forrétt, Svínalundir með sósu, fersku salati, ofnsteiktum kartöflum, gulrótum og brokkolíi í aðalrétt og æðislega ostaköku í eftirrétt..umm! Kvöldið byrjaði á Busaleikritinu, þau fóru alveg á kostum, svo var borðhaldið fram yfir miðnætti og ball langt frameftir morgni. Ég skemmti mér konunglega á matnum og gerði tilraun til að dansa en gafst fljótt upp og setti líklega met í því að fara á meðal þeirra fyrstu heim;)

Annars þá er ég búin að setja inn myndir af villunni minni inn í "myndir 2" svo nú getið þið sem ekki hafið heimsótt mig séð hvernig ég bý;) ég tek það fram að það er sko undantekning ef það er ekki svona fínt eins og á myndunum (blikk blikk..)

Jæja ég ætla að halda áfram að vorkenna sjálfri mér hvað mér er illt og fara bara að sofa. Hanna er sko ekki heima og allir hinir vinir mínir eru á djamminu ef ykkur finnst ég hljóma eins og mér leiðist haha.. góða nótt;)

3 Comments:

  • At 4:26 PM, Blogger Kristín Una said…

    Já, það eru ekki allar þjóðir jafn örlátar á pilluna og svíar vorir og Norsarar. Þeir fá sko líka að punga út fyrir mínum pillum blessaðir!
    Annars ser þetta bara nokkuð kósílegt út hjá þér þarna. Þvottakörfuna kannast ég eitthvað við en ég á samt flottara sturtuhengi;)
    Vona að heilsan fari að batna hjá þér svo þú getir nú farið að djamma almennilega að Margrétar sið, og jú auðvitað læra líka:)
    Kveðjur úr landi þeirra örlátu, vinstra megin:)

     
  • At 8:29 AM, Anonymous Anonymous said…

    hæhæ litla systir, ég verð nú að segja að þú komst mér á óvart hverstu fínnt herbergið var hjá þér og þér hefur greinilega farið fram í tiltektarhraða, samanber tímann sem það tók þig að taka til heima í herberginu þinu:) haha nei nei þetta er geggjað flott herbergi hjá þér og ég fer vonandi að koma fljótlega í heimsókn til þin. Kem næst þegar það kemur tilboð á Icelandexpress.
    Kveðja Helga Elísa

     
  • At 3:29 PM, Blogger Margret Silja said…

    Hva.. hefur þú enga trú á mér eða?? ;O) já en sumarið í sumarið var nottla alger undantekning, það var svo margt annað skemmtilegra að gera en að taka til. Ég er allavega búin að læra það að í næsta fríi þá bý ég bara í ferðatöskunni.. að pakka uppúr henni er bara til þess að eyða tíma í að pakka niður aftur!

     

Post a Comment

<< Home