.....?

Friday, November 25, 2005

Jóla- jóla- jóla snjór!!!

Í nýjustu fréttum er það að það verður haldið Rocket-Man partý um jólin.. Ósk verður á fremsta bekk og restin skoppar um af hlátri og gerir sitt besta í þvi að reyna að ná andanum eftir hlátursköstin! Svo er hún búin að lofa að halda tónleika.. lokaslagerinn verður "Bíddu pabbi" í enn nýrri útfærslu.. síðast var áherslan lögð á "heim á leeeeiiiiðððð.." það verður áhugavert að sjá hvað verður fyrir valinu í þetta sinn;)
Ég verð kannski bara að halda uppá afmælið mitt í tilefni að þessu öllu saman svo við komumst nú í gegnum prógramið.. hvað segið þið jóladagur kl. 2?? Eða eru allir kannski ennþá á leið í matarboð til ömmu;) haha þetta var sko ekki heppilegasti dagurinn til að bjóða í 25 manna krakkafmæli þegar maður var lítill :)

Talandi um afmæli þá er ég að fara á skype afmæli í dag.. haha Raggi ég býst við kökum og kræsingum takk!! hihi;)

En jólin nálgast.. ég tel niður í verkefnum og prófum. Skilaði næst síðustu ritgerðinni inn á þri, og þarf að skila næstu inn eftir 1, 5 viku, fékk niðurstöður úr hagfræðiprófinu í dag.. gekk mjög, svo nú verður auðveldara að komast í gírinn. En helgin verður lærdómshelgi!! Ég og Hanna ætlum reyndar að þjóna á Hallands í kvöld (einn nemendastaðurinn) og taka nokkrar sveiflur á dansgólfinu til að hrista af okkur slenið fyrir bókalesturinn;)

Og að gleðifréttum ársins.. það er kominn snjór í Skåne!!!!! og það er svo jólalegt.. í tilefni þess setti ég upp Georg Jensen gullskrautið mitt, model 2004 (eina jólaskrautið mitt reyndar;)

Það er búið að plana program fyrir jólin, það má segja að það sé að finna örlítið keppnisskap í okkur systrum! Allavega þá mun keppnin standa á milli mín og Ragga och Helgu og Bjarna og keppnisgreinarnar verða:
Fótbolti -þar sem ég á líklega eftir að bjarga einu sigurmarki eða svo...
Körfubolti -þar sem ég og helga eigum líklega bara eftir að þvælast fyrir....
Snjóþotu/sleða keppni -ég hef lúmskan grun um að helga og bjarni séu samanlagt þyngri en ég og raggi og eiga eflaust eftir að vinna út á það haha
Skíðakepni -hef einnig lúmskan grun um að H&B eigi eftir að hafa sigur í þeirri keppni nema þau eigi hreinlega eftir að drepast úr hlátri þar sem ónefnd manneskja hefur víst reynslu af því að fara hrakförum á skíðum...
Bandý -þar á ég kannski helst séns þar sem ég hef nu keppt í bandý á annað ár haha
Bakstur -þessari grein var bætt inn af sanngirnisástæðu.. til að vega upp á móti skíðunum;)

Allavega ef það er einhver sem hefur áhuga á því að taka þátt í turneringunni þá er það bara hafa samband og skrá sig fyrir 5 mín í keppni, þáttaka er gratis :)

3 Comments:

  • At 3:28 PM, Anonymous Anonymous said…

    helduru í alvöru að þið eigið eftir að vinna baksturkeppnina,, ég held nú síður... Bjarni er orðinn Snillingur í Betty Crocker :) svo við eigum eftir að rúlla ykkur upp... Iss ef þú helduru að lærður bakari og sjálfmenntaður bakari slái Betty Crocker Bjarna við þá er það mikill miskilningur. HAHAHAHAHAH

     
  • At 5:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    hummm, ég hef nú góða reynslu af Betty Crocker botnum, en það er spurning hvernig Bjarna Crocker reiðir af í keppninni ;)

    Ég er nú alveg sammála ykkur að þessi ónefnda persóna mun bera af í skíðabrekkunum fyrir sína glæsta og nýstárlegu skíðatækni(þá sérstaklega fyrir sína stopputækni,hehe).

    Herru, eru nokkuð margir kofar í grendinni við barnabrekkuna??? ;)

     
  • At 9:21 AM, Blogger Elva B said…

    ég myndi nú segja ad Betty Croocker væri svindl í bøkunarkeppnini rétt eins og ad kaupa bara køku í skaffó og segjast hafa bakad sjalfur. Ef Sandra fær ad vera dómari heimta ég ad fá ad semja reglurnar. eins og td ad keppendur verdi ad nota kúmen í bøkunina,hrærivëlar bannadar, og keppendur i badum lidum mega bara nota vinstri hendi,Fótboltinn: keppendur mega adeins spila i sidum trongum pilsum , og amk einn ur lidunu verdur ad trashtalka hitt liditt ef thøgn kemur er auka spyrna. Svo finnst mér ad tid ættud ad skella singstarkeppni med líka :)

    Ef tid hafid áhuga á ad fá fleiri áhugaverdar reglur eda ábendingar er ykkur velkomid ad hafa samband.

    Gódar stundir.
    Elva

     

Post a Comment

<< Home