.....?

Monday, February 20, 2006

Til hamingju Eurovision..

Ég vildi byrja á því að óska Íslandi til hamingju með framlag sitt í Eurovision.. hvað er skemmtilegra en að vera Íslendingur í útlöndum og vera stoltur af sinni þjóð og fulltrúa hennar Mrs. Nótt hahaha ég get ekki beðið eftir Maí! Ég ætla bara að vona að þeim takist að þýða lagið yfir á ensku með jafn kristaltærum boðskap og hann er á íslensku: Að Sylvía sé að fara að rústa þessari keppni:)
Annars þá er snilldar helgi að baki, Raggalingur var í heimsókn:) Gerðum okkur góðan dag á Fimmtudaginn sem við enduðum með boxi (Ragga hefur ekkert farið fram í því að halda takti haha) en oggó góður að slást:) Við fórum til Malmö á Föstudaginn. Skoðuðum hæsta turn í Skandinavíu, búðaráp og út að borða. Tókum forskot á sæluna á Laugardaginn og bökuðum bolludagsbollur og hámuðum í okkur alla helgina..ummm! Matarboð hjá Hannusi um kvöldið svo héldum við í Eurovision-party hjá Sjönu þar sem við Íslendingar komum saman og fögnuðum sigri Sylvíu Nóttar á misgóðum gæðum á fartölvu í gegnum internetið.. stemmningin var góð og þemað drekkum til að gleyma:)

Talandi um Eurovision þá vorum við að versla í sæska "Bónus" á laugardaginn þegar e-ð óþolandi sölufólk fór að reyna að pranga eihverju inná mig. Það glaðnaði heldur betur yfir mér þegar þau gerðu mér grein fyrir að ef ég myndi kaupa 5 vörur frá KNORR þá fengi ég sænskan Eurovision disk í kaupbæti.. ÉG TIL!!! (þó ég sitji uppi með 5 pakka af súputeningum langt fram á næsta ár..)
Svo versnaði það ekki þegar ég kom heim og sýndi nágrönnum mínum gleðiplötuna mína og Kajsa segir mér að uppáhalds lagið hennar sé gamalt íslenskt Eurovision lag! Ég nánast með gleðitár í augunum spyr hvort það sé nokkuð Nina? og hún sagði JÁ!!! Hún hefur átt það á Spólu síðan Nína tók þátt og fannst Eyjólfur alveg jafn æðislegur og mér:) haha þarna áttum við sko samleið!

Að bandýinu þá stóðum við, Gott och blandat, uppi með sigur úr bítum í síðustu turneringu.. ekkert smá sáttar:) Fyrsti leikurinn í nýju seríunni er í kvöld.. ég sit hérna heima að hita upp með fartölvuna í einari og "nature candy" í hinni hahah:) (alveg hreint prýðis þýðing hjá Ragnari á jógúrthúðuðu heilsunammi)

Annars þá er smá breyting á sumrinu mér buðust 2 vinnur í viðbót svo nú er ég búin að ráða mig hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Verð semsagt fyrir sunnan og líst rosa vel á starfið svo ég hlakka bara til sumarsins:)
Ragga bauðst helgarvinna hérna úti þegar hann kemur hingað sem skiptinemi í eini bakarísferðinni sinni:) Hann hummaði víst eitthvað íslenskulega svo bakarinn fattaði strax að hann væri íslenskur og bauð honum vinnu fyrir vikið.. snilld það:)

Ég rifjaði það upp um helgina að Gladiator er ennþá uppáhalds myndin mín.. ohh hun er svo æði.. mæli eindregið með því að horfa á hana einu sinni enn þá maður sé búin að horfa amk 5 sinnum!

Komið að Bandý.. 18 dagar í að ég komi heim.. 2 vikur í próf...

2 Comments:

  • At 1:25 PM, Blogger Margret Silja said…

    Er búin að setja inn myndir í myndir 3..

     
  • At 3:09 AM, Anonymous Anonymous said…

    blessuð gella !!
    Ég og islensku vinir mínir hér í Noregi létum sko ekki eurovision fara fram hjá okkur. Ég var hin ánægðasta, fannst hún bara eiga það skilið að komast í alvöru keppnina sem ég get ekki beðið að sjá. En ég er nú ekki viss hvort Erlend fannst lagið fínt eða asnalegt:) En verðum í bandi Margrét min, klem Anna

     

Post a Comment

<< Home