.....?

Friday, March 17, 2006

Smávægilegur heilsubrestur og heyrnarskertur nágranni....

Hvað er betra en að liggja heima með tærnar uppíloft hálfveikur að drepast í hálsinum, með stíflað nefið, hóstandi og með svo þungan haus að allt snýst í hringi í honum???? Umm þetta er æðislegt líf!!!!!!!! Ég HATA að vera slöpp!!!
En ég á sem betur fer íslenskt skyr og harðfisk í kæliskápnum sem heldur í mér lífinu:)

Ég var alveg staðráðin í því að fara á skrallið um helgina, en nei það verður að fá að bíða betri tíma... (ekki nema ég feli bakkusi það verkefni að rífa þetta úr mér??)) ;)
Í stað djammsins þá ætlum ég og Jenný að hafa Myskvöld í kvöld og borða sushi og horfa á imbann í góðu yfirlæti. Svo er ég búin að draga fram saumavélina og ætla að sauma mér eitthvað skemmtilegt um helgina (mmm á nefninlega grænt cool efni.. surprise:)

Ég er með kenningu um að nýi nágranni minn sé mikið heyrnarskertur! Vekjaraklukkan hans hringir suma morga í fleiri tíma (svo hátt að ég gæti vaknað við hana inni hjá mér). Við héldum kannski að hann væri ekki heima og þess vegna myndi hann ekki slökkva á henni.. en nei, svo kemur hann út úr herberginu eftir svona 1,5 tíma af stanslausu pípi. Þá tekur hann sig til og kveikir á græjunum á MAX volume, svona áttunda áratugs þungarokk (svo hátt að meira að segja ég heyri textann orðrétt).. algert æði! Ég hafði tekið eftir því að hann sagði "ha" í hvert skipti sem ég reyndi að tala við hann. Ég var alveg búin að sætta mig við það að hann ætti bara erfitt með að skilja hreiminn minn. Svo vorum við e-ð að tala um þetta hin á ganginum og þau voru alveg sammála því að hann sagði "ha" í öðru hverju orði. Svo slutsatsinn okkar er að hann er bara mjög heyrnarskertur greyið. Ég var í fyrsta sinn mjög fegin með það að vera hálf heyrnarskert sjálf svo ég get allavega sofið fyrir látunum í honum:)

Jæja best að fara að demba sér í saumaskapinn;)

p.s. ótrúlegt en satt þá er ég búin að taka uppúr töskunum síðan á þriðjudaginn þrátt fyrir vantrú vina minna á því:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home