.....?

Sunday, April 02, 2006

Þjóðlög og ræðuhöld

Mjög skemmtileg helgi að baki;) Stelpu-sushi-poker kvöld á Föstudaginn, ég stóð mig ótrúlega vel í pókernum og var að rústa þar til ég varð aðeins og djörf og féll fyrir "all in" og tapaði spilinu í kjölfarið! Ég á sushi-restir það sem eftir er af vikunni við gerðum svo mikið, sem er alls ekkert slæmt;)

Það var bekkjarpartý í gær, mikið fjör og mikið gaman! Það vildi svo heppilega til að ég lenti við hliðiná "toast-masternum" á borðhaldinu og hann byrjaði kvöldið á því að tilkynna fólkinu í salnum það að ég ætlaði að halda ræðu seinna um kvöldið. Það voru by the way 160 manns í salnum. Aðeins seinna tilkynnti hann það að ég ætlaði að syngja íslenskar fólkvísur þegar líða tæki á kvöldið. Hann var einnig búin að gefa hina ýmsu fróðleiksmola um Ísland. Þegar hann var búin að tilkynna fólkinu það að hann Thorkil pabbi hennar Margretar væri búin að bjóða öllum bekknum í bekkjarferð til Íslands þá fór hvítvínið að renna vel í gegn að sökum stress. Það þýddi ekkert múður heldur fékk ég að gjöra svo vel að standa við orð hans og syngja íslenskar þjóðvísur og halda ræðu í lok borðhaldsinis hahaha (það má nu deila um hvort söngurinn hafi verið þjóðvísa..en ég vona bara að það hafi ekki verið nokkur íslenskumælandi í salnum;)
Það sem var þó verra við kvöldið var að ég kom bara heim á einum hæl þar sem hellulagðar götur Lundar eru ekki mjög high-heel-shoes-friendly (þó efast ég ekkert um að geta mín við að ganga á slíkum skóbúnaði hafi gert illt verra..)

Dagurinn í dag hefur verið algjör "GERA EKKERT AF VITI" dagur.. sem er mjög gott inn á milli. Helsta afrekið var að horfa á 3 síðustu þættina af Prison Break sem ég varð gjörsamlega hooked á í síðustu viku.. spennó spennó;)

Jæja það er best að hlaða batteríin fyrir síðustu törnina sem krefst einhverrar heilastarfsemi.. það eru nefninlega bara 5 dagar í langt og gott páskafrí.... mmmmmmmmmmm:)

7 Comments:

  • At 4:45 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hvað Margrét sðngstu ekki bara Nínu fyrir þau:)
    Það var harka í mér í gær uppfærði bloggið mitt bara fyrir þig:) og fékk mér nýtt msn.
    Er að spá í að skrópa í skólanum og fara á skíði það er svo gott veður. Kv. SIV

     
  • At 1:12 PM, Blogger Margret Silja said…

    Ohh mig langar líka á skíði!! En það er allt í lagi.. ég er alveg að koma heim;););) Tók ég Nínu haha .. nei Jórunni!
    Og þakka þér fyrir blogguppfærsluna .. nu hef ég loksins eitthvað að gera á netinu:)sjáumst

     
  • At 4:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahahahahahahahaha vá hvad ég sé tig fyrir mér á einum hael....tetta hefur verid kostuleg sjón, hahahahahahahah
    (Ég hló upphátt ad tessu, sit á bókasafninu, ekki vinsael núna;-))
    Pís Sjana

     
  • At 5:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já tókstu Jórunni, þú ættir endilega að skella textanum hingað á síðuna svo allir viti hvað lag það er ;)
    Hlakka til að sjá þig um páskana

     
  • At 5:28 AM, Blogger Margret Silja said…

    Haha já þetta var soldið fynndið.. hællinn er eftirlýstur (einhvernstaðar á milli Lunds nation og Parantesen) það var samt fyndnast hvernig ég komst heim..awww (tell you later!!) en segðu bara "sjííís" við Svíana á bókasafninu því hláturinn lengir lífið:)

     
  • At 5:30 AM, Blogger Margret Silja said…

    Anna við skulum halda Jórunni út af fyrir okkur.. það er ástæða fyrir því að hun var ekki sett á síðuna híhíhí ;) Hlakka til að sjá þig skvís.. c u soon

     
  • At 6:04 AM, Blogger Margret Silja said…

    Sandra mín ekki vera bitur:( ég skal bjóða þer í partý þann 22 apríl til að vinna í þessum leiðindum.. nú verðuru bara að læra klst meira á dag i 5 daga og þá getum við djammað í 5 tíma samviskulaust (svo verðuru bara að fá samviskubit yfir tímunum sem þú djammar fram yfir það;)

     

Post a Comment

<< Home