.....?

Tuesday, September 06, 2005

Úr brúðkaupum í barneignir..

Ohh hún Gyða Valdís er búin að eignast lítið kríli, Til hamingju!!! þetta verður örugglega sætasti strákur í heimi:)
Annars þá rignir börnunum alveg niður, fjórða barnið er víst á leiðinni í mínum árgangi heima á Krók, duglegt þetta lið! Ég var að stinga upp á því að Sigríður væri bara næst, ég meina hún er nottla orðin fyrsta stóra frænkan í árgangnum;) Ertu ekki til Sigríður? Þessi þrítugi af ströndinni nokkuð farinn?

Annars þá sá ég svo ógeðslega mjóa stelpu sem var með mér í tíma í dag.. að ég sver það að lærin á henni voru MJÓRRI en handleggirnir á mér!!! (ekki að þeir séu neitt litlir.. en var kannski að vonast til að þeir væru ekki á við neins manns læri!!) Það hlýtur að vera erfitt fyrir hana að labba, pælið í því.. eins og ég myndi alltaf labba á höndum....!

Annars er ég búin að vera rosssalega dugleg í ræktinni.. er einn stór träningsverkur núna.. outch!!! Tók meira að segja morgunskokk fyrir skólann í morgun. En hafiði engar áhyggjur ég fæ mér sko vel að borða í staðinn eftir að ég velti þessari horuðu stelpu fyrir mér í morgun.. þetta var sko ekki fallegt!

Að lokum vildi ég óska gamla settinu mömmu og pabba til hamingju með daginn þau eiga neflinlega silfurbrúðkaupsafmæli í dag ;o) Váá 25 ár... eru þau virkilega svona gömul?? Nei þau hljóta að hafa gift sig ung!
En við systkynin gerðumst svo sæt í okkur og fögnuðum því að þau hefðu kynnst (s.s. að við hefðum orðið til..) og buðum þeim út að borða rómantískan kvöldverð á Kaffi Krók í kvöld, vonandi að þau hafi skemmt sér konunglega þó pabbi væri einn að verki að segja mömmu brandara;)

2 Comments:

  • At 4:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sael elskan! Ja tvi midur er gaurinn af strondini farinn:) held eg leyfi bara einhverjum odrum ad vera naest. Eg fae bara litla saeta strakin hennar gydu lanadan svo tegar hann byrjar ad vera med einhvern derring ta skila eg honum bara:):)
    Tu ert natturlega klikkud i raektinni kona. Aetla bara bydja tid ad byrja ad borda kokur aftur um jolin:)
    kv. SIV

     
  • At 10:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ja, eg nota einmitt anorexiusjuklinginn herbergisfelagann minn til ad sætta mig vid hlidarspikid mitt....og allt hitt spikid lika, tvi ekki myndi eg vilja skipta! Oged ljott sko.
    En til hamingju med gømlu:)
    Kusa

     

Post a Comment

<< Home