.....?

Tuesday, March 14, 2006

orðin 1/3 hluti verkfræðingur...

Jæja þá er hversdagslífið í Lundi tekið við aftur og mér leiðist í fyrsta sinn í mörg ár. Kom heim í tómt herbergið og enginn frammi í eldhúsi. Mér finnst ég ekkert stressuð útaf skólanum þar sem það er langt í næstu próf og ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Hvað gerir maður þá?? humm Bloggar einhverja vitlaysu...??
Skellti mér heim yfir helgina, þó ekki alveg heim á krók en var í Rvk og hafði það gott:) Lenti seint á Föstudagskvöldið og við kíktum aðeins niður í bæ eftir að hafa heimsótt hina eldspræku ömmu og afa í Keflavík (alltaf gaman að því hvað hún Amma gamla er ekkert að skafa utan að hlutunum í frásögnum sínum.. svo ef það er einhver sem fynnst ég ekki vera dönnuð þá á ég ekki langt að sækja það..)

Mig dreymdi forritun ALLA hel***is laugardagsnóttina!!! Sko.. ég var vektor.. og passaði ekki við Matrixið, og svo var ég á fullu að reyna að leysa dæmið og láta kóðann virka.. en nei í þetta eyddi ég nóttunni liggjandi milli svefns og vöku að reyna að forrita í draumi.. ef maður verður ekki heilaþveginn af þessari vitleysu!! En prófinu náði ég svo nóttin var þess virði, gekk mjög vel í hinu prófinu líka svo ég hef hér með lokið nákvæmlega 1/3 af mínu háskólanámi.. shitt hvað tíminn líður hratt!!

Ég gerðist svo djörf að fara á hestbak á Laugardaginn, skref í rétta átt til að komast yfir hræðslu mína við hesta.. (þess má geta að hesturinn reyndi ítrekað að drepa mig með því að stefna í kollhnýs...stórhættuleg dýr!!)
Við buðum svo Helgu og Bjarna í þríréttað um kvöldið.. gaman sman og spjölluðum langt fram á kvöld.
Ég skellti mér svo á Ísafjörð í geggjuðu veðri á Sunnudaginn og horfði á Ragga og félaga klúðrða einum leik eða svo.. en flugferðin var engu að síður skemmtileg;) Að nokkrum manni skuli hafa dottið í hug að fljúga flugvél inn í þennan fjörð.. ég er mest hissa að það hafi hreinlega ekki verið boruð fluggöng til að sleppa við þessar U-beygjur sem þarf til að þröngva sér á milli fjallshlíðanna.. það er ekkert smá óghugnalegt að fljúga þarna!

Ég veit ekki hvernig það verður þegar ég og Raggi komum til með að búa saman í sumar því við gerum ekkert annað en að éta þegar við erum saman (og gleymum eftrirréttinum sko ekki!!) .. miðað við það að ein helgi saman getur valdið þyngdaraukningu á 3ja kíló þá segir það mér að útlitið geti verið svart í lok sumars haha:/
En ég lét bakarann kenna mér að gera leyni-bakaríspizzubotnauppskrift í gær.. ummm geggjaðar heimagerðar pizzur með öllu á. Ég sá til þess að við elduðum nóg alla helgina svo Raggi þyrfti örugglega ekki að verða svangur þar til ég kem heim næst haha.. fyllti frystirinn með boxum merktum "mið 15/03", "fim..." ..haha næstum því..;) Svo þegar við vorum orðin hugmyndasnauð hvað við ættum að fá okkur næst þá buðu tengdó okkur tímalega í mat.. ekki slæmt;)

Jæja nóg af babbli.. kominn tími til að fara að taka uppúr töskum og koma íslenska skyrinu og harfisknum fyrir á góðum stað.. ummm;)

2 Comments:

  • At 4:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    já elskan þú ætlar þá bara hreynlega að drífa þig í því að taka upp úr töskunum:) ég þori samt að veðja að þú sért ekki búin að því:) hihih.
    kiss kiss og knús SIV
    ps.Körfuboltatímabilið kláraðist í kvöld og bakkusartímabilið er tekið við:):) þannig að ég og nína förum að hringja:)

     
  • At 2:09 AM, Blogger Margret Silja said…

    Ótrúlegt en satt þá hef ég hafið nýtt líf sem inniber einungis það að ég tek uppúr töskunum um leið og ég kem heim.. eða allavega hendi þvi úr töskunni og á sófann eða jafnvel á gólfið;) þvílíkt átak... en skref í rétta átt!! (ég skil ekki hvaða bögg þetta er´.. ég hef búið í ferðatösku síðustu 4 árin haha)
    En með Bakkus.. var hann eihverntíma í fríi?? (djók..) Ég bíð spennt eftir hinum tíðu Nínu-miðnætur-upphringingunum;) Er farin að hita upp á heimabíóinu stendur einmitt núna "lag nr. 4 repeat" .. Satt og Logið er á fóninum;)
    En svona rétt til að bæta fáfræði mína þurfiði ekki að fara í úrslit ef Hamar vinnur alla sína leiki?? hvernig verður það þá.. fær Bakkus bara að spila með eða?? ;)
    Jæja ég hefði kannski bara átt að skrifa þér bréf í staðinn...

     

Post a Comment

<< Home