.....?

Saturday, May 21, 2005

Reunions í röðum..

Jæja vegna pressu af stóru systur um frekari upplýsingar um ferðir mínar þá mun ég hérmeð gefa þær upplýsingar upp tileinkaðar minni kæru systur sem sá sér loksins fært eftir tæpt ár að skrifa mér komment á þetta blog og er ég henni mjög þakklát haha;) en ég lendi á klakanum laugardagskvöldið þann 4. juni og verð komin norður í sæluna sunnudaginn 5. reikna ég med. En Helga þú skilar bara kveðju frá mér til fyrrum samstarfsmanna minna;)
En héðan er annars allt gott að frétta, er í þessu að sökkva mer í prófalestur, enda kominn tími til. Ég tók mér þó smá pásu í gær og skellti mér til Köben og hitti Ósk en hún er í hinu árlega skólaferðalagi 10. bekkjar í 3ja sinn, en að vinna í síðustu 2 haha. Þetta var alger snilld, það fyrsta sem blasti við mér þegar ég gekk inná strikið voru svartar og skærbleikar Grettispeysur sem fóru ekki fram hjá neinum. Mér leið virkilega eins og ég hefði verið þarna í gær, þrátt fyrir að það séu heil 5 ár síðan, en það voru sama kennaragrúppan og sama prógrammið og meira að segja borðað á sama burger-king staðnum;)
Við skelltum okkur í Tívoli, ég og Ósk misstum okkur alveg og fórum í öll tækin og ég hélt að Ósk mydni deyja í turninum að vanda, en það féllu engin tár í þetta sinn! En dagurin í gær var eitt stórt skólamót i Köben. Fyrst ósk og allt kennara liðið, svo komu Maggi Freyr, Siggi Biggi og Pétur í Tívoli. Seinna um kvöldið mælti ég mér mót við Magnus (UWC) og við skelltum okkur á kaffihús og svo heilsuðum við uppá Emil skólafélaga okkar. Svo toppaðist dagurinn þegar ég var á leiðinni uppá lestarstöð og mætti Ditte fyrir algera tilviljun útá götu, hrein snilld!
Um síðustu helgi kom Nína í heimsókn, en hún er nýkomin heim frá USA í sumarfrí. Við höfðum skemmtilega helgi, en við á ganginum byrjuðum kvölið á brännbolta, svo grilluðum við saman og fórum svo á skrall hérna á nemendagörðunum við hliðiá og enduðum kvöldið heima með kariokie.
En nú er kominn tími á bækurnar, þar sem ég mun verða að taka mér pásu fyrir Eurovision í kvöld þrátt fyrir gríðarleg vonbrigði eftir fimmtudaginn þar sem Svíarnir voru meria að segja búnir að spá Íslandi sigri i undnkeppninni! en þar sem ég hef ekki misst af neinni keppni þá ber mér skilda setja mig niður og heja á mitt "heimaland", þó er ég að hugsa um að svíkja lit og halda með Danmörku sem mér fannst alveg frábærir!
Uss svo eru bara 2 vikur þangað til ég kem heim og rúm vika þangað til hela familian kemur í hús, hlakka til;)

En skemmtið ykkur öll vel yfir Eurovision, vona að þið sem heima sitjið gefið ykkar atkvæði til Svíþjóðar svo það verði eitthvað til að gleðjast yfir þennan laugardaginn, já og ég þakka sigríði fyrir sinn þátt í Eurovision hátíðarhöldunum þar sem hún söng Ninu alveg gullfallega en þó ótrúlega seint í þetta sinn, í morgun kl 7;)

Sjáumst bráðum, ms

1 Comments:

  • At 11:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    HÆ MARGRÉT..

     

Post a Comment

<< Home