.....?

Monday, October 03, 2005

Úr afslöppun í prófalestur...

Jæja þá er enn ein helgin liðin, kominn Október.. uss hvað tíminn líður hratt! En þetta var alveg frábær helgi, Raggi var í heimsókn svo það var fullt prógram alla helgina:)
Ég þurfti að fara í einn tíma á Föstudagsmorgninum og kom heim í tilbúið heitt lasagna í hádeginu.. umm ekki slæmt! þetta ætti sko að vera svona á hverjum degi:)
Verslunarferð á Föstudeginum og svo lúbarði ég hann í boxi um kvöldið haha! Það er alltaf svona smá aerobic-taktskref og hopp upphitun og ég svei mér þá held ég geti sagt að ég hafi hitað upp með hlátri þar sem Ragnar var ekki sá taktvísasti.. sló mig bara nokkrum sinnum þar sem hann fór óvart í aðra átt en allir hinir, þvílíkt fynndið! Leikurinn átti nú reyndar að verða sanngjarn þegar við fórum í körfu á Laugardeginum.. en nei leikurinn byrjaði svoleiðis að hann var kominn með A-S-N.. og ég ekkert, svo keppnir helgarinnar fóru eiginlega 2-0 fyrir mér:)
Það var djamm á Laugardagskvöldið, byrjuðum í fyrirpartýi hérna heima með Stefan, Fredrik og nokkrum fleiri, svo var haldið í partý hjá Hönnu... mikið fjör.. síðan var dansað langt fram á nótt á lokahófinu hjá eðlisfræðideildinni.
Það var algert sólbaðsveður á Sunnudeginum, fórum í pick-nick og lágum í sólbaði allan daginn... það var eins og besti sumardagur heima (langað bara að deila þessu með ykkur heima í hríðinni.;)

Ég fékk þetta sniðuga mail frá Önnu Betu um daginn, hef séð svona áður en það er ferlega fynndið að þetta virki.......

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái era ð frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég átti í svolitlum erfiðleikum með að lesa mnnashgrniuun, sá það fyrst sem mannsahringurinn þangað til ég fór að telja, en það gerir líklega bara íslenskuleysið síðustu 3 árin;)

Ég hef nú alltaf reynt að vera bara ung í anda (það var svo gaman að vera 16-17) og reynt að taka sem minnst eftir því að ég sé að eldast. Það hefur gengið svo langt að ég veit ekki hvað ég er sjálf gömul lengur. Svaraði svona e-maili til Helgu um daginn þar sem ég átti að svara hinum ýmsu spurningum um hversu vel ég þekki hana, ég var með flest allt rétt.. já nema það hvað hún var gömul! Og það besta var að þá var ég nú þegar búin að leiðrétta það einu sinni! Haha.. byrjaði á því að hugsa hvað ég væri gömul, lagði svo bara 1 ár við.. en ég byrjaði á því að skrifa 20 ára, fattaði svo að hún var aðeins eldri og breytti því í 21 og dauðskammaðist mín svo þegar hún minnti mig á að hún væri 22ja að verða 23ja!!!
Svo hér eftir getið þið ekki farið fram á meira en að ég muni eftir afmælisdeginum ykkar, allavega ekki að ég viti hvað þið eruð gömul!

Haha Hildur sendi mér pakka í síðustu viku, fékk bókina Hot Sex eftir Tracy Cox, svo nú ætti ég sko að vera fær í flestan sjó þar sem Anna og Elva gáfu mér Súperflirt bókina hennar í tvítugsafmælisgjöf;) Svo ef þið þurfið einhver góð ráð eða hafið eihverjar spurningar um þetta allt saman þá er það bara að hafa samband, ég á súpersex bókina reyndar á dösnku, en ég veit að það er hægt að leita til Önnu Tzzz-tzzz fyrir ráð á íslensku:)

En jæja það er kominn tími á aðeins alvarlegri bókmenntir og prófalestur og svo bandý-leik í kvöld sem við ÆTLUM að vinna þar sem við töpuðum MJÖG naumlega í síðustu viku!

3 Comments:

  • At 11:53 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ hó, jamm þá er þessi frábæra helgi því miður búin, ég væri til í að endurtaka hana hvenær sem er, nema þá kannski boxtímann.......:)
    Ég hef alltaf haldið að ég væri taktvís náungi með eindæmum en það kom nú berlega í ljós í tímanum að svo er nú ekki, hehe. Eins og margir vita er nú til vottur af stórum kvikindisskap í Margréti Silju, því hún sagði mér áður en tíminn byrjaði að það væri ekkert um aerobic-taktskref og ég með mitt sakleysi, trúði því….
    EN shitturinn titturinn, þá hófst tíminn……
    Og viti menn, þá byrjaði svona 40 manna hópur á þessum líka flottu skrefum til hægri og vinstri, hoppum og kúnstum, en þá hrundi kenningin um að ég væri taktvís náungi endanlega(hehe, geggjað fyndið). Þannig að Margrét hafði betur í upphituninni en ég sko pottþétt í boxinu;) og að köfuboltanum þá kom MS mér á óvart fyrir góða framistöðu en hún er greinilega ekki með leikreglur ASNANS á hreinu. Flestir vita að leikurinn ASNI, endar ekki í A-S-N heldur í ASNI. Sá hlær best sem síðast hlær…..hehe :)

     
  • At 1:38 AM, Anonymous Anonymous said…

    já ég er eimmit með símaráðgjöf frá kl. 10.30 til 11.10 á fimtudagsmorgnum

     
  • At 2:15 AM, Blogger Margret Silja said…

    HA?? hvað meiniði eiginlega.... (híhí)

     

Post a Comment

<< Home