.....?

Monday, September 19, 2005

Afköst helgarinnar...

Afköst helgarinnar voru ALLT annað en að læra! En mjög róleg og skemmtileg helgi þó.. föndur og aftur föndur;) Málaði koktailaglös allan laugardaginn, keypti nebbla svona koktailauppskriftabók í afmælisgjöf handa hönnu og málaði svo glös til að gefa henni með, þau urðu voða fín þó ég segi sjálf frá;) Þetta var allt saman gert í von um að mér verði boðið í smökkunarkvöld strax eftir afmæli!
En þar sem það var orðið svona fínt hjá mér eftir stórhreingerninguna á Laugardaginn þá komu fráhvarfseinkennin frá draslinu í ljós svo ég tók mig til og rústaði herberginu aftur á Sunnudag.. haha dreifði efnum, málböndum og skærum, straubrettum og boltum út um allt gólf og saumavélin var dregin fram. Ég saumaði mér ett stykki pils (sem var samt alveg saumaskapur fyrir tvö þar sem það var undirpils á því) og saumaði svo einn bol líka. Var mjög ánægð með bolinn og pilsið varð allt í lagi, þetta var að sjálfsögðu att saman grænt.. bara svo allt sé örugglega í stíl í fataskápnum:)

Til að vinna upp lærdómstap helgarinnar þá var ég frekar dugleg í dag.. las 4 kafla í Byggnadsprocessen, tókst samt að sofna einu sinni (les sko liggjandi uppí rúmi..), vaknaði svo við það að Karin hringdi og ég leit á klukkuna sem sýndi hálf 8...
.. Margret: "Hej.. vad är klockan egentligen.. fyfan har jag försovit mig? FAN.. jag ska vara i Malmö snart o nu har jag missat skjutset.. va? alltså ok det är fortfarande dagen i dag..."
... ég var semsagt alveg í bömmer yfir því að ég hefði sofið yfir mig þar sem ég átti að vera mætt í fyrirtækjaheimsókn í Malmö eftir hálftíma og búin að missa af farinu mínu og byrjaði að babbla um það við Karin... en mér var mikið létt þegar hún upplýsti mig um það að það væri sko ennþá kvöld! Haha hversu ruglaður getur maður verið á því að dotta í 40 mín?

Annars þá var ég að koma út te-Idol-kósý-kvöldi með Karin og Mattíasi.. hjólaði svo ljóslaus fram hjá löggunni á leiðinni heim .. þar græddi ég 5000 kall fyrir einskæra góðmennsku lögreglunnar.. en ég var búin að útbúa mjög góða túrista sögu í huganum sem ég þurfti svo ekkert að nota, þeir eru sko mjög harðir á þessu hérna!

Jæja bara fyrir fólk eins og hana Helgu systur mína sem hefur enga trú á mér í hreingerningum þá er sko ennþá fínt hjá mér!! tók meira að segja strax til eftir saumaskapinn.. mér er allri að fara fram.. ætli ég sé að verða fullorðin??

5 Comments:

  • At 5:33 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahaha... veistu Margrét að ég og Bjarni erum ennþá að hlæja af því þegar þú varst heilan dag í herberginu þinu heima að taka til og svo ákváðum við að kíkja á afköstin hjá þér um kvöldið.. og viti menn....við sjáum engann mun, ekki nokkurn.. ég er viss um að þú hefur slegið met þá:) en nú er ég alveg hætt að bögga þig á þessu, þú búin að sanna þig með því að vinna heilt sumar við að taka til og svo að gera herbergið svona fínnt á einum degi:)Þetta þýðir bara eitt... nú þarf ég að fara að læra að baka og elda eins og þú... guð minn góður, það á eftir að taka heila eilífð.
    Kveðja Besta systir í heimi

     
  • At 5:58 AM, Blogger Margret Silja said…

    Laglegt helga, ég var búin að gleyma að ég gæti notað það sem afsökun fyrir að vera þrifaþreytt að ég mætti sko 3svar í viku eftir langan og vinnudag og skúraði, skrúbbaði og bónaði á kvöldin, þvílik önnur eins þrifnaðargleði, ég ætti kannski að hætta í verkfræði og leggja ræstitækni fyrir mig!
    En þetta verður sko challenge fyrir þig að læra að elda og baka á slíkum ógnarhraða;)

     
  • At 11:53 AM, Blogger Elva B said…

    æji pløs nennuru samt ekki ad verda fullordin tad er orugglega ekkert gaman. Kannski eg fai ad kopia uppskriftarspjaldaskranna tina um helgina hmmmmmmm. allavega hlakka til ad sja tig. Skemmtilegt ef madur setur -ig og systur tina saman ta er madur væntnlega komin med hina fullkomnu Husmodur. Tad væri nu hægt ad sjoda saman ansi flotta teiknimyndahetju øur ykkur tveim Hun yrdi svona hyper eins og Helga med svona hasa rodd samt med sænskan hreim , verkfrædingur i boxi 3 barna modir alltaf ad baka og sauma og trifa. Syngur svo alltaf einhverja bullteksta af lifi og sal og sullar svo i sig sjerry og sørum vid tækifæri . Tad er¨orugglega einhver sem er til i ad kaupa tessa hugmynd.

     
  • At 6:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ætla að klukka þig.. einhver svaka leikur sem er í gangi.. skrifa 5 staðreyndir um þig og klukka svo fimm aðra.. Úú stuð

     
  • At 7:56 AM, Blogger Margret Silja said…

    haha já Elva eigum við ekki bara að kalla hana She-woman.. svona eins og He-man! (góður..) en að sjálfsögðu máttu kópera uppskrifta spjaldasrkánna, það hlaut að koma að því haha, þú hefðir átt að gera meira grín að mér fyrir þetta;) Við verðum endilega að prófa eitthvað úr henni um helgina, hlakka til að sjá þig:)
    Og Oddný Oddný.. nú þarf ég sko að leggja hausinn í bleyti.. humm.. svara bráðum;)

     

Post a Comment

<< Home