.....?

Monday, August 15, 2005

Forseta heimsókn í Grenihlíð 5...

Jæja enn ein helgin búin. Ég skellti mér á Danske-dager á Stykkishólmi, heldur betur fjör! Og vitiði hvern ég sá???? Engan annan en danska Eusrovision-farann Jakob Sveistrup,.... hann er nottla bara algert æði og tók lagið. Gott ef það er ekki bara ennþá æðislegra á dönsku:) En þetta var mjög skemmtileg helgi, þarna voru Raggi og Nonni stóri frændi minn vinur hans og svo komu Sandra og Ósk og company í Kiddaferðinni sinni árlegu. En 50 ára gamla tjaldið, trivialið, gönguskórnir, sundfötin og grillid voru með í för svo þetta var alveg afbragðs helgi, en sló þó verslunarmanna helginni ekki við þar sem Önnu og Elvu var sárt saknað:)

Mamma fór heldur betur á kostum í gær. Ég kom heim og þá voru nágrannar mínir í heimsókn og allir í einhverju hláturskasti, það tók svolíitinn tíma áður en þau hættu að bulla og komu loksins uppúr sér hvað væri svona fynndið, en þá hafði engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir kíkt í mat heima. En það var svoleiðis að vinkona mömmu hringdi í hana og sagðist vera föst nirðá flugvelli heima með nokkrum kellingum því fluginu hafði verið seinkað um 2 tíma og spurði vort mamma væri ekki til í ná í þær og þær myndu kíkja í kaffi. Mamma var nottla komin á nóinu og kom sko síður en svo tómhent heim þar sem hún vorkenndi svo restinni af fólkinu að þurfa að hanga þarna og bauð bara líðinu í mat. Þar á meðal Vigdísi og spurði hvort hún nennti nokkuð að bíða hérna og sagði að þau ætluðu að skreppa heim þangað til vélin færi hvort hun vildi ekki bara skella sér með, Vigdís hélt það nú. Svo pabba var sendur beint í búðina eftir grillkjöti og haldin var heljarinnar grillveisla haha, en mömmu þótti nú alveg ómögulegt að þau voru kölluð í flug áður en hún gat gefið þeim eftriréttinn, hún er ótrúleg þessi kona, búin að hrista fram úr erminni grillveislu og eftirrétti á no-time!
Þessu fer ekki batnandi þar sem hún skellti sér á Hólahátíð fyr um daginn með vinkonu sinni sem er alþingiskona svo hún lenti á bekk með frekar hátt settu þekktu fólki og þegar ráðherrar og annað hátt sett fólk kom inn og heilsaði félögum sínum tóku þau öll í spaðann á mömmu líka, ég veit ekki hvernig mamma var farin að kynna sig... ætli hún hafi ekki bara kinkað kolli og sagt “sæll, Lydia heiti ég, sit í embætti forstöðumanns heimilislausra” haha ég hefði sko viljað sjá þetta:)

Annars skelltum við stelpurnar okkur í bíó á Fimmtudaginn (shit svo ég missti af síðasta þættinum í desperate housewifes.. uss og ekki ennþá búin að horfa, geggjað spennandi!) en aftur að bíóferðinni þá fórum við á “Wdding Crashers”. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst hún geggjað fyndin, svosem algert bull.. en fullt af sprenghlægilegum atvikum! Og það skemmdi ekki að vera með Ósk sér við hlið því þið sem þekkið hana vitið að hún hlær alltaf mest og best í bíó, fólk var örugglega farið að líta í kringum sig hvort það væri nokkuð falin myndavél á svæðinu :)

En það fer að styttast í það að maður fari að fara út aftur, fer eftir nákvæmlega 2 vikur, sem þýðir að Hildur kemur eftir viku... vííí! Ég hlakka geggjað til að hitta hana. Annars þá er stefnan sett á menningarnótt um næstu helgi, loksins. En ég hef alltaf annaðhvort verið farin út eða verið að vinna síðustu árin svo þetta verður gaman.

Ég ætla að benda á síðuna hennar Söndru sem eru aðallega myndaalbúm, en margar góðar syrpur gamlar sem nýjar! Ég verð endilega að útbúa svona síðu við tækifæri þegar ég kemst í myndirnar mínar úti.

Ég og sandra fórum og gáfum Elvu síðasta stubbaknúsið áður en hún stingur af til Danaveldis á fimmtudaginn.. hennar verður sárt saknað hérna á klakanum.. en ég er mjög ánægð með staðsetninguna á henni, hlakka til að sjá hana úti og þá verður anna nottla að vera dugleg að koma að heimsækja líka:)

4 Comments:

  • At 10:08 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ja hérna hér, Grenihlíð 5 er greinilega aðalstaðurinn, hvar er ég eiginlega búin að vera í allt sumar? En menningarnótt er ljúft orð í mín eyru...svo eru Hjálmar líka að spila, ekki klikka þeir frekar en fyrri daginn. Vonandi sjáumst við þar...Kv. Margrét

     
  • At 3:38 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ góð síða , er hún nokkuð bönnuð innan 55 ? mamman í Grenihlíðinni gengur fyrir gestakomum og er aðalhjálparhellan ef halda skal veislu einhversstaðar Láttu mig vita það.
    Verðum í bandi

     
  • At 1:16 AM, Blogger Margret Silja said…

    55? er það nokkur aldur;) Nei nei Lella mín þú sleppur alveg nokkur ár í viðbót, annars get ég nú líka bara farið að vanda mál mitt og jafnvel bent forsetanum á síðuna :)

     
  • At 3:39 AM, Anonymous Anonymous said…

    Tad er natturlega ekki ad sp ad henni modur tinni. Hun er otruleg. Og eg er lyka alveg viss um tad ad hun hefur verid alveg midur sin af tvi tau gatu ekki fengid eftir rettin:) SKil ekki afhverju tid erud ekki oll spik feit margret:)
    kv. SIV

     

Post a Comment

<< Home