.....?

Thursday, October 06, 2005

PINSAMT!

Heftur þér einhverntíma liðið eins og illa gerðum hlut sem hringsnýst fyrir framan 50 manns sem allir standa og hlæja af þér???
Ég hef upplifað það... en ég gerði mjög heiðarlega tilraun til þess að fara í aerobic tíma í dag eftir að hafa staðið mig alveg með ágætum í step í gær... en það mun ég ALDREI gera aftur! Þetta var BARA það pínlegasta sem ég hef gert lengi!!!! ég hékk ekki einu sinni með í upphitun.. það kunnu allir hoppin og skrefin í kringum mig og Hanna var farin að dauðskammast sín fyrir mig! Ég tók þá til minna ráða, hnippti í hana og hvíslaði að henni að finna mig í lyftingasalnum þegar tíminn væri búinn því ég ætlaði bara að hjóla í staðinn.. svo hljóp ég út á nóinu!!!
Það besta var að þjálfarinn var hagfræðikennarinn okkar og var búin að heilsa okkur fyrir tímann og var alltaf að brosa til okkar út í salinn.. svo það fór ekkert fram hjá henni heldur að ég hvarf allt í einu... hahaha þetta var nú alveg skemmtilega fynndið þrátt fyrir allt:)

Annars þá er BRJÁLAÐ að gera.. endalaus verkefni, slýrslur og loka próf í vatnafræði á Þri!
Ég og Stefan gerðum miðvikudags-middagen handa ganginum í gær, tókst mjög vel að okkar mati. Gerðum tandoori kjúkling, með kókos, banönum, mangó og hrísgrjónum borið fram með salati og brauði og ávaxtasallat með ís í eftirrétt.. ummm svo núna á ég bara matarafganga fyrir svona 2 vikur fram í tímann, þar sem ég er ennþá að borða restir frá helginni! En ég elska Miðvikudaga, þvílíkt ljúft að koma heim fjórðu hverja viku í tilbúin ljúffengan kvöldmat! Miðvikudagar ættu að vera annan hvern dag.....

1 Comments:

  • At 3:18 PM, Blogger Kristín Una said…

    ég var einmitt líka eitthvað utan við mig í steps tímanum hjá Leslie í gær, skammaðist mín samt meira fyrir hvað ég svitnaði mikið! En það er víst eins og þeir segja, þeir svitna mikið sem eru í góðu formi...;)
    En það er sama hvað þú ert að elda þarna, það hljómar alltaf jafn ógeð gott og girnilegt!

     

Post a Comment

<< Home