.....?

Thursday, February 09, 2006

........

Jæja ég var bara búin að skrifa lengstu færsluna mína í langan tíma þegar tæknin ákvað að stríða mér og láta hana bara hverfa!! jáh og það var ekki ég sem óvart ýtti á vitlausan takka eða gleymdi ctrl-c eins og oft áður, heldur var hann lesanlegur í svona einn og hálfan dag áður en hann hvarf!!

Hann fjallaði semsagt í grófum dráttum um frábæra helgi pjölluvinafélagsins senior (Mamma og Halla) sem komu í heimsókn. Við gerðum okkur góðan dag í Kaupmannahöfn, versluðum, út að borða mexíkóskan mat, fórum í spassakast og gegnum um alla köben með frekar ljóta eiturgræna hatta (algerir snilld), pubbarölt (hommabar og írskur pub með live tónlist) og margt fleira. Á sunnudeginum lá leiðin yfir Öresundið, skoðuðum okkur um í Malmö á leiðinni til Lundar. Fórum á tónleika í Dómkyrkjunni, út að borða, versluðum meira, elduðum góðan mat og spiluðum yatzy og drukkum beylies á milli mála:) Sem sagt það var alveg frábært að fá þær, eiturhressar kellurnar í heimsókn og við skemmtum okkur konunglega;) Er búin að setja inn myndir af helginni inn í myndir 3!

Hér kemur svo smá "brandari" í anda helgarinnar:

4 helstu kraftaverk kvenna:

1. Þær blotna án þess að fara í sturtu
2. Þær mjólka án þess að bíta gras
3. Þeim blæðir í viku án þess að deyja
4. .. og þær fá beinlaust hold til að rísa...

Hahahahah ég vona að ég sé ekki ein að hlægja (ekki að það sé e-ð óvanalegt) en svona reittu konurnar af sér alla helgina og ég lá í krampa:)

Annars í fréttum er ekkert helst, bara þetta venjulega.. brjálað að gera í skólanum, ógeðslega dugleg í ræktinni (enda árið bara nýbyrjað;) allt búið að vera á kafi í snjó (ég hef samt ekki lagt hjólinu enn.. og ekki tekið neinum hamförum í hjólaflugi enn..)

Reyndar, smá fréttir.. þá er ég komin með vinnu á verkfræðistofu fyrir sunnan í sumar, var soldið efins hvort ég ætti að sleppa mjög góðri vinnu fyrir norðan, en ég fékk gott boð (bland af Arkitekta og verkfræðistofu) og svo það var óneitanelga freystandi að þurfa ekki að keyra fram og til baka skr-rvk um hverja helgi. Svo ég er mjög spennt fyrir sumarið.. en ég á að sjálfsögðu eftir að sakna ykkar á króknum svo mikið að ætli við brunum ekki bara á krókinn aðra hverja helgi í heimsókn haha:)

En jæja þar sem ég er nánast hætt að sjá á tölvuskjáinn fyrir endurspegluninni af ljósinu frá mér þá er ég að hugsa um að gera mér góðan dag og fara í ljós í annað sinn í 3 ár.. kem til með að líta út eins og karfi á morgun....

2 Comments:

  • At 8:10 AM, Blogger Elva B said…

    merkilegt tar sem eg las tennan post adur en hann for yfir moduna miklu , var eg su eina?????

     
  • At 1:41 PM, Blogger Margret Silja said…

    Jah þú og mamma.. þið eruð náttúrulega einstakar;)

     

Post a Comment

<< Home