.....?

Sunday, November 20, 2005

Ég skoraði mark!!! Jibbý

Hið ótrúlega gerðist í gær!... (ég veit að fyrir Sigríði og Ósk hljómar þetta jafn ótrúlegt og að jörðin færi skyndilega að snúast í öfuga átt)
En svo er mál við vexti að ég keppti í fótbolta fyrir V-sektionen í deildakeppni í háskólanum í gærkvöldi... ég sem er nú líka þekkt fyrir mína sérstöku "hæfileika" í boltaíþróttum yfir höfuð haha. Liðin voru svoleiðis að það voru 4 strákar og 1 stelpa á vellinum í einu svo þið getið ímyndað ykkur marblettina og brunasárin eftir tuddalegan leik.
Ekki nóg með það að ég hafi látið hafa mig útí þetta heldur unnum við turneringuna eftir að hafa unnið alla leikina á móti hinum deildunum og að lokum spennandi úrslitaleik á móti 1. árs nemunum í okkar deild. Staðan var 1-1 þar til ein mínúta var eftir og þá gerðist hið ótrúlega: Ég skoraði mark.. og það úrslita markið í keppninni! Hahaha ég er semsagt að hugsa um að leggja fótboltaskónum (sem voru reyndar adidas frjálsíþróttaskór) bara á hilluna á toppnum og enda karierinn með style;) Ég hljóma eins og lítill montrass.. en ég er líka ógeðslega montinn! ;)
(en að því minna ótrúlega: þá átti ég óneitanlega mörg sérstaklega skemmtileg klúður líka! t.d. ein fyrir framan mark í 2 m fjarlægð og skaut framhjá.. hmmm og flaug á hausinn bara svona undan sjálfri mér... o.s.frv. ;)
En þess má geta að Hanna var markahæst í liðinu okkar.. svo við stelpurnar sáum um mörkin þrátt fyrir að strákarnir hafi verið 4 inni í einu og bara 1 stelpa.. Go-girls;)
Verðlaunin voru farnads"bikar" - eða stór farandsapi sem var í gulum fötum.. nú þarf bara að sauma á hanna blá föt (litur V-sektionen) og stilla honum upp á fallega hillu í skólanum. Þar að auki fengum við hver sinn hafragrjónapakkan í verðlaun.. mjög vegleg;)
Allavega þá er þetta nóg um sigurfarir helgarinnar.. að öðru leiti þá eru bara hamfarir.. (ritgerðarskrif..) svo ég ætla að loka mig frá umheiminum þangað til á mánudagskvöld/ hejdå så länge!

16 Comments:

  • At 7:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já litla systir, það er magnað hvað þú hefur fengið marga kosti en ekki ég... Ég var að spila fótbolta með 11 strákum í 2 annir og ég held að mér hafi ekki tekist að skora eitt einasta mark á þeim tíma:( En aftur á móti var ég valin tuddi liðsins (eini kvennmaðurinn í liðinu) og það segir kannski allt sem segja þarf um fótboltahæfileika mína, hahah en þetta var glæsilegur árangur hjá þér, þú ættir kannski að fara að leggja þetta fyrir þig:) Við Bjarni skorum á þig og Ragga í fótboltakeppni um jólin, svo það verður allsherjar íþróttamót hjá okkur þá. Bæði keppt í fóltbolta og körfubolta:)

     
  • At 7:53 AM, Blogger Margret Silja said…

    Haha Sandra mér líst vel á þetta hugarfar.. skiptir ekki máli hversu miklu ég klúðraði heldur skipti þetta mark öllu máli hehe;)
    Og Helga við erum sko til! erum meira að segja búin að plana fullt af leikkerfum, þau heita Margret og margret-margret! en við verðum að taka einn bandyleik líka og snjóþotukeppni ok? ;)

     
  • At 7:55 AM, Anonymous Anonymous said…

    Eitt í viðbót... ég ælta að halda Rocked Man kvöld milli jóla og nýárs. Sigríði, Ósk og þér Margrét mín en endilega boðið að koma og sjá þessa brilliant mynd með okkur og rifja upp gamla tíma og auðvitað að rifja upp hinn marg umtalaða hlátur hennar Óskar sem fældi Óla Bassa næstum því úr sætinu við hliðina á Ósk í einhverju sundferðalaginu. Það var snilldar bíóferð, myndin hefði getað verið ömurleg en ég hefði hlegið allan tímann þar sem Ósk hélt uppi stuðinu allan tíman með sínum eggjandi og sexy hlátri. Og þar sem við erum nú farin að tala um skemmtanahæfileika Óskar þá ætti hún kannski að taka fyrir okkur eitt lag svona í leiðinni "bíddu pabbi bíddu mín" sem er náttúrulega snilld í fluttningu Óskar :) Vonandi verður Ósk ekki reið við mig... :)

