.....?

Wednesday, October 12, 2005

"Er ég virkilega svona vitlaus???"

Jæja eins og maður segir á sænsku þá "gick tentan ÅT HELVETE" !!! Ég var ekkert smá pirruð í gær.. en ég var sko síður en svo ein um það, það rauk úr eyrunum á öllum því þetta var svo ósanngjarnt próf og það stökk sko ekki nokkrum manni bros á vör þegar við fórum út.. já btw eftir að hafa öll setið fram á síðustu mínútu! Þetta var svona 3x erfiðara en prófin frá síðustu 3 árum! Mér skilst á krökkunum að algengasta hugsunin í prófinu hafi verið: "er ég virkilega svona vitlaus???" haha og stór hluti farin að hugleiða það nú þegar að hætta í náminu haha kannski ekki alvarlega en þetta fór í gegnum hausinn á þeim. Ég sat og velti síðasta dæminu fyrir mér í svona hálftíma hvernig upplýsingarnar sem voru gefnar gætu nú staðist og spurði kennarann að lokum, þá sagði hann "ahh vúbs.. það er rétt hjá þer, þetta er vitlaust... en taktu bara fram að þú notir annað gildi" .. og NEI.. hann var ekkert að upplýsa restina af bekknum um þessa vitleysu í dæminu! Og ég veit að ca. helmingurinn sat í í vandræðum með þessa sömu tölu.. glataður stíll!

En þetta bjargaðist allt saman þar sem við stelpurnar fjölmennuðum í step tíma eftir prófið og fengum útrás í hoppum og spörkum (og viti menn.. ég hékk með í þetta sinn.. svo héreftir set ég mörkin við aerobic tíma!)

En yfir í skemmtilegri hluti þá er hún Marie mín að koma í heimsókn á Föstudaginn og þá á sko að taka vel á því :) Ég hef ekki hitt hana í heilt ár, enda er hún búin að vera í Kína að stúdera kínversku og kenna ensku síðastliðið ár. (Fyrir ykkur sem ekki kveikið þá er hún ein besta vinkona mín úr skólanum í Noregi og er núna í skóla í Gautaborg) Jens komst því miður ekki með þar sem hann er í prófaviku.
En ég sé helgina alveg fyrir mér nú þegar.. við eigum eftir að fara á feitt djamm.. byrja svo á því að bitchtala um öll strákavandamálin hennar og tæma ca. heilan kexpakka á meðan við afgreiðum það .. svo eigum við eftir að stija og skellihlæja þegar við rifjum upp gamla góða atburði frá Flekke og gluggum í árbækurnar ;)

En mitt almannak segir að í dag sé Miðvikudagur.. sem er mjööög gott!! veisla í kvöld;)
En ég er komin með Jazz á fóninn og tölvuna í fangið og byrjuð á skýrslu Nr. II svo nú er það bara tempo sem gildir!

Kramar

*landsleikur í kvöld.. er það satt það sem Svíarnir eru búnir að hræða mig með að Ísland vanti 2 af sínum bestu mönnum??? á ég sem sagt að loka mig bara inní herbergi og horfa ein á leikinn?? ;)

3 Comments:

  • At 1:26 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ hæ!!! Það er allavega gott að þú fékkst að vita um þessa villu í prófinu.. og þér hefur alveg örugglega gengið ljómandi vel, bara svona eins og vanalega, alltaf með topp einkunir :) Skemmtu þér vel um hlegina og reyndu nú að gefa þér smá tíma til að setja tærnar upp í loft... slappa af. kveðja frá Norsaranum

     
  • At 2:40 PM, Anonymous Anonymous said…

    hæhæhæhæhæhæ ég á tölvu og nú á ég kannski bráðum nettengingu ;)þú hefur alveg öruglega alveg náð þessu prófi , engin vafi um annað ;) kv óskin

     
  • At 2:44 PM, Blogger Margret Silja said…

    Hva sendirðu Axel á Reyðarfjörð enn einu sinni;) hehe .. mér lýst vel á þetta.. sendu hann bara nokkrum sinnum í viðbót og þá verðurðu kominn með flugmiða fyrir ykkur bæði í heimsókn til mín!! Knusí knús

     

Post a Comment

<< Home