.....?

Wednesday, March 29, 2006

Flugflensa..

Ég er komin heim frá Hollandi.. heil á húfi! Flugvélin hristist reyndar eins og hristiglas og það var svartaþoka þegar við lentum, svo ég vissi ekki að við værum að lenda fyr en maður fann fyrir högginu.. aww ég var ekkert smá hrædd. Skondið að ég er farin að taka uppá því allt í einu núna á fullorðinsárum að vera flughrædd.. soldið ironiskt þar sem ég bý hálfpartinn í flugvél. Er búin að fljúga 7 sinnum á þessu ári, og talan verður komin uppí 9 x eftir mánuð og líklega 12 x þegar árið verður hálfnað. Ég hef aldrei verið flughrædd áður (nema kannski þegar við vorum 10 tíma á leiðinni heim frá Kanarí og ég beið bara eftir að ég myndi blotna í fæturnar í einni dýfunni okkar, og ég þorði fyrst að opna augun þegar við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneytið ef ske kynni að við kæmumst ekki alla leið..)
Allavega þá hef ég verið í vél þar sem flugfreyjurnar hættu að afgreiða því vélin hristist svo mikið og ALLIR áttu að vera í belti, og annari þar sem eldingu sló niður í vélina og enn einni sem tók svoleiðis dýfu að ég greip í sessunaut minn (hann hélt ég ætlaði að segja sér e-ð merkilegt haha). Allavega þá liggur kannski eitthvað að baki þessari flughærðslu minni;)

Það var geggjað gaman í Hollandi. Rise and shine kl 4 aðfaranótt Fimmtudags og komin til Henrieke kl 10 um morguninn. Við höfðum ekki hist síðan við útskrifuðumst.. en mér leið samt eins og það hafi verið í gær. Nóg af partýum, verslunarferðum og aðeins menningarlegri leiðangrum eins og kyrkjuskoðunum og kaffihúsum;) .. ég sagði kaffihúsum.. ekki Coffieshops;) Það var samt skondið hvað það virtist ekkert vera eðlilegra en hassplöntur og tilheyrandi pípur, kex og kökur í búðargluggum. Og meira að segja saklausa ég sem er þvílíkt á móti hassreykingum var þukluð í bak og fyrir í öryggishliðinu á leiðinni út úr landinu.. þeir þukluðu meira að segja á mér allan hausinn!!

Ég mun setja inn myndir frá helginni við tækifæri;)

Hversdagslífið í Lundi er nú tekið aftur við, en BARA gaman þar sem það eru ekki próf fyr en í lok Maí. Sushi-stelpu-póker kvöld á Föstudaginn, Bekkjardjamm á Laugardaginn.. ein vika í skólanum og svo verð ég komin heim í páskafrí á Föstudaginn eftir viku;) Ég mun stoppa í rúmar 3 vikur í þetta sinn (við fáum viku lengra páskafrí ef við þurfum ekki að fara í upptökupróf.. vikar mjög hvetjandi til að ná öllum prófum!!!)

Ég fékk að vita að ég komst inn í skiptinemanámið svo ég er á heimleið í 1 ár næsta haust;) og það besta er að okkur Sigríði ætlar að takast það aftur að vera örugglega EKKI í sama landinu þar sem hún ætlar að stinga af til DK árið sem ég verð heima.

Þetta eru hittingar okkar sl. ár í hnotskotum:

Sigríður á Hallormstað - Ég á Króknum
Sigríður heim á krók í Jólafrí - Ég á Kanarí
Sigríður til Noregs í hálft ár - Ég heima á Krók
Sigríður heima á Krók - Ég í Noregi í 2 ár
Sigríður til Dk allt sumarfríð - Ég að vinna á Króknum
Sigríður heima á Krók - Ég til Svíþjóðar í 2 ár
Sigríður á Ítalíu allt sumarið - Ég á Króknum að vinna
Sigríður á króknum að vinna - Ég í Reykjavík (samt á sama landi í þetta sinn..)
Sigríður til DK í 1 ár - Ég á íslandi í 1 ár

Þess má geta að í flestum tilfellum þá fór Sigríður út daginn áður en ég kom heim eða öfugt.. Sigrður mín.. maður hreinlega spyr sig, ER ÞETTA PLANAÐ?? ;)

En það er víst komin tími á heilsurælt hérna megin (hmm búin að vera í fríi í 3 vikur..afsakanir afsakanir: prófavika, var heima, var veik, var í Hollandi.. ) Annars þá hlakka til að sjá ykkur öll um páskana.. og Helga ég býst við mega afmælispartýi þegar ég kem heim (annars færðu enga afmælisgjöf sko.. híhí)

2 Comments:

  • At 4:54 AM, Blogger Margret Silja said…

    Það að vera námsmaður erlendis er mjög hagsýnt. Sem dæmi má nefna að það kostar EKKERT að reka 20 ára gamalt hjól en það kostar að reka bíl. Það kostar t.d minna að fljúga til Hollands en að keyra bíl frá Rvk til Sauðárkróks og ef maður er sniðugur að kaupa sér miða á tilboði þá er ódýrara að fljúga á milli Kef o Köben en Skr-Rvk. Í Svíþjóð er matur mun ódýrari en á Íslandi, og árskort í stærstu líkamsræktarstöð landsins kostar 13 þús krónur sem er amk 50% ódýrara en á Íslandi. Skólgjöldin mín eru 2 þús kr ísl á önn sem er einnig soldið minna en heima.. ;) Tjah.. þarna er ég sko búin að spara mér fyrir nokkrum flugfargjöldum..híhí á ykkur sem búið á dýra íslandi;)(Ég neita því nú ekki að ég sleppi því stundum að elda mér nautalundir og fæ mér kannski ódýra baunasúpu í staðinn...) Hætt í HÍ?? ;)

     
  • At 6:50 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já margrét mín þetta er nú bara ótrúlegt með okkur. Ég er náttúrlega búin að plana þetta allt saman:) nei djók... var samt búin að plana að koma í heimsókn til þín þegar ég kæmi til DK en nei nei þá þarft þú endilega að fara til ísl. þannig að þetta er náttúrlega þér að kenna núna:)
    Er upp í skíðalytu núna það er geggjað gott færi en sólin er eitthvað að fara og það er farið að snjóa. En hvað heitir þú aftur??? X 100 :)
    Hlakka til að sjá þig um páskana skellum okkur á páskaball í miðgarði með Á móti sól:):) hih.
    kv.SIV

     

Post a Comment

<< Home