.....?

Sunday, July 23, 2006

Sumarið 2006

Jæja nú hef ég endanlega gefist upp á því að slást við tölvuna og játa mig hér með sigraða af tækni nútímans svo smá pistill sem átti að rekja sumarið í myndum er ekki möguleiki. Í staðin ætla ég að rekja sumarið í stuttu máli og reyna að skella inn myndum á myndasíðuna við tækifæri;)

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan við héldum heim frá Svíþjóð. Við byrjuðum sumarið á smá sumarfríi og áttum oggó góða viku saman í geggjuðu veðri í Svíþjóð. Við kvörtuðum ekki þegar við fengum óvart splunkunýjan Mercedes Bens á bílaleigunni í stað WW Polo á sama verði og Pólóinn. Svo við krúsuðum Skán þveran og endilangan á bensanum;)

Fyrstu helgina heima skelltum við okkur norður í Hrútafjörð á ættarmót hjá fjölskyldunni hans Ragga. Eftir ættarmótið lá leiðin norður á krók þar sem við skelltum okkur á þrusugóðan sjómannadagsdansleik. Svo tókum við sjómannadaginn sjálfan með style héldum á veiðar með Ósk og Axeli;) Eitthvað varð að gera við aflann og fiskibollur urðu fyrir valinu eftir flökun, verkun og ormhreinsun og annan viðbjóð... Svo steiktar heimagerðar fiskibollur eru án efa réttur sumarsins á þessu heimili haha;)

Ragga tókst að setja nýja grillið saman og planið var að grilla á ÖLLUM góðviðrisdögum sumarsins (sem maður hefur btw getað talið á fingrum annarar handar hingað til...>/ ) En við vígðum grillið með því að bjóða Nonna og Matta í grillveislu með tilheyrandi partýi og skralli eftir það, við slóum heldur betur í gegn með grænu V.I.P. böndunum og sumargleði BYKO barm-merkjum það kvöldið haha

Mamma og pabbi voru sæt í sér og buðu okkur krökkunum og ömmu og afa í mat og gistingu á Hótel Selfossi;) Daginn eftir var ferðinni svo heitið á smá Jónsmessu-fjölskyldumót hjá minni ætt með brekkusöngi og ekta hlöðuballi.. Oliver, Hverfis hvað??… ég hef sjaldan tjúttað jafn mikið og strengirnir sögðu heldur betur til sín daginn eftir:/

Helgina eftir skruppum við í Borgarnes í heimsókn til Pálma og Silju. Þess má geta að við gleymdum ekki að kíkja á Dússabar(sem er btw eini barinn á staðnum!) Komum svo í Reykjavíkina daginn eftir og hjóluðum á djammið haha bara alveg eins og í Svíþjóð;)
En við erum semsagt búin að kaupa okkur hjól og hjólum nú um allar trissur.. spurning um að selja bara bílinn??

Fórum í sveitasæluna uppí Kjós aðra helgina í Júlí í girðingavinnu, grillveislu og langur reiðtúr um kvöldið. Við dróum síðan upp nýju göngustafina og klifum Meðalfell daginn eftir.. shit hvað við vorum hallærisleg með stafina.. en þeir þrælvirkuðu;)

Við fórum heim á Krók um síðustu helgi, gengum Staðarfjöllin í slagviðri en pottapartý, vinkonuhittingur, grillpartý og tjútt með Sveiflukónginum Geirmundi klikkar að sjálfsögðu ekki;)

Hvaða dagar eru betri en þynnkudagar til að fá þá flugu í hausinn að klippa hárið stutt?? Haha ég fékk fluguna reyndar í hausinn á Föstudaginn og eftir erfiðar sannfæringar viðræður við hann Ragga um að hárið myndi vaxa aftur þá gaf hann mér loksins grænt ljós með tárin í augunum haha;)

Þessi helgi var fyrsta helgin okkar heima í afslöppun, en við náðum samt að afreka Strandblak og Kaffihúsaferð með Söndru á Föstudagskvöldið, fjallgöngu á Keili, ferð í Bláa Lónið og frábært skrall á Laugardaginn svo hjóluðum við hringinn í kringum Reykjavík í dag;)

Hmm hvað getum við eiginlega gert af okku um næstu helgi??

5 Comments:

  • At 4:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    hejsan skvís, gott að vita að þú ert á lífi, ég var farin að halda að þú værir ennþá í sæluvímu eftir karnivalpartýið;-) sjana

     
  • At 6:45 AM, Blogger Margret Silja said…

    Hahah það liggur við því.. en síðasta helgi var samt nálægt því að slá henni við en Júró-júró skríður enn á toppnum;) sá meilið þitt.. skoða þetta (sá líka á meilinu að þú fékkst vinnuna.. til lukku;)

     
  • At 2:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hehe, hlakka til að sjá hárið skvís! Kv. Margrét

     
  • At 3:21 AM, Blogger Margret Silja said…

    Hárið hárið.. ég sé ekki eftir neinu og augun á Ragga og mömmu eru meira að segja að þerrast haha;) djamm í haust... !

     
  • At 4:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! Changhong dvd player parental control

     

Post a Comment

<< Home