.....?

Tuesday, November 29, 2005

Nagladekk og Sushi

Jæja.. það er sko komin tími til að setja naglana undir hjólið!! Það er orðið stórhættulegt að hjóla hérna.. því það er svell á öllum hjólastígum. Þar sem ég á líklega heimsmetið í þvi að fljúga á hausinn... næ sko ekki niður á hjólinu:/.. þá ætti ég kannski annað hvort að fá mér nagla eða fara að flestra ráðum: skilja hjólið eftir heim þegar það er ófært!!!

Ég setti nýtt met í dag, sat á bókasafninu í 5 og 1/2 tíma, skrópaði reyndar í ræktina í kjölfarið.. en en maður getur ekki verið duglegur í öllu!

Ég er að fara á tóleika með Mugison á morgun.. (tala ég eins og ég viti alveg hver hann er..) en Sjana sendi mér sms hvort ég vildi koma út að borða svo á tónleika með Mugison á eftir.. ég sagðist vera með í geim og setti mér það markmið að komast að því hvað Mugison væri fyrir Miðvikudaginn hah:) Ég er semsagt búin að komast að því að þetta sé afbragðs tónlistamaður og íslenskur í þokkabót. Semsagt.. Íslendinga hittingur á morgun; Sushi kl. 19 og tónleikar með mugison á eftir!

Og nú kallar Þriðjudagsmaturinn.. umm ég ætla að drýfa mig fram í veisluborð, verður spennandi að sjá hvað Ameríkani og Austurríkismaður geta hrist fram úr erminni....

3 Comments:

  • At 5:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vá, Mugison...þú verður svo sannarlega ekki svikin af honum. Góða skemmtun...Kv.Margrét

     
  • At 9:58 AM, Blogger Margret Silja said…

    Binni you´re in! og ég ætla í leiðinni að kjósa þig í nefnd til að útbúa ´84-blogg svo við getum nú farið að slá saman hugmyndum um gott reunion á komandi ári:)

    Og Mugison.. hann var hreinasta snilld!

     
  • At 10:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Kvitt kvitt....
    Gott að vita að þú hefur komist heil heim;-)
    Sjana

     

Post a Comment

<< Home