Ritstífla...
Ég þjáist af ritstíflu eins og stendur svo ákvað að hita upp með smá bloggskrifi. En hér er eintóm gleði og gaman .. (reyndar á enda núna..) en Marie kom í gær og var rétt að fara. Ég skildi við lærdóminn og við tókum heldur betur vel á því í gærkvöldi og tókst mér svo sannarlega að kynna hana fyrir riktigu Lundalífi;) Byrjuðum kvöldið á rólegu nótunum með rauðvíni og Tacco-kvöldi með ganginum og rifjuðum svo upp gamla góða takta með martini og ólífum:) Fórum svo beint í partý til Mattiasar þar sem ég get nú sagt að hafi ekki verið edrúasta partýið sem ég hef farið í en þau voru búin að fara "Tour de chambre" (held ég að það sé skrifað) sem þýðir að það var boðið uppá drykk í hverju herbergi.. og ef maður leggur saman 2 og 2 og fær út 20 herbergi þá getið þið ímyndað ykkur ástandið, en gaman var það. Brunuðum síðan á hjólunum til Hallands Nation þar sem við dönsuðum loss. Ég er alveg búin að komast að því að það besta sem ég geri er að borða Taccos þegar maður kemur heim af djamminu! Tilbúið taccos ætti að vera til á hverju heimili!
Fórum á kaffihús með David, fyrsta árs nemanum okkar í dag. Ég hafði ekki hitt hann í eitt og hálft ár en það var eins og ég hefði hitt hann síðast í gær. Hann er ótrúegur, hann er sem sagt 2 árum yngri en ég og er að skrifa bók!!! jú jú öll erum við misjöfn og stefnum mishátt og missnemma;) En hann er semsagt mjög áhugasamur um sögu og ætlar að skrifa bók um hrakfarir "þekktra" leiðtoga í sænsku sögunni sem hafa fallið í skugga hrakfara sinna. Bókin á að heita Vúbbs. Hann var meira að segja á fundi í gær með komandi útgefanda og tóku allir vel í þetta. Ég og Marie gerðum okkar besta í að láta hausinn fylgja eftir og meðtaka allan þennan fróðleik.. það var sko ekki létt hehe
David er að skrifa bók og ég er í mestu vandræðum með að koma saman 1 skýrslu eða svo! Ég ætti kannski bara að gera steypu og önnur byggingarefni og aðferðir að mínu helsta áhugamáli og skella þessu bara saman í bók.. Tja.. ég skoða þetta...
Ég var þvílíkt afkastamikil þegar ég fór í bæinn í dag og keypti afmælisgjafir handa bæði Sigríði og Ósk, en þær verð að bíða þolinmóðar eftir að fá þær.. betra er seint en aldrei;)
Jæja nú er ég kominn í fluggírinn og ætti að geta byrjað að skrifa.. eða ég ætti kannski að leggja mig fyrst.. já það væri prýðishugmynd..
Fórum á kaffihús með David, fyrsta árs nemanum okkar í dag. Ég hafði ekki hitt hann í eitt og hálft ár en það var eins og ég hefði hitt hann síðast í gær. Hann er ótrúegur, hann er sem sagt 2 árum yngri en ég og er að skrifa bók!!! jú jú öll erum við misjöfn og stefnum mishátt og missnemma;) En hann er semsagt mjög áhugasamur um sögu og ætlar að skrifa bók um hrakfarir "þekktra" leiðtoga í sænsku sögunni sem hafa fallið í skugga hrakfara sinna. Bókin á að heita Vúbbs. Hann var meira að segja á fundi í gær með komandi útgefanda og tóku allir vel í þetta. Ég og Marie gerðum okkar besta í að láta hausinn fylgja eftir og meðtaka allan þennan fróðleik.. það var sko ekki létt hehe
David er að skrifa bók og ég er í mestu vandræðum með að koma saman 1 skýrslu eða svo! Ég ætti kannski bara að gera steypu og önnur byggingarefni og aðferðir að mínu helsta áhugamáli og skella þessu bara saman í bók.. Tja.. ég skoða þetta...
Ég var þvílíkt afkastamikil þegar ég fór í bæinn í dag og keypti afmælisgjafir handa bæði Sigríði og Ósk, en þær verð að bíða þolinmóðar eftir að fá þær.. betra er seint en aldrei;)
Jæja nú er ég kominn í fluggírinn og ætti að geta byrjað að skrifa.. eða ég ætti kannski að leggja mig fyrst.. já það væri prýðishugmynd..
2 Comments:
At 11:59 AM, Kristín Una said…
Það er kannski vissara fyrir mig að fara vel með og geyma fárlátu gúmmístígvélin sem David eftirlét mér í fyrra, get kannksi selt þau á uppboði fyrir stórar fjárhæðir þegar fram líða stundir og David verður orðinn heimsfrægur rithöfundur. Ég held ég finni þeim strax stað á hillunni, gúmmítútturnar verða bara duga gegn Flekkerigningunni.
Hann er karakter hann david, því verður ekki neitað!:P
At 12:12 PM, Margret Silja said…
Haha satt er það, það er einmitt þess vegna sem maður arfleiðir hina og þessa sígvélum og gúmmurum.. ég get ekki ímyndað mér hvað Isabell kemur til með að fá fyrir gúmmitútturnar mínar þegar ég verð búin að gefa út bók;)
Post a Comment
<< Home