.....?

Thursday, May 04, 2006

Sól sól skín á mig, ský ský....

Veðrið hérna á Skáni er þvílíkt æðislegt þessa dagana og á víst að vera það út Mai.. víííi! Ég elska vorið, en ekki prófin og verkefnavinuna sem fylgja því yfirleitt!!
En jæja til þess að geta farið að fáklæðast í blíðunni svona með góðri samvisku þá ákvað ég nú að fara í ræktina í fyrsta sinn í mánuð (jamm ég gerði ekki rass í bala í fríinu..) og byrjaði með trompi og fór í Alpin gympa sem er ekkert grín því ég var að DREPAST úr strengjum í löppunum.. outch. Og svona í tilefni þess að ég var orðin aðeins mýkri í löppunum í dag þá fór ég 10 km skokk í dag og ég get lofað því að strengirnir skánuðu EKKi við það. Svo mitt tips um skynsamlega þjálfun er að annað hvort sleppa helvítis mánaðarfríinu eða bara byrja rólega;) Ég fer bara að halda mig við Power-walk á morgnanna.. engin átök!

Mér tókst að týna kortinu mínu í ræktina á einhvern furðulegan hátt, og konan í afgreiðslunni tjáði mér um það að ég gæti komið 3x með því að sína skilríki en eftir það þyrfti ég að lögreglu-tilkynna týnda kortið. Hvernig finnst ykkur þetta hljóma "Ég ætla að lýsa eftir týndu líkamsræktarkorti. Ástæða: of mikið rusl í herberginu mínu" ?

Ég ætla að skella mér til Köben um helgina og læra úti í sólinni með henni Elvu minni (því það er svo æðislegt veður sko.. bara svona til að minna ykkur heima á blíðuna hjá mér;) Svo ætla ég að reyna að hitta á yndið hana Hildi í leiðinni.

Eftir mánaðarfrí á Prison-break þá er ég orðin hoocked aftur (kannski ég stefni á nýtt met, sá fyrstu 16 þættina á viku..) þetta er ótrúlega spennandi, en ég má engan vegin vera að því að detta í þetta núna:(

Jæja ef ég hætti þessu bulli núna, læri í snarhasti þá má ég kannski leyfa mér einn þátt fyrir lúrinn....

4 Comments:

  • At 1:11 PM, Blogger Margret Silja said…

    Sorry.. sýna með ý!! komið af sjón, aðeins of mörg ár í útlöndum og sjónminnið farið að riðga (veit reyndar ekki hvort það er y í því) en ég varð bara að leiðrétta þetta áður en stóra systir benti mér á þetta;)

     
  • At 3:34 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hérna er veðrið ekki heldur svo slæmt og fer batnandi...góð tímasetning-í prófatíð! Gangi þér vel! Kveðja, Margrét.

     
  • At 12:14 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já, það er líka þessi blíða hérna, og maður hangir inni yfir bókunum fyrir blessuð Ib prófin. Þú kannast við þetta. En eftir eðlisfræðiprófið á miðvikudaginn verður sko hoppað út í sólina og slappað af og seinustu daganna í Flekke (í bili) notið í botn!

     
  • At 1:59 PM, Blogger Margret Silja said…

    Umm ég hugsa að ég hjóli bara 15 km út á strönd eftir síðasta prófið mitt bara til að hoppa í sjóinn haha.. gangi þer vel (ps ég hitti systur þína í köben í gær;)! og gangi þér líka vel nafna.. veriði samt endilega ekkert að gorta ykkur á því að vera búnar um miðjan maj þegar ég á ennþá hálfan mánuð eftir awwww:( njótiði blíðunnar....

     

Post a Comment

<< Home