.....?

Sunday, November 27, 2005

Hótel Mamma -fimm stjörnur

Haha ef ég á ekki æðislegustu (jah sumir myndu segja skrýtnustu;) foreldra í heimi hahah.. þau eru svo fynndin. Raggi var semsagt að spila á króknum í kvöld og ætlaði að koma við heima í kaffi fyrir leikinn. Þá var mamma að sjálfsögðu búin að gera hlaðborð: steikja pönnukökur, baka, smyrja, steikja kótelettur o alles. Svo spyr hún hvað þeir séu eiginlega margir í liðinu og sagði Ragga svo bara að koma með liðið í kaffi eftir leik! Jújú þeir mættu 15 borgarpiltar og menn í sunnudagskaffiboð til múttu gömlu;) Þeir töpuðu nefninlega leiknum greyin, svo þetta var þá ekki algjör fíluferð fyrir þá norður haha. Mamma hafði orð á því hvað henni fannst húsið vera lítið þegar 15 menn með meðalhæð yfir 1.90 fylltu húsið;)

Annars þá er ég bara búin að vera dugleg um helgina.. jah eða svona semidugleg! Ég er allavega búin að sitja og læra alla helgina, en það má svosem deila um afköstin. En ég náði markmiðinu þegar ég fór á bókasafnið í 3 tíma í dag. Maður ætti endilega að gera það oftar! Ég launaði mér það með 3ja rétta máltíð þegar ég kom heim: graflax í forrétt, faitas í aðalrétt och ís í eftirrétt.. ummm! það var nú reyndar soldið einmannalegt að gera svona góðan mat ein, en hún Hanna, hinn helmingurinn minn, var einmitt ekki heima um helgina:/

Í sambandi við jólakeppnirnar, þá lýst mér vel á reglurnar hennar Elvu hingað til (þú getur kannski sniðið þær aðeins betur að minni hentusemi ok??) en mér lýst sérstaklega vel á vinstrihandar regluna þar sem ég er hvort sem er hálf hreyfihömluð á þeirri hægri;)

Það er víst 1. í aðventu í dag.. vííí.. ég ætla semsagt að stilla sprittkertastjökunum mínum 4 úr IKEA fallega upp og þykjast eiga aðventukrans og hita mér glögg í tilefni dagsins og halda áfram að rembast við þetta blessaða stærðfræðidæmi sem snýst í hringi í hausnum á mér;)

2 Comments:

  • At 5:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    Haha já hún mamma þín er ótrúleg. ég eimmit svellti mig alltaf í viku áður en ég kem í heimsókn til ykkar......

     
  • At 5:31 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ummmm, veisluborðið(pönnsur, ostakaka, brauðmeti o.fl) var geggjað gott :)

    Við strákarnir vorum mjög ánægðir með heimboðið og viljum skila kveðju og þakklæti norður ;)

     

Post a Comment

<< Home