.....?

Tuesday, September 27, 2005

The Rocket-Scientists

Jæja ég er orðin alveg róleg núna enda var ég minnt á það að ég var sjálf í lúðrasveit þegar ég var lítil.. var örugglega ekki sú skemmtilegasta á heimilinu þegar ég djöflaðist á horninu. En var líka minnt á það að ég gerði hinar ýmsu kúnstir aðrar en að spila á þessi hljóðfæri.. ég var svo sannarlega ekki gömul þegar rannsóknareðlið kom upp í mér! Ég og Ósk stunduðum háþróaðar rannsóknir á ferli hrísgrjóna og niðurbritjaðra eyrnpinna (höfðum fyrir því að lita hrísgrjónin svo við finndum þau í hvíta gólfteppinu) Rannsóknirnar gengust út á það að kanna hversu langan tíma og hvaða leið eyrnapinninn/hrísgrjónið færi í gegnum blásturshljóðfærið.. þetta var mjög spennandi! Við reyndum líka að gera sprengju úr nethan gasi.. þið viljið ekki vita hvernig þær rannsóknir fóru fram :/
En þegar ég rifjaði upp tónlistarferil minn þá varð ég bara svekkt... þetta er langur ferill.. en afar lágkúruleg frammistaða. Ég byrjaði að sjálfsögðu á blokkflautu (líkt og nágrannar mínir tóku uppá 15 árum seinna!) þá lá leiðin yfir á píanó í nokkur ár (ég var mjög lagin við að læra hvenær ég átti að fletta nótunum þar sem ég spilaði alltaf eftir eyranu en taldi vissara að þykjast lesa nóturnar svo ég yrði nú ekki slegin á puttana..) svo prófaði ég þverflautu í smá stund.. en hún bilaði svo þá endaði ég feril minn á toppnum og spilaði á horn með lúðrasveit skólans! Haha það er til mynd af mér og Ósk þar sem við erum að æfa okkur.. og ef við vorum ekki fædd nörd þá veit ég ekki hverjir voru það! Við vorum í leggingsbuxum, með ullarsokkana utan yfir, girtar a´la mamma, með eins grænar derhúfur að blása í horn... gerist það verra? Það sorglegasta er að við höfum eflaust ekkert breyst frá þessum aldri.. tökum einnþá sömu spassaköstin, svörum ennþá með sama Guðrúnar brandaranum í símann og getum varla farið í próf án þess að vera "náttúrulegar" og segja "I-FED-COOL" við hvor aðra! Æ hún Ósk er svo mikil perla.. ég verð eiginlega að skrifa henni bréf núna (það verður sko bara venjulegt bréf ósk.. ekki durex-pakki með frímerki;)

2 Comments:

  • At 4:58 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég man eftir þessari mynd af ykkur, þið voruð rosalega flottar.. Ég man samt ekki eftir því að þið hafið verið svo hrikalegar að spila.. En allavega þegar ég hugsa um Ósk, þá hugsa ég alltaf til þess þegar hún ætlaði að sýna okkur hvað hún væri dugleg að syngja "bíddu pabbi bíddu mín.." Ég held að ég eigi aldrei eftir að gleyma þessu.. hún er algjör perla :)

     
  • At 2:02 PM, Blogger Margret Silja said…

    Það er BARA þess vegna sem allir bíða spenntir eftir að ég gifti mig ... því Ósk ætlar sko að troða upp og syngja ;) Einsök perla!

     

Post a Comment

<< Home