.....?

Tuesday, October 25, 2005

Home sweet home á enda.. lít næst upp í lok des...

Jæja jæja.. komin heim.. út heim og ég lagði mig í dag í tilefni þess að ég sé ekki fram á að geta litið upp fyr en eftir jólapróf!!!! Húff var að skima yfir dagskránna og ég vildi að ég væri klónuð..

Vikan heima var æðisleg, langþráð hvíld því ég var aðeins of löt við heimalærdóminn, en átti það sko alveg skilið þar sem ég var búin að sitja og skrifa til 2-3 hverja nótt 5 daga áður en ég kom. Þetta var svo týpískt þegar ég sat til kl. hálf 1 aðfaranótt Þriðjudags að leggja lokahönd á stórt verkefni sem ég átti að skila inn áður en ég færi og byrjaði að pakka þá! Hjólaði niður á lestarstöð með allar töskurnar eins og trúður, átti að vera á mjög mikilvægum skildufundi til 12 og átti flug kl 13:15 frá Köben. Auk þess þurfti vitanlega að vera sprungið á hjólinu mínu um m0rguninn! Bara SMÁ STRESS.. en reddaðist;) Rétt náði áður en check inninu var lokað.

Rakel Sif frækna var stödd í Lundi á Mán og kom í mat ásamt vinkonu sinni, gaman að hitta hana, sá hana síðast um jólin held ég bara. Rifjuðum upp gömul góð hlátursköst og prakkarastrik, alveg steinhissa á því að við skulum ekki hafa kafnað úr hlátri á okkar yngri árum;)

Var fyrir sunnan frá Þri-fös. Lenti í smá vafa hvort ég væri virkilega á Íslandi þar sem ég átti í mesta vanda með að skilja afgreiðslufólk landsins:

Rugby Tuesday
Afgreiðslustúlka : "wúld jú lík tú úrdre somtíng??"
Ég, Helga, Raggi og Bjarni: "Vaa?"
Afgreiðslustúlkan: "úrdre súmthíng?"
Ég, Helga, Raggi og Bjarni: "Hvað segirðu?"
*áttuðum okkur á því að þetta átti að vera enska og bárum saman bækur okkar og ákváðum að hún væri að bjóða okkur að panta.
Ég, Helga, Raggi: "yes please.."
Bjarni: " já þakka þér fyrir"

Café Paris
Afgreiðslukona á Café Paris snýr baki í mig að raða uppí hillu 1 m frá mér...

Margét: Fyrirgefðu?.. Afsakið!, Fröken, Afsakið...
(*hækkaði róminn*)
Afsakið fröken getum við fengið að panta?
(*búin að halla mér á stólnum hálfpartinn undir handakrikann á henni*)
Fyrirgefið fröken! ..
(*allir í salnum farnir að horfa á mig en engin viðbrögð -hún gekk í burtu*)
Önnur afgreiðslustúlka: "gé é eittðh afgr ýkkúr?"
Margrét og Oddný: "hvað segirðu?"
Afgreiðslustúlkan: "ég afgreiður ýkkúr?"
Margrét og Oddný: "´Jaaáa.. takk.. .."

McDonalds

3 afgreiðslumenn/konur á sama kassa...

Afgreiðslufólkið: "Vilja tid kaupa?"
Ég og Raggi: "já takk tvær big tasty máltíðir takk"
Afgreiðslufólk: "stóran eða minnstan?"
Ég og Raggi: "bara venjuegar takk"
Afgreiðslufólk: "eikka drekka me?"
Ég: "appelsínusafa takk"
Raggi: "sprite fyrir mig"
Afgreiðslufólk: "kók?"
Raggi: "nei sprite takk"
Afgreiðslufólk: "kók?"
Raggi: "nei sprite takk"
Afgreiðslufólk: "stóran eða minnstan?"
......


Þetta var alger brandari, ég sá sjálfa mig alveg fyrir mér þegar ég kom fyrst til Svíþjóðar, hvað ætli fólk hafi haldið? En ég hafði þá allavega vit á því að halda mig frá svona þjónustustörfum í smá tíma. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það fer fram þegar t.d. eldra fólk sem er ekki vel að sér í svona útlensku ætlar að hafa viðskipti á þessum stöðum;)

Annars þá var vikan svona í grófum dráttum:

Þri: Raggi sótti mig á Leifstöð, beint í Hressó-kaffi til Ömmu gömlu og Afa;) Heimsækja Helgu og Bjarna og svo Kaffíhús með Söndru um kvöldið þar til kallarnir mættu og joinuðu okkur kófsveittir og sætir eftir æfinguna!

