.....?

Sunday, December 04, 2005

Rífandi gangur...

Afköstin eru alveg í hámarki þessa helgina, kl er 9 á sunnudagsmorgni og ég er búin að koma mér fram úr, fara út að skokka, strurta mig, borða morgunmat, tendra annað kertið á aðventukransinum og meira að segja byrjuð að læra!
Tað gerist ekki oft að maður sé sofnaður fyrir 1 bæði fös og lau, og vaknaður fyrir hálf 9 báða morgnana.... helgin verður e-ð svo löng að þetta verður næstum því eins og 2 helgar fyrir 1:)
Ég er loksins búin með 5. og síðustu ritgerðina og búin að sökkva mér í Flerdimensionell Analys stærðfræðina (puke)
En af skemmtilega hlutanum af helginni er það að frétta að ég, Hanna og Jenny héldum Idol-final kvöld heima hjá mér á fös með nýbökuðum muffum og heitri jólaglögg.. ummmm;) Úrslitin fóru þó því miður ekki eins og ég vildi heldur ákváðu þeir að eyðileggja lífið fyrir einhverri 17 ára óþroskaðri stúlkukind með því að gera hana fræga í staðinn fyrir að velja snilla strákinn sem var reyndar í svo þröngum buxum að hefði hann farið í hærri tón í vinningslaginu þá hefðu þær eflaust rifnað! En þegar hann söng "life from Mars" þá langaði mig bara að gráta það var svo flott:)
Annars þá er ekkert að frétta.. en engar fréttir eru góðar fréttir ekki satt? Ég ætla að halda marathoninu áfram.. sjáumst eftir próf! (hehe nei það er engin hætta á því að ég eigi ekki eftir að stelast í að blogga við tækifæri þegar ég verð orðin pirruð á heimalærdómnum;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home