.....?

Sunday, September 25, 2005

Met í sjálfsaga...

Sjálfsaginn er sko kominn í hámark þessa dagana hérna megin, enda veitir ekki af fullt af bókum að lesa, skýrslum að skrifa, verkefnum að skila og dæmum að reikna.. það er semsagt LÆRUHELGI!
Heilsan er öll að koma til hægt og sígandi... mjög hægt fyrir mína þolinmæði þó!! Er að klára pensilín skammtinn, ég hata svona hreyfingarleysi... ég verð svo pirruð og eirðarlaus eitthvað að ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera, svo hverfur einbeitingin fyrir vikið, get ekki setið í meira en hálftíma í einu né lesið meira en 2 síður áður en ég er farin að hugsa um e-ð allt annað.. humm ég ætti kannski að taka rídalín í staðinn fyrir pensilín???
Ég var búin að gleyma því hvað það er óskaplega gott að taka því rólega í skemmtanalífinu um helgar.. sofna snemma og vakna hress.. maður ætti endilega að rifja það upp oftar á föstudögum;) En Elva kom á föstudaginn, ég brunaði niður á lestarstöð til að sækja hana.. beið og beið.. við allar lestar sem komu frá Malmö eða Köben.. engin Elva og hún svaraði ekki í símann. Rúmlega hálftíma seinna þá hringdi Stefan.. Nei þá var það Elva, hún var bara komin heim.. æ síminn virkaði ekki svo hún ákvað bara að redda sér;) Þið vitið.. svona reeeeddast alltaf! Ég fékk að bíta í mitt súra epli og hjóla heim (upp brekkuna.. og hjólið er fast í þyngsta gír)
Við byrjuðum á því að fara í box og fá smá útrás fyrir átök helgarinnar, spiluðum síðan póker með strákunum.. já eða töpuðum í póker fyrir strákunum.. sannfærðum okkur síðan um að óheppni í spilum þýddi ekkert annað en heppni í ástum! Rise and shine kl 8 á laugardagsmorgni byrjað á powerwalk í blíðunni og síðan beint að læra.. shit lærðum til hálf 11 um kvöldið!!! bara með einni grjónagrauts og slátur pásu, einni íspásu, einni Coupling pásu, einni pönnukökupásu och já.. svona 100 styttri spjallpásum;) Mjög fróðlegt spjall þó.. ég er öllu nær í læknisfræði eftir innskot Elvu og hún veit alveg heilmikið um byggingaskipilagninu!
Sama sagan í morgun.. og sitjum núna í þvílíkum fluggír.. einbeitingarbresturinn er þó farinn að segja aðeins til sín þar sem við sjáum humarinn sem bíður okkar inní ískáp í hyllingum... umm;)

Ég er búin að komast að einni staðreynd um mig í viðbót eftir helgina.. að fólkinu heima getur ekki fundist ég vera mogun já eða næturfúl! Það virðist allavega hafa óskaplega gaman að því að heyra í mér á nóttunni þegar það er að djamma og það er komin morgun hjá mér, fékk símhringingu á föstudags- och laugardagsnóttina haha setti símann einhverra hluta vegna á silent í fyrsta sinn í nótt og vaknaði með 6 missed call... æææ en þið vitið að mér finnst alltaf jafngaman að heyra í ykkur elskurnar mínar.. og ég tala nú ekki um ef þið takið nokkra Nínu-tóna eða svo;) Þetta á bara eftir að batna þegar hún Sigríður kemur heim til að mála bæinn rauðan!! Annars anytime elskurnar mínar.. en gefið mér bara smá tíma til að ranka við mér og komast úr draumaheiminum;)

Blogpásan búin.. og má ekki líta upp fyr en skýrslan verður að minnsta kosti hálfnuð!! (já nema þá til að grípa einhverja fróðleiksmola frá Elvu ;)

Ciao ciao

5 Comments:

  • At 9:46 AM, Anonymous Anonymous said…

    hummm, hver er sonna duglegur að hringja?

    Kveðja, leynilesarinn....

     
  • At 11:29 AM, Blogger Elva B said…

    Jamm þetta var superhelgi vorum að enda við að borða hvilaukshumar. Við erum nett getnaðarlegar angandi af hvitlauk i sunnudagslærigallanum :)

     
  • At 2:26 PM, Blogger Margret Silja said…

    Já humarinn var æði elva.. en við lyktum sko ekki vel!! en svona á maður einmitt að gera á Sunnudögum...alveg 5 dagar í næstu helgi:)
    Já Sandra.. ég fékk nú samt bara eina símhringingu á
    Föstudaginn, en hún Ósk gafst sko ekki upp á Laugardaginn haha ég hringdi svo í hana í dag... og uss slúðurbankinn var sko ekki að klikka enda Laufskálaréttarball;)
    En uss á ég orðið leyniaðdáendur?? haha

     
  • At 6:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    hhhmmmmmm....... margert mín ég held að rídalín sé eimmitt meðalið sem átti að troða í þig þegar þú varst polli en ég held að það sé of seint núna, þessi ofvirkni er bara orðin eitt stórt karakter einkenni hjá þér ;)

    kveðja úr snjónum og rokinu, puff
    love Anna Margert

     
  • At 9:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hey, you have a great blog here!
    I'm definitely going to be checking back on your blog.

    I have a quality web site hosting site. It pretty much covers ##WEB HOSTING## related stuff.

    Come and check it out if you get time.

     

Post a Comment

<< Home