.....?

Monday, August 29, 2005

Tillbaka till Sverige...

Jæja, ég lenti í Kaupmannahöfn í kvöld, þar skildust leiðir okkar Hildar, og lá leið mín yfir brúnna í litlu holuna mína á uppá Delphi í Lundi. Komst lokst heim á 3ju hæð lafmóð eftir töskuburðinn (... var að sjálfsögðu með yfirvikt!!) opnaði hurðina.. og ekki vantaði æðislegu lyktina inn í herbergið sem tekur ávallt á móti manni þegar maður kemur til baka eftir nokkurra vikna frí.. næst skil ég sko vatnið eftir rennandi inná baði og gluggana opna!!! Svo var ekkert til í ískápnum, kvöldmaturinn var frosið soðbrauð úr frysti með smjöri... alger veisla! En yfir í betri tóna þá var 20 stiga hiti hér í kvöld kl 10, svo hér er enn sól og sumar, annað ein heima þar sem var kominn vetur og snjór niður í miðjar hlíðar 25. ágúst.. prrrr.

Heimsóknin hennar Hildar var ROSSSSALEGA skemmtileg (eins og hún hefði borið það fram með færeyskri áherslu;)
Hún lenti á Þriðjudaginn, skoðaði sig aðeins um í stórborginni og stefndi á flug norður seinnipartinn, en eftir að fluginu hafði verið seinkað 3 x gafst hún upp og endaði með því að koma norður með Helgu um köldið. Betra var seint en aldrei i alla fall!
Á Miðvikudeginum lá leið okkar í Austur í Eyjafjörð og nágrenni. Kíktum við á Reðasafnið á Húsavík.. þarna voru typpalingar í öllum heimsins stærðum og gerðum, litum og lögun, og verð ég að viðurkenna að margir hverjir ekkert sérstaklega geðslegir, en má segja að þetta hafið verið fróðleg sýn... maður hreinlega spyr sig hvað þurfi að fara fram í kollinum á manneskju sem ákveður að koma svona safni á stofn??? Og hvað þá þeim sem hefur gefið út gjafabréf uppá sitt eigið kvikindi? En sá fróðleikur að svínstyppi séu raunverulega snúin var staðfestur þennan dag.. skondið! En við komum nú ekki bara við á typpasafninu, heldur skoðuðum við Hvalasafnið á Húsavík líka, en ég lagði ekki í hvalaskoðun með Færeyjing, enda eru þeir meria fyrir að drepa þessi blessuðu dýr en skoða þau.
Ísbúðin Brynja var efst á listanum þegar komið var á Akureyri í “blíðunni” en veðrið leyfði varla göngutúr um bæinn svo við þeyttumst bara um bæinn þveran og endilangan á Törtles og enduðum síðan ferðina í sundi heima á Krók.

Fimmtudagurinn var KALDUR dagur! Við létum slagviðrið ekki stoppa okkur í að fara í smá göngutúr um bæinn, eða reyndar jú.. við komumst ekki nema svona 1 km þegar við vorum orðnar gegnsósa svo við stálum jeppanum hjá pabba á miðri leið. Hituðum okkur yfir heitum súkkulaðibolla á Kaffi Krók. Seinnipartinn fórum við, Ósk og Ingvi í Grettislaug, þrátt fyrir að snjórinn í fjöllunum væri nánast komin niður að laug. En bölvaða laugin var ÍsKÖLD! Við rétt hoppuðum ofaní og komumst upp aftur. Þetta var semsagt mín allra sneggsta heimsókn í laugina! Um kvöldið var spilakvöld með Ósk í fararbroddi í brandarasögnum, hún á það til að missa sig alveg við stofuborðið heima;)
Hún mamma var nottla alveg æðisleg alla vikuna og eldaði ofaní okkur og bakaði kræsingar svo að það hefði verið hægt að rúlla okkur út úr húsinu..

