.....?

Sunday, May 08, 2005

Í fríi...

Jæja tveggja vikna updatið hérna, en það er búið að vera meira en nóg að gera síðustu 2 vikur. Amma og Ella komu á föstudeginum fyrir viku, ég er ánægð með þá gömlu að drífa sig... það eru sko ekki allir sem eiga ömmu á áttræðisaldri sem heimsækir barnabarnið sitt til útlanda;) Þær hittu á helgi sem er eins og verslunarmannahelgi í Eyjum hérna í Lundi, haha frekar fynndið. En Fredrik kom akkurat í heimsókn sömu helgi og svo kom John á laugardeginum sem ég hef ekki hitt í meira en ár (UWC fólk) svo það var brjálað að gera að reyna að hitta alla!
En þessi Valborg hátíð er alltaf daginn fyrir 1sta Mai, þá safnast ca 17 þús nemendur saman niðri í Statsparkinum hérna niðri í bæ um kl hálf 10 um morguninn með sólstóla, picknick, bjór og grill og djamma frameftir degi. Ég lét okkur sko ekki vanta og mætti með föðursystur og ömmu og setti þar með aldursmetið í garðinum;) En ég held að þær hafi bara haft gaman að haha, gangfélagar mínir biðu spenntir eftir okkur og ætluðu svo sannarlega að bjóða ömmu uppá bjór, en við funndum þau aldrei. Ég held að Ella hafi alveg bráðnað yfir hvað sænskir strákar voru myndarlegir í sér. Strákarnir á ganginum hjá mér voru með matreiðslubæknurnar í höndunum frá því að þær komu og héldu áfram langt fram á nótt að gera paj, baka kökur, útbúa pastasallat og grillkjöt fyrir morgundaginn alveg þvílkíkt duglegir!
En á laugardagskvöldið fórum við út að borða á Gräddhyllan og fengum alveg hrikalega góðar hjartarlundir. Sátum og spjölluðum og settumst síðan úti (það er svo gott veður hérna í Lundi að það er hægt að sitja úti á kvöldið meira að segja;) Svo var vaktaskipti og ég fór og hitti John, Fredrik og ganginn minn og dansaði langt fram á nótt og var svo mætt uppá hótel til Ellu og Ömmu um 10 leitið alveg eldspræk. En þær héldu leið sinni áfram til Kaupmannahafnar sennipart Sunnudags. Svo í heildina held ég að mér hafi bara tekist að pústla helginni vel saman, það var alveg frábær fá þær í heimsók og að hitta John og Fredrik eldhressa:)
Síðasta vika var stutt í skólanum, bara frá mán til mið. en hérna er föstudagurinn frí líka, þvílikt ljúft! Hittusmt nokkur á miðvikudagskv og spiluðum svona spil eins og "party og co" þvílíkt gaman. Það var æðislegt verður á fimmtudeginum svo það var sólbað á svölunum allan daginn, bökuðum okkur köku og spiluðum kubb, lærði og svo horfðum við á sænskan smell um kvöldið. Fynnið með þessar sænsku myndir, þær eru alveg jafn vitlausar og þær íslensku! Á föstudaginn unnum ég og Mattias á einum nemendaklúbbinum allan daginn frá 2 til 11 um kvöldið en vinkona hans er yfirmaður þar svo við vorum 4 og elduðum 3ja rétta máltíð fyrir 50 manns. Gerðum snittur og laxapaté í förrétt, nautalundir með rjómalagaðri mangósósu og ofnsteiktu grænmeti og kartöflum í aðalrétt og alveg hrikalega óhollt en ógeðslega gott karamellu paj með vanilluís í eftirrétt. Ummm svo fengum við að sjálfsöfðu að borða og djamma frítt þar um kvöldið, en það var live danskt reggie-band að spila svo við skemmtum okkur alveg konunglega. Kvöldið enduðum við með náttfatapartýi heima hjá mér, ég, karin og mattias settum allar dýnur inni herbergið mitt og sváfum þar. Laugardagurinn var mjög menningarlegur, eftir lærdóminn þá skelltum við okkur nokkur á sinfoníutónleika, svo fannst okkur flatsænging heima freistandi (þar sem ég var að sjálfsögðu ekki búin að taka til) svo við leigðum okkur mynd; "Beyond Borders" sem mér fannst mjög góð. Seinna um kvöldið hrutum við öll í kór hérna og ég svaf þangað til í morgun, þau hentu bara yfir mig sæng og skildu mig eftir á gólfinu þegar þau vöknuðu. En eftir hreyfingaleysi helgarinnar skellti ég mer í 10 km hlaupatúr, þvoði öll fötin mín og er komin með mekanikina fyrir framan mig og fer að koma mér í gírinn:)
En með myndirnar Sigríður.. það gengur eitthvað erfiðlega hjá mér, en svo hugsaði ég að ég fer nú að koma heim svo ég sýni henni þær bara þá;) ... EN NEI.. við hittumst næstu jól!
Jæja kominn tími til að gera eitthvað.. ég verð líklega byrjuð í prófum næst þegar ég man eftir því að updata.. já og þið heima einmitt búin í prófum fyrir einhverjum vikum síðan þá geri ég ráð fyrir og ég að deyja úr öfundsýki haha;) nei ég get sólað mig þangað til, bless í bili.. ms

1 Comments:

  • At 4:49 AM, Anonymous Anonymous said…

    sæl litla systir, ég held að amma hafi haft geggjað gott af þessari heimsókn til þín og afi líka:) allaveganna voru þau í banastuði þegar ég fór í heimsókn til þeirra. Ég held að amma hafi fílað sig ein og 17 ára þarna á útihátðinni:) En annars er allt gott að frétta af mér, komin á gamla vinnustaðinn þinn, og allir að spyrja um þig og hvenær þú komir heim..sem væri mjög gott að vita svo ég geti svarað þeim. En hafðu það nú gott þarna úti... ætla að fara að gera eitthvað hérna í vinnunni:)

     

Post a Comment

<< Home