.....?

Monday, August 22, 2005

To-Do Listi...

Streeezzzss... er að fara út eftir viku og er ekki búin að gera allt sem ég é eftir að gera og Hildur er að koma á morgun (vííí) svo ég er ekkert að fara að gera allt sem ég á eftir að gera..!

- Pakka.. öllum 30 kílóunum sem ég kom með heim í vor + skíðin og allt dótið sem ég gleymdi að taka með mér um jólin og haustið þar á undan...

- klára öll verkefnin í vinnunni helst í gær.... ætla helst að hætta á miðvikudagsmorgun

- taka til, allavega svo það sjáist í gólfið í herberginu áður en gesturinn kemur...

- klára að lesa Gatans Barn sem ég byrjaði á um páskana til þess að halda við sænskunni...

-fara út að hlaupa og synda helst 3 vikur aftur í tímann..

...jáh og alla smáhlutina sem ég ætlaði að dýfa af áður en ég færi út aftur, sem sagt í stuttu máli... þá er ég BARA búin að hafa það gott í sumar og slappa af og njóta lífsins (fyrir utan fjöllin 5 sem ég kleif, því þá var ég sko dugleg;)

En þetta blessast allt saman, ég er nýbúinn að sletta 6 ostakökum í form, ætla að fara með í vinnuna til að kveðja eftir sumarið og restina ætla ég að gefa mömmu gömlu ef ske kynni að forsetinn eða aðrir ærði menn kíktu skyndilega í kaffi til hennar heh!

Ég skellti mér á menningarnótt um helgina, já eða það má kannski kalla þetta ómenningarnótt. Maður fer varla að þora út þarna í þessari blessuðu stórborg, ég myndi allavega ekki þora með henni Nínu minni þangað ef hún væri uppá sitt besta í að fíflast í ókunnugu fólki, svo ég vitni nú í góðan frasa sem hún fékk einu sinni að heyra "one day, you´re gonna piss off the wrong person!" sem ég held að sé alveg dagsatt.
En Helga lenti í miðjum látunum á Lækjartorginu uppúr miðnætti, hún lýsti þessu eins og skrúðgöngu sem var leidd af 8 lögreglumönnum og allir tóku þátt... eini munurinn frá þessum hefðbundnu var sá að allir hlupu! Skondin svona skrúðganga á hraðspól.
En ég komst nú heil á húfi frá þessu öllu saman enda skemmti ég mér nu alltaf á svo sómasamlegan hátt eins og þið vitið;) En ég skemmti mér allavega alveg konunglega, og vitiði hvað... þeir spiluðu NINU fyirir okkur á Hverfisbarnum, báðum örugglega bara 5 sinnum um það sem óskalag haha, ég var sko ekkert lítið sátt og bjallaði nú í hana hönnu til Svíþjóðar og leyfði henni að hlusta í beinni og söng hátt með:) (svo skemmdi það nú ekki fyrir að ég sá Eyjólf Kristjánsson sjálfan fyr um kvöldið, ég hefði kannski átt að hringja í Sigríði og sagst hafa séð eitt af átrúnaðargoðunum okkar, ekki "næstum því séð" eins og um síðustu helgi..;)
Það næst besta sem gerðist var líklega þegar ég labbaði á staur í mannþrönginni svo það missti enginn af því! Ég var svo upptekin að gera grín af einhverri konu sem var að labba framhjá þvílíkt áköf að laga hárið á manninum sínum á hraðri göngu, svo ég var minnt á að það á ekki að gera grín af öðrum!
Ég var líka næstum því búin að rústa Ragga í körfubolta, en þorði sko heldur betur í leik og vorum við lögð af stað þegar það kom þessi litla rigning svo leiknum var frestað. Ég tók þessu vitanlega sem unnum leik, enda á ég mér langan og góðan körfuboltaferil að baki (blikk blikk)
Af henni Sigríði, þá er hún að gera það gott, sérstaklega í því að bræða þrítuga heita Ítala uppúr skónum á sólarströndum Usticu (góð saga á blogginu hennar)! Ég hlakka svo til að fá hana heim, sjáumst ekki fyr en um jólin... !