Á Föstudaginn lá leið okkar suður í góða veðrið og nánast beint á skrallið. Við klifum þó eitt fjall á leiðinni suður (tja eða.. skokkuðum uppá gíginn Grábrók;) Á Laugardeginum tók við svo við meira djamm... við fengum selskap af Helgu og Bjarna, Ragga og Margréti Huld og skemmtum okkur konunglega! (þrátt fyrir að þeir hafi ekki spilað Nínu fyrir okkur á HverfisbarnumL ) Það var geggjað veður á Laugardaginn svo við skelltum okkur ég, Hildur, Helga og Bjarni okkur á Esjuna eins og svona 200 aðrir sem við mættum á leiðinni upp. Formið var svo gott að ég var alveg við það að gefast upp á miðri leið og ætlaði að leggja mig frekar útí rjóðri (ég hefði gert það samviskulast þar sem ég hafði komist á toppinn nokkrum vikum áður) en þegar ég gekk framhjá níræðri konu með hækjur á leiðinni upp þá snérist mér hugur eins og skot og rauk á toppinn!

Sunnudagurinn fór í algera afslöppun, byrjuðum á því að fara á körfuboltaleik, gerðum okkur svo klárar á Skauta, en sú ferð endaði á kaffihúsi á Laugarveginum þar sem skautahöllin var harðlæst. Seinnipartinn skelltum við okkur svo í Bláa lónið ásamt Ragga, og enduðum þá ferð með heimsókn til ömmu og afa í Keflavík. Hún amma klikkar náttúrulega ekki á hressileikanum frekar en fyrri daginn og fór alveg á kostum;)

Mánudagurinn fór í það að sofa út (enda alveg búar á því eftir skrall helgarinnar) klára að pakka, pínu búðarráp og kveðjustund.....

Í heildina var þetta semsagt alveg afbragðs vika!

Ótrúlegt en satt þá fer mér heldur betur fram í afmælisdögunum þar sem ég mundi bara eftir Sigríði, Elvu og Ásdísi Jónu sem eiga afmæli 3 daga í röð, en eitt árið tókst mér að gleyma þeim öllum og þrátt fyrir að hafa talað við Sigríði á afmælisdaginn og hún þurfti að minna mig á það sjálf viku seinna! Erum við að tala um glataða vinkonu?? En ég get nú bætt mál mitt með því að ég var búin að redda afmælisgjöf áður en ég fór út!

Annars þá er komið að heilsuátaki í mínu lífi og er ræktin komin í prógrammið strax í fyrramálið. Ég, Hanna og Jenný ætlum að byrja önnina með stæl og fara í morgunpassa í gympa með stöng en það er bara frí í skólanum á morgun svo ég næ að vinna upp það sem ég skrópaði í í dag. En heilsuræktin ætti helst að vera í prógramminu 2svar á dag hér eftir, við sjáum til hvað dugnaðurinn endist lengi;)

Að sjálfsögðu ekki byrjuð að taka uppúr töskum, en byrjuð á öllu öðru og meira að segja búin að takast að rusla til. Svo ég ætla að drífa mig í háttinn og safna orku í upp-pakkningu morgundagsins,

Sakna ykkar allra... Margrét

2 Comments:

  • At 9:09 AM, Anonymous Anonymous said…

    Heyrðu margrét mín, það kallar enginn hann Sigga Hjartar rugludall, einn besti kennarinn sem var í MH skal ég segja þér! Samt soldið skrítð að vilja láta skera af sér lillann þegar hann deyr, en hey! hvað gerir fólk ekki fyrir frægðina!
    Bið annars bara að heilsa þér úti í svíþjóð, er farin að sakna þín strax! :*

     
  • At 10:43 AM, Blogger Margret Silja said…

    En Anna hugsaðu þér ef það fynndist líf eftir þetta líf.. þá vildi ég sko ekki vera hann(eða allavega ekki vilja vera með honum haha) En ég er sko ekkert hissa á því að þér hafi funndist þessi maður vera uppáhalds kennarinn..humm litli dóni!

    Sakna þín líka! koddu í heimsókn

     

Post a Comment

<< Home