.....?

Tuesday, August 29, 2006

Skólapuð..

Ég upplifði sérstaklega erfiðan fyrsta skóladag í gær!
Ég mætti klukkan 8 í stundatöflu- og skráningaredd, svo komst ég að ég var í fríi það sem eftir var dagsins;)

Ég gat nú ekki setið aðgerðarlaus heldur fór ég í Kringluna að spreða... mmm.. keypti stígvél, belti, 2 peysur, bol, eyrnalokka.. gaman gaman;) Bara ef allir skóladagar væru svona:)

Ég fékk einnig alveg rosalegt kompliment í gær sem hljómaði svona "þú talar nú alveg ágætis íslensku" .. ég bara Vááááá dugleg ég!!
Það var svoleiðis að ég var að skrá mig inn sem skiptinemi áskrifstofu HÍ, og ég rata nottla ekki nokkurn skapaðan hlut, svo þegar hún var að reyna að vísa mér veginn upp á alþjóða skrifstofu þá komst hún að því að ég var frekar illa að mér í gatnakerfinu í Reykjavík og gerði sýnilega ráð fyrir því að ég hefði aldrei búið á landinu og gaf mér þetta fína hrós;) Ætli ég sé með útlenskan hreim fyrst ég talaði ekki reiprennandi íslensku heldur ágætis hahah

Það verður þröngt á þingi hér í grundinni næstu viku, tengdó og litli bróðir ragga eru að koma að kúra hjá okkur því þau eru heimilislaus greyin;) Þau eru búin að selja húsið og það er enn verið að vinna í nýja húsinu þeirra.. en þröngt mega sáttir búa er það ekki;)

Jæja nóg í bili.. ég ætti kannski að fara að standa við ÆTLIÐ mitt og kíkja í bók...hmmm

5 Comments:

  • At 1:57 PM, Anonymous Anonymous said…

    ÆTLIÐ gildir ekki í fyrstu vikunni! Allavega ekki hjá mér.. =) Í fyrstu vikunni má maður leifa sér að slæpast! En ég má samt ekki slæpast í kringluna eins og þú, því að nú þarf maður heldur betur að spara spara!! Hvers vegna?
    Nú því að sumir eru að fara til ÁSTRALÍU! =D

     
  • At 3:56 PM, Blogger Margret Silja said…

    Urr þú.. ég er líka að fara til Svíþjóðar í Október liggaliggálá lá.. Ástralía hvað??? ;) ok ég samgleðst.. þar til ég þarf að djamma án þín um áramótin.. sem hefur ekki gerst síðan.. tja aldrei bara er það ekki??

     
  • At 7:11 PM, Anonymous Anonymous said…

    Neipp það hefur aldrei gerst! En ég er búin að prófa áramót held ég án þín, óskar og siv, þannig að það er komið að ykkur að vera án mín! =)

     
  • At 2:57 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hvernig líkar þér svo HÍ ?
    Búin að kynnast einhverjum ? :)

     
  • At 9:28 AM, Blogger Margret Silja said…

    Haha nei ég er alltaf alein.. :) nei nei ég er með matta mér til halds og trausts í 2 áföngum og svo engan annan en stóru systur í einum;)

     

Post a Comment

<< Home