.....?

Monday, June 27, 2005

Enginn er verri þótt hann vökni

Uss hvað ég er búin að vera dugleg, afrekaði einn fjallstindinn í safnið á Föstudaginn. Elva kom í heimsókn og við lögðum út í þokuna og rigninguna og gengum á Molduxann (hugsaði nottla um gamla góða orðtakið hennar Óskar að enginn er verri þótt hann vökni!). Margrét G og Nepali sem er úr skólanum mínum í Noregi (vinkona Kristínar Unu) komu með okkur. Þetta var þrælgaman, maður ætti endilega að gera þetta oftar! Eftir hollustuna fórum ég og Elva nú á "djammið".. já eða það var planið.... en nei það vorum við einar með trúbadornum Ómari á Kaffi Krók! Það var þvílíkt dautt, en komumst svo reyndar að því að "tónleikarnir" með stuðmönnum voru víst bara hörku sveitaball eins og gengur og gerist í Miðgarði, var víst ódýrara að auglýsa þetta sem tónleika.. enda á tónleikahald mikið betur við svona glæný "menningarhús" svo við misstum af því. En skemmtum okkur alveg konunglega í fjölmenninu á KK;) En hvað er málið eiginlega með að gera öll sveitaballahús héraðsins upptæk.. Bifröst er orðið lokað Bíó og Miðgarður menningarhús jah og ætli sundlaugin á Steinstöðum verði ekki bráðum stækkuð og gerð innilaug inní félagsheimilinu! Það er svei mér þá komin tími á Ríkarð 2005 í Húnaveri:)

En aftur að börnunum mínum.. eins og ég sagði síðast þá mátti ég skíra kettlingana hennar óskar. Og örstutta umhugsun var ég búin að skíra þann gráa Tommi & Jenni (gerði ráð fyir að hann væri tvíklofinn persónuleiki) og þann svarta Batman. Það var aðeins verra þegar hann grái var hún! humm ég hugsaði mig lengi um.. og datt í hug Gunilla Tomsen, alveg hreint gullið nafn!
Þegar ég sagði sænskum vini mínum að sá þriðji héti Ormur, þá fannst honum það nú soldið eins og að skíra kú fugl.. það er nú reyndar nokkuð til í því!

Og viti men.. það kom sól í dag.. og 20 stiga hiti! hvað er að gerast, það er aldrei að vita nema maður taki upp sólgreraugun og stuttbuxurnar á morgun!
En nú er komin háttatími fyrir vinnandi fólk, gonatt

1 Comments:

  • At 3:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vaknaði morguninn eftir með þessa feitu strengi í rassinum...en eru það ekki ,,bestu" strengirnir sem hægt er að fá? Þá veit maður allavega af vöðvunum þarna...takk fyrir síðast;) Kv. Margrét

     

Post a Comment

<< Home