.....?

Tuesday, March 07, 2006

Öskur bætir öll mein...

Haha akkurat í þessum skrifuðu orðum eru u.þ.b. helmingur Delphi-búa (stúdentagarðarnir sem ég bý á ásamt 1499 öðrum) með hausinn út um gluggann að öskra eins hátt og þeir geta.. skemmtilegt það! En það er semsagt hefð hérna á garðinum að í prófavikum safnast fólk út á svalir, útí glugga eða útá plan kl 23.00 og örskra eins hátt og þeir geta til að losna við óþarfa uppsafnað prófastress. Alveg hreint ótrúlega áhrifarík aðferð og sérstaklega skemmtilegt að geta deilt henni með svona mörgum í einu.. áhrifin magnast tvímælalaust;)

Fór í Byggnadsmekanik próf í dag.. það hafðist.. komst þó að ótrúlega mörgum og ótrúlega litlum og leiðinlegum klaufavitleysum á leiðinni heim:/ En núna sýst lífið mitt um Forritun 24-7 (fyrir utan þessa 3 mín pásu til að skrifa þetta blogg..) en ég held ég geti alveg dergið þá ályktun af þessu streði mínu að forritun er enganvegin mín deild!!! Fékk létt PANÍK á Sunnudaginn þegar ég kíkti á gamalt próf og hefði alveg eins getað verið að lesa kínversku!!!

Sem sagt.. núna get ég ekki beðið eftir að Föstudagurin líði og forritunin liðin tíð (..vonandi..) jah eða ég kannski taki uppá því að falla í mínu fyrsta prófi, heimurin færist síður en svo ef það væri einmitt próf í forritun:) En ég lendi svo á klakanum kl. 22.20 á Föstudagskvöld og verð mætt eldhress á djammið eigi síður en 12.00.. nei segi svona.. sjáum nú hvað líkaminn leyfir;) En ég verð allavega í Rvk um helgina með íslenska númerið.. er nú þegar búin að bóka Helgu og Bjarna á Lau-kvöldið;)

Sjáumst bráðum.. og þið sem ég sé ekki í þetta sinn þá styttist í páskana;)

5 Comments:

  • At 3:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gangi þér vel í prófinu....heyrumst þegar þú kemur tilbaka;-)

     
  • At 3:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    kv.sjana

     
  • At 4:40 AM, Anonymous Anonymous said…

    Oj eru próf hjá þér :( Afhverju er profin svona snemma?
    En já forritun er æði eða þannig :)
    Hvaða forritunarmál er þetta annars?

     
  • At 6:09 AM, Blogger Margret Silja said…

    Takk takk sjana.. ég ætla að rúlla þessu upp og stefna á áframhaldandi forritun í framtíðinni;) þetta tekst allt með jákvæðninni!!! sjáumst hressar eftir helgi.. mig er meira að segja farið að langa í Sushi...

    Og Davíð.. við erum svo heppin hérna að fara í próf 4 sinnum á ári.. svo maður er hreinlega alltaf í prófum, á leiðinni í próf eða nýkomin úr prófi. Og einhverra hluta vegna erum við að læra að forrita í MATLAB..:( snökt..

     
  • At 5:18 PM, Anonymous Anonymous said…

    Einhverra hluta vegna segirðu. Matlab er natturulega bara æðislegt forrit og til margra hluta gagnlegt :)
    Ég þarf að forrita í C++, java og assembly og natturulega MATLAB svo ég vorkenni þér bara ekki neitt :)

     

Post a Comment

<< Home