.....?

Thursday, June 30, 2005

Yfir Tindastólinn...

Skellti mér í svona "allt í einu" ferð með fjölskyldunni í gær eftir vinnu, leiðin lá frá Skíðastöðum á leiðinni útá skaga, upp Tindastólinn að Vestan, upp að Óskatjörn, niður aftur, upp á toppinn og yfir hann og gengum niður að Reykjum á Reykjaströnd. Alveg þrælgaman, bara 6 tíma ganga í æðislegu veðri.. (rigndi bara pínu á leiðinni niður), og hasberurnar eru aðeins að segja til sín í dag! En samt bara ótrúlega heil eftir þetta allt saman;)

Annars þá er ég að missa af miðjarðarhafshita í Svíþjóð núna, og Reunioni í Suður-Frakklandi.. bad timing.. en ég klifra bara fjöll hérna heima í blíðunni í staðinn haha og les sögur af sigríði sóla sig í staðinn;)

1 Comments:

  • At 1:08 AM, Blogger MJ said…

    And we missed YOU in Suður-Frakklandi! Check out more of the pictures on flickr.

     

Post a Comment

<< Home