.....?

Monday, September 05, 2005

Brúðkaup í vændum???

“Ég og þú, alla tíð, Spurning er og ég svarsins bíð...Ást mín er... “
....uss ég verð heldur betur að fara að læra að syngja og hita upp raddböndin, það var nefninlega engin önnur en hún okkar Ósk sem greip vöndinn í brúðkaupi um helgina!!! Við lofuðum hvor annari þegar við vorum litlar að við myndum syngja uppháhalds lagið okkar af Pott-Þétt ást disknum (haha) í brúðkaupinu hjá hvor annari, og þessi samningur stendur sko enn ;o) Ég er farin að svitna, ég kann ekki textann... ætli það fari að koma að þessu? Húsið, maðurinn og bíllinn eru komin...o-ó bara giftingin og börnin eftir... Ósk láttu mig vita í tíma, ég þarf að komast heim á klakann og hafa góðan tíma með stelpunum í skipulegningu á gæsapartý aldarinnar haha!

120 þús.króna ávísunar greiðandinn hefur ekkert haft samband við mig aftur, virðist vera skítt sama um þessa peninga, ég get alveg haldið þeim og lofa að leggja mig alla fram við iðkun þjóðlagahlustunar..en nei ætli ég setji ekki heiðarleikann í hámark á morgun og hringi og minni þá aftur á að þetta sé hjá mér í óskilum!

Hún Margrét fékk frekar skondið mail í dag -hún er beðin um að koma í útvarpsviðtal á morgun haha! Fréttamenn frá RÚV voru í reisu um Noreg og eru að vinna að þætti sem er m.a. um skólann minn í Noregi og fiskuðu mig uppi. Ég sagðist ætla að gera mitt besta í því að leggja mitt af mörkum við þetta allt saman (húff stress kast.. reyna að stama ekki.. rugla ekki saman tungumálum og segja bölvaða vitleysu) Þetta á sko eftir að vera í skondnari kantinum haha.

Annars þá er fullt að gera í skólanum, og að ógleymdu félagslífinu. Skóli 8-15 (og jafnvel 18 eins og í dag.. húff, ætti að vera bannað!), ræktin, heimavinnan, spjalla á skype, phadder fundir og hittingar, hanga með krökkunum, eyða tíma í ekki neitt, sitja úti í sólbaði, elda mat, djamma og læra um helgar.. af hverju er dagurinn ekki lengri? Annars er bara allt mjög gott að frétta:o)

Bekkurinn fór út á Föstudagskvöldið með öllum nýnemnunum. Fyrir Partý með Phadder-hópnum hjá Hönnu, matur á Sydskånska Nation, millipartý hjá Hönnu, lifandi tónlist á Sydskånska.. Hanna sýndi okkur sko hvernig á að gera Sigríði uppá sviði, hún spilaði hvorki meira né minna en 3 lög á hristikringlu með bandinu uppi á sviði og ég að missa mig á meðan í nettum hláturskrampa fyrir framan hana. Hreinasta snilld að djamm með þessum grúppíu vinkonum;)

Hlakka sko til að fara á gott Stuðmannaball (já eða bara Upplyftingu haha) með henni Sigríði minni þegar ég kem heim :)

2 Comments:

  • At 2:12 AM, Anonymous Anonymous said…

    ég er bara að kvitta fyrir komu mína, en margrét mín ég held að það sé ekki spurning. þú geymir peningana og gheldur svo svakalegt folkmusik party í nóvember með alvöru harmonikkuleikara og ölið mun fljóta um allt, það held ég nú!!!

     
  • At 4:19 AM, Anonymous Anonymous said…

    Tetta verdur natturlega svakalegt brudkaup hja henni osk:) Osk a natturlega eftir ad sla i gegn i tinu brudkaupi i saungnum. Biddu pabbi.... arrrg:)
    Geymdu tessa avisun og vid dettum bara i tad fyrir tennan pening um jolin:) Eg skal taka eina goda sigridi ta:)
    kv. Sigridur inga.

     

Post a Comment

<< Home