Mið: Sofa út, snúningar, þykjast læra, heimsækja afa gamla, leikur Valur-Snæfell um kvöldið og svo Rugby Tuesday með Ragga, Helgu og Bjarna.

Fim: Snúast, snúast, þykjast læra, heimsækja afa, kaffihús með Oddnýu, mat hjá Ellu og Gísla, Trivial keppni um kvöldið ég og Raggi á móti mömmu hans, pabba og litla bróðir.. við unnum;)

Fös: Snúast, kveðja afa og Helgu, bruna norður ásamt Söndru og Nonna, gera SURPRISE fyrir Sigríði, knúsa hele familjen og beint í langþráðakjötsúpu;) Spilakvöld-köku-söturkvöld heima með vinkonunum þar sem Ósk hreinlega missti sig að vanda;)

Lau: Rise & shine kl 7:45 og beint í rjúpu.. geggað stuð.. 5 tíma ganga og veiddum 16;) Sund, kúra, meiri kökur og matarveisla hjá múttu, Anna Magrét kom á krókinn og demdi út úr sér nokkrum gullkornum eða svo, partý hjá Sigríði, ball með Sixties og hef sjaldan skemmt mér jafn vel!

Gullkorn kvöldsins var þegar Hrund sagðist alltaf vera svo þreytt eftir 1. bjór... þá lagði Anna til ráðanna að opna bara tvo þá væri aldrei neinn fyristi! Tada.. yndislegt þegar þetta kemur uppúr henni!

Sun: Síðasta veislumáltíðin fram að jólum, heimsækja fósturmömmu Kiddu, brunuðum á Stykkishólm þar sem strákarnir tóku Snæfellinga næstum á heimavelli, brunað í bæinn

Mán: Á fætur 5:30.. gamanið á enda.. missti næstum af fluginu (hefði þó verið lúmskt ljúft ;)

Jæja komið að því að face the reality og taka bók í hönd og btw þá gekk bara mjög ágætlega á prófinu sem ég hélt ég hefði skítfallið í um daginn svo "einhvern tíma er alltaf fyrst" á enn eftir að koma.. fæ annan séns í næstu viku;)

5 Comments:

  • At 1:43 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með prófið og takk fyrir síðustu helgi, er að telja dagana þangað til ég kem út ;)

     
  • At 4:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Jamm, þetta var geggjað fyndið með þessa útlendinga á veitingastöðunum.... Usss, ég sé Ósk alveg fyrir mér, lenda í bölvuðu veseni með að skilja þessa útlendinga hehe.
    Annars var þetta frábær vika þar sem við höfðum nóg fyrir stafni (m.a. snúast í borginni, (læra), kúra, rjúpan, mótorhjólið, sund og ummm borða veislumatinn fyrir norðan). Það mikið að gera að vikan hefði mátt vera mikið lengri, þannig að það hefði verið kjörið að missa af vélinni ;)
    Annars fékk ég að kynnast alvöru sauðkræklingsdjammi, vil ég þakka Sigríði, Ósk og Önnu tsszz tsszz fyrir gott skrall og söndru fyrir gott skutl ;) en shitt hvar var norska lagið.......

    Kv, Raggi

     
  • At 9:03 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sæl nafna...mikið kannast ég nú við þetta með að geta ekki talað íslensku á veitingahúsum/kaffhúsum hér í bæ. Er búin að lenda í þessu í tvö skipti í röð...en annars gott að allt gengur vel. Hlakka til að sjá þig um jólin. PS.Ætli það verði eitthvað úr þessu bekkjarmóti? Kannski verður það bara óformlegt...Kveðja Margrét

     
  • At 9:58 AM, Blogger Margret Silja said…

    Anna bara 14 dagar þangað til;)

    Já Sandra ég vildi að það væri svo að ég snýtti þeim bara út úr nösinni á mér haha.. en ég má sko alveg væla líka!

    Raggi maður segir Sauðkrækinga.. ekki kræklinga!! Urrr.. en norska lagið.. það kom sko heldur betur bara þegar reykjavíkur-úthaldið var búið;)

    Og Nafna.. ég heyrði sögur fara af bekkjarmóti um páskana í staðinn.. en ég segi er ekki bara bæði betra?? Annars verður bara gott og óformlegt mót:) en þetta með útlendingana.. hvað er málið haha

     
  • At 12:31 PM, Anonymous Anonymous said…

    hehe margrét ég ætla að þakka þér fyrir snildar helgi , það verður sko erfit að toppa þessa !! en já með útlenskuna ég veit að ég myndi öruglega fá e-ð annað en ég myndi pantað:)skil ekkert í þessari útlensku alltaf !! :) hafðu það gott mússí ;)

     

Post a Comment

<< Home