.....?

Tuesday, November 15, 2005

Köben helgi

Jæja þá er mín búina að rumpa öllum jólagjafainnkaupum af.. ohh hvenrnig getur þetta verið svona gaman??? Á það til að gleyma mér niðrí bæ.. svo hjóðar farangurinn heim um jólin svona: 35 kg jólagjafir, 1 par af nærbuxum handa mér, svo verð ég bara að klæða mig í öll þyngstu fötin lag eftir lag, og jafnvel leggja jólagjafir hér og þar, vasa, skó og jafnvel hettur;) en það þýðir þá ekkert annað en að rumpa þessum prófum af með style því það verður ekkert pláss fyrir bækur í minni tösku!
Fór svo út að hlaupa eftir innkaupin í dag til að ná mér niuður fyrir lærdóminn (sem ég er ekki enn byrjuð á btw1)

En í stuttu máli þá var helgin hreinasta SNILLD! Verð að fara dýpra í hana seinna eða vona að Anna eða Elva geri ýtarleg skil á helginni sem fysrt svo ég geti bara sett á hana link haha (humm humm take a hint...) en Erotica Museum, út að borða á mexikóskum veitingastað, Jólatívoí, hestavagns/hjóla taxi upp strikið, út á skrallið, sofa þrjár þversum á einum svefnsófa, 10-kallafyllerý á MC donalds, strauja kortið á strikinu, nánast velta lestinni á leið til Lundar, Korridorpartý, dansaloss til hálf 6 á árshátíð í skólanum, franskar og majones til 7 um morguninn, líða eins og maður hafi vaknað á ruslahaug (já eða endurvinnslustöð) svo að sjálfsögðu beint í verslunarmiðstöð þar sem kortin voru farin að rauðglóa.. (allavega mitt) stelpurnar voru svo assskoti þunnar að ég hálfdró þær á eftir mér í bandi haha;)

En þetta gerist varla betra!!

Verð samt endilega að fara dýpra í ferðalagið á milli Köben og Lundar, eftir að hafa misst af lestinni einu sinni þá komumst við loksins af stað. Ég var hálf utan við mig þegar við vorum að nálgast Lund og að tala í símann þegar stelpurnar spyrja "eigum við ekki að fara út?" ég bara "jú.. fljótar" svo heyrðist: Hurðirnar lokast NÚNA! ég með allan farangurinn næ að smegja mér úr lestinni og sé svo önnu klemmast á milli í hurðinni með bjórinn og helminginn út úr lestinni, og hinn helminginn og farangurinn inni Hahaha (var frekar fynndin sjón!) svo ég hoppaði og skoppaði og benti lestarstjóranum á að vinsamlegast keyra ekki af stað!! Haha hann opnaði sem betur fer og allar komumst við óhulltar út. Þegar ég var rétt búin að sleppa út "húfffinu" og líta snöggt til hægri og vinstri áttaði ég mig á því að við vorum in the middle of nowhere.. EKKI Í LUNDI!!! Hahahaha, við dóum úr hlátri og stukkum upp í lestina á methraða og biðum bara eftir að Anna myndi klemmast á milli. Þetta hafðist, en við vorum rétt búnar að missa af stoppinu í Lundi þar sem við vorum að missa okkur úr hlátri!

En.. Elva og Anna.. komið að ykkar helmingi af sögunni, það er ykkar að ritskoða helgina áður en hun verður sett á netið hahaha:)

Hej då.. plugg plugg

2 Comments:

  • At 3:37 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ég fór og straujaði mitt í Bergen í vetrarfríinu mínu. Mitt í et. ég verð að fara að fá mér fleiri svona kort!
    Allavegana er ég svona hálfnuð með jólagjafainnkaupin. Fínt að eyða peningunum í það, guð veit að ef maður kaupir ekki jólagjafir þá kaupir maður e-ð annað fyrir peningana, og maður þarf nú að kaupa jólagjafirnar fyrr eða síðar:)
    Maður þarf bara að vera duglegur að þvo af sér um jólin, verður örugglega ekkert of margt til skiptanna;)

     
  • At 4:34 PM, Blogger Elva B said…

    jamm snilldarhelgi fer allveg ad gera henni skil allavega adur en næsta helgi kemur, eg er farin ad skana simans mins soldid

     

Post a Comment

<< Home