     
  • At 8:02 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahaha... ástsæðan fyrir því að ég er að blogga svona mikið er að Margrét er með Kvóta á mér hvað ég á að blogga mikið í hverri viku, svo núna er ég að reyna að vinna svolítið fram í tímann þannig að ég verði laus í prófunu.. hahah.. nei nei.. ég nenni bara ómögulega að læra en alla veganna Margrét fyrst við erum komin með svona margar keppnir þá verðum við endilega að hafa þetta alvöru íþróttamót svo þetta verða greinarnar sem keppt verðu í:
    Körfubolti, fótbolti, bandý, snjóþotu keppni, boðsund og svo auðvitað skíðakeppni
    Og svona fyrir þá sem vilja fylgjast með þá held ég að þetta gæti orðið ágætis skemmtun þessi keppni .. alla veganna skíðakeppnin því ég held að ónefndur aðili kunni ekkert á skíði og verði því algjör brandari:) híhíhíhí

     
  • At 8:06 AM, Blogger Margret Silja said…

    Haha.. bara svona uppá kvikindisskapinn þá er ég meira en til í skíðakeppni því ég veit að það er alveg eins og að þú lístir því! haha;) og ég, ósk og Sigríður erum sko sjálfboðnar í Rocket-man party.. annars gerumst við boðflennur!! (verst að það er ekki hægt að stafa þennan skemmtilega hlátur.. híhaóhæo arrrg!)

     
  • At 8:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    jæja hohotofdohohoohohoheheheh var að reyna að skrifa um leið og ég hló þetta er e-vegin svona held ég :) en já ég mæti sko í party um jólin , ég er ótrúlega spennt fyrir þessu .. V'A'A'A'A'A'A'A'A ég get ekki beðið eftir þessu kvöldi :) en farðu nú að skrifa ritgerð elsku ms mín :=0

     
  • At 8:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    hey ég gleymdi að láta vita að ég verð með tónleika í kringum jólin og þá mun ég taka lagið "bíddu pabbi bíddu mín" :) heghegihehehoo

     
  • At 10:37 AM, Blogger Margret Silja said…

    I´ll be there! tek stelpurnar & Rocket-man með mér;) Rennur ágoðinn ekki örugglega í Rocket-man sjóðinn??

     
  • At 1:22 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ég held að það sé ekki spurning að við Margrét munu fara frekar létt með fótboltaleikinn. Því jú Margrét er greinilega hörku framherji sem skorar á réttum tíma og ég, hummmmm allaveganna góður að gera tvennt í einu í fótbolta. Sparka í vatnsbrúsa og í leið bjarna,hehe ;) sorry Bjarni

    Tja, herru er ekki hægt að samræma snjóþotukeppnina og skíðakeppnina?????

     
  • At 1:36 PM, Anonymous Anonymous said…

    heyrðu góði minn, þú sleppur ekki svona auðveldlega, ég er farin að selja miða inn á sýninguna af þér á skíðum :) og það að setja skíði og snjóþotukeppni saman er eins og að setja körfu - og fótboltakeppnina saman.. og það gengur aldrei.

     
  • At 1:47 PM, Anonymous Anonymous said…

    Jæja þá gæskan, ég er sko til í tuskið. En þá verður formið á skíðakeppninni eftirfarandi: Hann sigrar sá sem er fljótastur að klæða sig í þann skíðaútbúnað sem þarf til þess að stunda þessa íþrótt, hehe ;)

     
  • At 2:11 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hehe.. af gefnu tilefni verða vatnsbrúsar ekki leyfðir í þessari keppni. Einungis verður leyfilegt að hafa bjórbrúsa (hvort sem er dós eða gler). Það sparkar enginn í þá án þess að hugsa sig tvisvar um ;)

     
  • At 9:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    Noj noj noj er Margrét bara kominn í fótboltann. Þú getur ekki gert neitt annað en að vera í íþróttum um jólin. Verður að fara í körfu, fótbolta, bandý, snjóþotu keppni, boðsund við Helgu og Bjarna, svo verðuru að koma á skíði með mér:P

     
  • At 11:03 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hehe, mér líst vel á þessa hugmynd með bjórbrúsana. Pant byrja á bekknum ;)

    Yngvi, þú kemur fyrir mína hönd í skíðakeppninni. Ég varð sannfærður eftir að séð myndir af þér á blogginu þínu. Flottar myndir ;)

     
  • At 2:33 PM, Anonymous Anonymous said…

    Nei Raggi ég get ekki keppt fyrir þig því að ég er búinn að kaupa miða á show-ið þitt:P

     
  • At 8:17 AM, Blogger Margret Silja said…

    Múhahahahahahaha góður punktur;)
    En við eigum kannski eftir að hafa keppnina þar sem Helga og Bjarni eiga líklega ekki eftir að komast úr sporunum, heldur veltast um úr hlátri!!

     

Post a Comment

<< Home