.....?

Friday, November 04, 2005

Lífsmark-Jólin-Sandra í GRÖÐ....

Jæja.. ég er lifnuð við aftur!
Var vart við lífsmark síðastliðna viku.. haha vankaði meira að segja hágrátandi eina nóttina þar sem mig var að dreyma að ég væri dauðsvona, en held ég hafi samt verið að gráta því þegar ég sagði Hönnu að ég væri dauðsvona þá var það eina sem hun kippti sér upp við að ég bar orðið luekemi vitlaust fram og fór þvílíkt að leiðrétta mig en var alveg sama að ég væri að deyja hah, þvílík og önnur eins vitleysa sem mann dreymir. Það hefur bara einu sinin gerst áður að ég vakna grátandi.. þá dreymdi mig að ég hefði séð mömmu reykja og tók það svona rosalega nærri mér;) það væri eflaust gaman fyrir einhvern færan að ráða draumana mína.. mig hefur meira að segja dreymt.. nei þetta er ekki internetshæft haha.

Ég er eins og alger smákrakki núna .. ég get ekki beðið eftir jólunum.. BARA 50 dagar eftir vííí! en það er búið að vera svo brjálað að gera í skólanum undanfarið og var í prófi í dag.. sem ég tengdi bara við að hlusta á jólalög og bíða eftir að það kláraðist og þá væru jólin bara komin.. en NEI.. eftir prófið er bara lærdómshelgi framundan! ÆÐI.. (það eru samt komin smá jól þar sem ég stalst til að kaupa jólaglögg í byrjun nóv... awww)
Ég er samt búin að vera þvílíkt afkastamikil í dag....

-skrifa próf í 5 tíma
-þvo 3 TROÐfullar þvottavélar
-fara í ræktina.. 1,5 tíma styrkgympa
-gera stórnatarinnkaup

.. reyndar þá....

-gleymdi ég vasareikninum mínum fyrir prófið
-var alveg komin tími á að þvo... það var farið að flæða svo alvarlega út úr óhreinataugskörfunni að ég var í mestu vandræðum hvar ég ætti að stíga niður fæiti
-var í svo lélegu formi að það hálf leið yfir mig í upphitun. Ég kaldsvitnaði, sá bara svart og var ógeðslega óglatt svo það endaði með því að ég lagðist bara á dýnuna í miðjum æfingum. Mattias leit á mig og sagði "þú ert eins og draugur!" haha svo kom kennarinn hlaupandi og bauð mér þrúgusykur: ég (draugurinn) sá bara svarta bletti sem buðu uppá þrúgusykur.. draugurinn afþakkaði og læknaðist með vatssopa stuttu seinna og hélt æfingunni áfram. Orsökin er ennþá ókunn.
-var alveg komin tími á innkaup, búin að nauðga frystikistunni heldur betur á síðustu vikum og komin með frekar mikið leið á hinum ýmsu útfærslum af fiski og kjúklingi með engu

Uss ég hlaut 7 ára ólukku í dag, þar sem spegillinn á veggnum hoppaði niður á gólf algjörlega hjálparlaust! og við erum ekki bara að tala um að hanna hafi brotnað.. heldur það í 10000 bita svo þegar ég var farin að geta púslað saman hluta úr speglinum úr brotunum sem ég gat plokkað úr fótunum á mér... outch... það var fyrst þá sem ég var tilneydd að taka almenninlega til!

Það sem bjargaði deginum var hins vegar skemmtilegt lag sem samið var sérstaklega um hana Söndru í Tröð sem var víst ótrúlega gröð;) lagið er að finna á veraldrarvefnum á slóðinni:
http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=1860&sida=um_flytjanda og lagið heitir "hún er gröð" Ég hélt hreinlega að ég myndi missa mig þegar ég hlustaði á þetta! Ég get ekki beðið eftir bekkjarmóti ef Andri lumar á fleiri smellum hah;) Mæli með því að þið hlustið á þetta...


Það var soldið skondið um daginn, ég leit upp frá bókunum og skellti mér í Bíó með Madde og hennes vinkonum. Fórum á "In her shoes" sem er btw bara hreinasta snilldar skemmtun, en að efninu þá var ég að tala við eina stelpuna sem ég hef oft hitt og ég sagði eitthvað með "heim til Íslands". Þá þagnaði hún í smá stund og sagði, sagðistu vera frá Íslandi? Svo spurði hun hvað ég hefði búið lengi í Svíþjóð, þá þagnaði hun ennþá lengur og sagði.. en talar maður þá sænsku á Íslandi??? Ég varð alveg ógeðslega monntin ;);););) hún hélt ég hefði alltaf talað sænsku jíbbý!

Ég skemmti mér alveg konunglega í afmælinu Hönnu og Íslendingapartýinu hjá Sjönu um síðustu helgi, og þrátt fyrir þónokkur OPAL og Topas skot og að við höfum verið lengi að, þá stóð ég við mitt og vaf mætt á bókasafnið kl 10:00 á Sunnudagsmorgun;) Fyndið að ég er að verða eins og foeldrar mínir.. þeir drekka ekki áfengi helfur borða það bara, ég borða ekki nammi heldur drekka það bara!

Góða nótt.. þetta var sérstaklega uppfært fyrir Kristínu Unu sem var farin að reka á efitir uppfærslu vegna blogfíknar sinnar hah;)

2 Comments:

  • At 4:14 PM, Blogger Kristín Una said…

    Takk fyrir, takk kærlega fyrir, þetta kom einmitt á besta tíma þar sem fráhvarfseinkennin voru sem verst;)
    Það er ekki að spyrja að dugnaðinum í þér frekar en fyrri daginn, ég ætti að taka mér þig til fyrirmyndar hvað bókasafnssetu og líkamsrækt varaðar:) Svo stóðst ég ekki freistinguna og byrjaði bara að spila jólalög í einu af þessum "getekkibeðiðeftirjólunum" kasti, held ég sé good næstu tvær vikurnar eða svo hvað það varðar.

    Og að lokum til hamingju með sænskusnillina:)

     
  • At 3:27 AM, Blogger Margret Silja said…

    Jamm dugnaður og ekki dugnaður.. hljómar eins og dugnaður svona á yfirborðinu.. en það verður nú að segjast að þetta var allt saman komið á svona "must-stig á to-do listanum" haha;) Og með "get ekki beðið eftir jólunum" þá skil ég þig svo vel þar mig rámar í annað árið mitt í Norge og leið eins og maður myndi sökkva í vinnu ef jólin kæmu ekki helst í gær!

    Og Sandra með fötin út um allt þá fann ég skýringui á því öllu saman.. ég taldi nebbla buxurnar mínar að ganni í gær: 27 pör takk! (íþróttabuxur ekki taldar með..) svo hvar ætti ég annars að koma þessu öllu fyrir ef ekki á gólfinu? ;)

     

Post a Comment

<< Home