En sú argasta snilld gerðist svo í dag að Anna Margret opnaði blog-síðu, mér til mikillar lukku þar sem ég kem þá ekki til með að missa af neinum gullmolum sem upp úr henni koma á meðan ég er stödd í útlandinu, en það kemur fyrir að hlátursefninu hreinlega rignir út úr henni;) Ég fékk líka að vera númer 1. á linka listanum hennar, ég er mjög sátt Anna!!

En tími til komin til moka út úr herberginu, og gera allt klárt, svo sæki ég Hildi seinnipartinn á morgun;)

Bæ í bíli...

4 Comments:

  • At 1:50 PM, Anonymous Anonymous said…

    Á ég séns í þig í körfu. Tjaaa, Ma bara hreinlega spyr sig!!! Annars var ég bara feginn að ekki varð af þessum umrædda leik. Ástæðan er einföld, þú kannt greinilega að undirbúa þig andlega fyrir svona kappleik. Satt besta segja var hugafarið hjá þér orðið þannig að ég hafði það á tilfinningunni að við hefðum þurft að hafa einhvern færan dómara í bardagaíþróttum til að dæma þennan leik, hehe ;)

    Later

     
  • At 3:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei Ragnar minn tu att ekki sens i margreti i korfu. Hun er svakaleg i tessum bardadabolta:) Eg get svo sem tekid ad mer ad vera domari i tessum leik veit ekkert skemmtilegra en ad horfa a MS i korfu:)
    En margret eg er nu bara half modgud ad tu hafir ekki hringt i mig og sungid Ninu fyrir mig.
    Tad er alltaf sami dugnadurinn i ter ad baka. En tad verdur nu ekki sagt tad sama um tig tegar tad kemur ad tvi ad taka til i tessu blessada herbergi tinu. Eg er nu alveg viss um tad ad tu ert ekki einu sinni buin ad taka upp ur toskuni sidan tu komst heim tannig ad tad verdur kannski ekkert mal ad henda ofan i hana aftur:)
    Annars er bara allt gott ad fretta af Usticu. Heg tvi midur ekkert nad ad heilla fleiri 30 ara gaura uppur skonum:)
    kv. Sigridur Inga V.

     
  • At 4:24 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já Sigríður mín óskaplega hlítur þú að þekkja mig vel með að pakka niður, ég fer best í tösku enda alltaf á farands fæti;)
    Og Ragnar .. að sjálfsögðu tek ég þig í körfu!! Sigríður hefur alla trú á mér, hehe (nema að þið lesið á milli línanna...) en í sundi hef ég allavega rústað honum, svo það er ennþá 1-0 þar til hann þorir í leik:)
    Sigríður, ég hlakka til jólanna út af þér, þú ert svona jólasveinn í mínum augum.. sjáumst! ms

     
  • At 3:17 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sigríður mín, þú ert ráðin sem bardagadómari svo framalega að heiðarleiki og ýtrasta sanngirnis sé í dómgæslunni (enga heimadómgæslu)..... Herru, annars bið ég að heilsa öllum Fabionum á Ítalíu ;)

    Usssss, sundkeppnin........ Ég verð að lýsa henni aðeins!!
    Ákveðið var að taka 1 X 50 metra skriðsund. Okay, Margrét hafði vissar efasemdir hvort bikiníið myndi halda út þessa keppni, því ákvað hún að binda rembishnút á bikiníið og þar með var hún klár í sundsprettinn (alltaf sama keppnisskapið í henni) hehe :) Þá hófst keppnin.
    Ég tók forustuna og var meira að segja dágóðum spotta á undan henni en þá kom babb í bátinn hjá mér, ég átti í gríðalegum erfiðleikum með öndunina og ekki hjálpaði bölvaða tyggjóið sem ég var með í kjaftinum. Við þessa erfiðleika dró Margrét heldur betur á mig og var að sigla fram úr mér, en keppnisskapið dreif mig áfram og er ég nokkuð viss um að ég andaði ekkert síðustu 10 metrana. En vegna reynsluleysis hjá mér varð tapið mitt :/

    Ég hef örugglega aldrei verið eins nálægt því að drukkna á ævinni :)

    Jamm Margrét, ég á harma að hefna, þannig að ég er til í leik hvenær sem er!!

    Kv, Ragnar Steinsson

     

Post a Comment

<< Home