.....?

Sunday, February 12, 2006

Hitt og þetta...

Tókst að setja fjögur met í vikunni:
1. Ég fór 6 sinnum í ræktina!
2. Var í skólanum frá 9 um morguninn til 7 um kvöldið á laugardegi!!!
3. Tókst að háma í mig hátt í hálfu kílói af jógúrthúðuðum hnetum á þessum sömu umtöluðu 10 tímum...
4. Og tókst að fara að sofa fyrir 1 á fös og lau!!
Þvílíkur og annar eins dugnaður hefur ekki verið til staðar hérna lengi (já fyrir utan heilsunammið).

Annars þá var helgin mjög góð.. bland av öllu nema djammi sem er ágætt af og til:)
Fórum nokkur í Sushi á föstudagskvöldið.. það verður bara betra og betra í hvert skipti sem maður borðar það umm. Laugardagurinn fór svo í það að klára Byggnadsmekanik verkefnið okkar sem við rumpuðum af á 10 tímum á Lau. Ef það hefur einhvern tíma heyrst talað um fullkomnunaráráttu þá er ég ekki frá því að hennar hafi verið vart hjá okkur stöllum í gær.. útreikningana mátti semsagt handskrifa.. nei við pikkuðum þær inn í equation, tölvuteiknuðum allar útskýringamyndir og vorum ekki sáttar fyrr en við vorum búnar að forrita gröfin í MATLAB. Enda mjög sáttar eftir daginn þegar við prentuðum út 17 fallegar síður:)

Ég gleymdi nú að upplýsa ykkur sem heima sitjið og sjáið mig í bara í fríum að ég klippti á mig topp um daginn.. ákvað það 10 mínutum fyrir partý á Laugardaginn síðasta, Hönnu fannst þetta svo vel gert hjá mér að ég klippti hennar seinna um kvöldið í partýinu.. ég var mjög sátt við minn (við skulum ekkert vera að tala um hennar..)

Áskorun vikunnar verður að troða uppí sig, tyggja og kyngja íslensku mjólkurkexi á innan við mínútu án þess að drekka. Ég var sannfærð um að mér múlinex vélinni tækist þetta en Raggi var hins vegar ósammála mér. Ég er búin að hita upp einu sinni, staðfestur tími var 1.04 mín.. nálægt... þetta tekst í tilraun númer 2! Raggi verður bara að koma með nýjan pakka fyrir mig á Fimmtudaginn:) Einhver sem hefur ekki trú á mér í þessu???

Ég var á UWC fundi í kvöld, er að fara að taka þátt í viðtalavinnunni fyrir Svíana sem eru að sækja um skóla eins og skólann minn í Noregi. Manni líður hálf illa yfir því að vera sá sem á eftir að ráða úr hvort þessi litlu sætu krakka grey eigi eftir að fá draum sinn uppfylltan eða missa af 2 frábærum árum. Það flaug í gegnum hausinn á mér að það eru 4 ár síðan ég sat í sömu sporum og þau .. shitt mér líður eins og það hafi verið í gær!!

Sem minnir mig á það að tíminn líður ógeðslega hratt og ég á efir að gera milljón hluti þar sem ég ætla að vera alveg í fríi um næstu helgi þegar raggi kemur:)

3 Comments:

  • At 10:46 AM, Blogger Elva B said…

    tetta virkar alltaf svo motiverandi a mig tegar tu telur upp svona duglegheit nu eg ætla sko lika ad vera svona dugleg ,,,er reyndar buin ad vera dugleg en ekki svona, og ja eins gott ad njota tess ad vera til a morgun vaknaru 44 med 3 Born a grunnskola aldri fullt af ohreinum tvotti , ohreint pafagaukabur , eitt barnid med lus og einn sem a ad keppa i fotbolta og er buin ad tyna legghlifunum og svo kall sem tu hefur ekki haft tima til ad sofa hja vikum saman og tha hugsaru fokk mer finnst eins og eg hafi verid ahyggjulaus namsmær i svithjod i gær :) . a sama tima a eg eftir ad vakan og uppgvota ad eg egi ekkert lif utan vinnunar og se ekki buin ad eiga i sambandi sidusta 1 og halfa arid , margra daga uppvask og i tilvistarkreppu og hugsa tad er eins og tad hafi verid i gær tegar eg skrifadi tetta komment a bloggid hennar margretar og helt eg væri voda fyndin.......Va eg hef nu ekki heyrt i henni sidan 2017.

     
  • At 10:48 AM, Blogger Elva B said…

    tad vantar allskonar tvipunkta og gæsalappir eg veit.
    Og eg ætla ad fara og njota tess ad vera til adur en tessi spadomur rætist

     
  • At 3:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    tíminn líður hratt á gervihnattaöööölllld, hraðar sér hvern dag, hraðar sér hvert kvöld.......

    ó ég vona að elva sé jafn góður spámaður og hún er í monopoly, svona ykkar vegna allavegana.....

     

Post a Comment

<< Home