.....?

Saturday, June 18, 2005

Komin heim...

Jæja, komin heim á klakann og farinn að vinna, slappa af og njóta lífsins! Kom reyndar heim fyrir 2 vikum... en betra er að updata seinna en aldrei (finnst ekkert svo langt síðan ég kom þar sem ég er ekki ennþá búin að taka uppúr töskum).
Ég er að vinna á Verkfræðistofunni STOÐ og líkar alveg frábærlega.. get ekki sagt að ég kunni mikið en ég læri. Er að vinna mest í svona landupplýsingakerfi í einhverju forriti sem ég hef aldrei séð áður að vinna í gagnagrunni fyrir hitaveitu skagafjarðar.. mjög spennandi:)
Mamma, pabbi og Ingvi komu í heimsókn til mín út síðustu vikuna áður en ég kom heim. Við keryðum um Skán þveran og endilangan svo ég get allavega sagt að ég hafi séð eitthvað meira en Lund, skólann og skemmtistaðina í kring þar sem ég er nú búin að búa þarna í ár.

Það er móturhjólamót hérna á króknum um helgina... og við erum að tala um sjúkt flott hjól í hundraða tali. Ég er að deyja mig langar svo að prófa... en nei, mömmu tókst nú að skemmileggja gamla hjólið hans pabba, og nýja hjólið hans er svo stórt að það kæmist ekki á milli lappanna á mér .. en að sjálfsögðu reddar litli bróðir málunum og lánaði mér skellinöðruna sína! Haha það var svona hópreið frá Varmahlíð á fimmtudagskvöldinu, mörghundruð hjóla röð af ógeðslega flottum hjólum.. ég var alvarlega að spá í að slást í för á litlu nöðrunni, hefði verið töff. Hef heyrt sögur af því að hún komist upp í 65 hvorki meira né minna!!!
Svo var spirnu-keppni í dag á racer-hjólum, og seinna drullu-sprinu keppni á crossurum sem var geggjað kúl og ógeðslega drullugt! Það var bara ein kona að keppa, ég skildi ekkert í Ósk að keppa á móti henni þar sem hún er nú nýbakaður crossaraeigandi og meira að segja komi með próf:)

Annars þá er Spjaldveig hennar Óskar búin að eignast þríbura.. ég er búin að ættleiða einn (en hann verður í umsjá Óskar) en ég hef tekið að mér að gefa honum/henni nafn.. bíð ennþá eftir kynjagreiningu. En við erum að tala um að hann er alveg eins og Tommi í Tomma & Jenna. En það er ekkert kúl að skíra bara Tommi.. svo er að hugsa um að skíra hann bara Tommi & Jenni. Það getur nottla ekkert orðið asnalegra en kettirnir hennar heita nú þegar.. Spjaldveig og Ormar!

Það er fullt um að vera í bænum um helgina.. endalaust djamm. Fór út á Fimmtudaginn, Smack var að spila á barnum, ég skemmti mér konunglega, hitti fullt af fólki. Ég stóð mig ekki alveg jafn vel í gær.. ég var komin heim kl 2 .. og það a undan mömmu og pabba. Það er sko alveg greinilegt að hana Sigrðíði vantar í bæjinn til að draga mann af stað á skrallið;) En hún lífgar upp 900 manna eyjuna á Ítalíu í staðinn. En það stefnir allt í annað hvort Atómstöðina á barnum í kvöld eða stórdansleik með Von í Reiðhöllinni.

Jæja kominn matur.. aftur.. mér finnst ég alltaf vera að éta hérna heima! En gefiði mér endilega hugmynd um gott nafn á "litla barnið mitt" ef það kæmi nú í ljós að það yrði kona.. það kemur alveg til greina að ég skíri það í höfuðið á einhverjum ef þið biðjið fallega:)

1 Comments:

  • At 12:34 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ og velkomin heim.
    Hvernig er svo að vera í skóla þarna úti og hvernig hefur þér gengið ?
    Ert náttúrulega að rúlla þessu upp eins og öllu er það ekki ? ;)

     

Post a Comment

<< Home